Risastór virkjanafyrirtæki svífast einskis

Fyrirhuguð Hvalárvirkjun er hitamál.
Fyrirhuguð Hvalárvirkjun er hitamál. mbl.is/Golli

Sigurður Gísli Pálmason, segir málflutning Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um Árneshrepp vera afar einsleitan en Haraldur sagði í Morgunblaðinu í gær að fjársterkir aðilar væru í fjandsamlegri yfirtöku á fámennum sveitarfélögum. „Þetta er undarlega einsleitur málflutningur hjá þessum þingmanni en maður gerir kröfur til að þeir hugsi og horfi á stóru myndina en það kýs hann að gera ekki,“ segir Sigurður sem er baráttumaður fyrir friðun svæðisins. Sautján manns hafa á síðustu vikum flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, en áður voru þar 43 með lögheimili. Ný hreppsnefnd í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins mun ráða miklu um byggingu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar.

Sigurður segist ekki þekkja til lögheimilisflutninganna en hefur heyrt af því að það sé mikill hiti í heimafólkinu í hreppnum enda gríðarlegir hagsmunir í húfi. „Haraldur hefur fundið að því að við höfum boðið sveitarstjórnum að kosta athugun á öðrum kostum í þeim tilgangi að finna betri lausn sem leiðir síður til náttúruspjalla. Það sem skiptir mestu máli og þarf að hafa í huga í þeim efnum, sem þingmaðurinn kýs að gera ekki, er að þessi boð okkar eru algjörlega skilyrðislaus,“ segir Sigurður.

Boðist ýmsar fyrirgreiðslur

„Þingmaðurinn lætur þess alveg ógetið í gagnrýni sinni að risastór virkjanafyrirtæki sem eru í eigu erlendra auðmanna svífast einskis til þess að ná sínu fram og hafa boðið sveitarfélagi eins og Árneshreppi, sem berst í bökkum fjárhagslega, ýmiss konar fyrirgreiðslu með því skilyrði að fallist verði á virkjun. Þeir hafa boðist til þess að gera upp skólahúsið, leggja hitaveitu og ljósleiðara og hvað eina sem kemur virkjunaframkvæmdum ekki við og nú hefur Skipulagsstofnun meðal annars til athuganar hvort þessi framganga kunni að vera refsiverð.“ Sigurður bætir því við að nú sé það greinilega orðið aðfinnsluvert að vilja vernda náttúruna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert