Rukki vegfarendur í skjóli óvissu

Gjaldtaka hófst að nýju við Hraunfossa í dag.
Gjaldtaka hófst að nýju við Hraunfossa í dag. Ljósmynd/Kristrún Snorradóttir

Gjaldheimtumenn voru enn að störfum á bílastæði Hraunfossa nú undir kvöld þegar veitingastaðnum Hraunfossum var lokað. Þetta segir Kristrún Snorradóttir, sem rekur veitingastaðinn, en upplýst var um það á Facebook-síðu staðarins fyrr í dag að gjaldtaka væri hafin að nýju.

Þúsund krónur voru heimtar á staðnum fyrir hvern einkabíl, en bílnúmer hópferðabíla voru skrifuð niður.

Talsvert var rætt um gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa í haust, en lögregla hindraði að lokum gjaldheimtuna að beiðni Vegagerðarinnar í ljósi þess að gjaldtakan leiddi af sér ólögmæta hindrun á þjóðveginum sem liggur að bílastæðinu. 

Einnig taldi löreglustjórinn á Vesturlandi að aðstæður vegna gjaldtökunnar væru með þeim hætti að hætta skapaðist við þjóðveginn og ekki yrði við unað.

„Þeir rukkuðu í haust í þrjá eða fjóra daga þar til þeir voru stoppaðir. Síðan hefur ekkert sést til þeirra í vetur þar til í morgun þegar fólk mætti til vinnu,“ segir Kristrún.

Margir ökumenn neituðu að greiða gjaldið

Aðspurð segir Kristrún að ekki hafi komið fram skýringar á því af hverju gjaldtaka hafi hafist að nýju á þessum tímapunkti, í ljósi þess að ekki hafi borið á henni í vetur. Félagið H-Foss er leigutaki við Hraunfossa og stóð fyrir gjaldtökunni í haust.

„Sá sem er í forsvari fyrir þá var þarna í morgun. Hann sagði að þeirra lögfræðingur teldi þá hafa lagalegan rétt til að rukka fyrir bílastæðin og að þeir muni gera það svo lengi sem þeir standi í trú um að þeir séu í rétti til þess,“ segir hún.

Talsverð umferð hópferða- og einkabíla var við Hraunfossa í dag að sögn Kristrúnar. Aðspurð segir hún marga hafa farið að þeim ráðum sem veitingastaðurinn Hraunfossar lögðu til í færslu sinni í dag, að hundsa gjaldtökuna og „láta reyna á óvissuna í málinu“. Í þeim hópi hafi til dæmis verið fólk sem haldi úti skipulögðum ferðum við Hraunfossa og þekki málið frá því í haust.

„Það hafa alls ekki allir borgað, þeirra á meðal eru líka erlendir ferðamenn sem hafa mætt á svæðið. Þeir þóttust vita að það væri ekki gjaldskylda og spurðu einfaldlega hvað myndi gerast ef þeir borguðu ekki. Þessir menn eru ekki með sektarheimild, fólk leggur bara og það er ekkert meira gert í því,“ segir hún.

Lögregla tók skýrslu af gjaldheimtumönnunum

Kristrún segir að lögregla hafi verið kölluð að Hraunfossum í dag í ljósi þess að nákvæmlega sömu aðstæður væru uppi og urðu þess valdandi að gjaldheimtan var hindruð í haust.

„Þetta var stoppað í haust vegna hættu af því að rútur og bílar þurftu að stoppa hér uppi á vegi. Við töldum að það sama gæti gerst, kölluðum lögreglu til og hún tók skýrslu. Síðan skilst mér að ákvörðun verði tekin um framhaldið á morgun, hvort þeir stoppi þetta aftur af sömu ástæðum og síðast eða ekki,“ segir Kristrún.

Kristrún segir að enn ríki lagaleg óvissa um hvort gjaldheimtan standist. „Það á eftir að klára þetta í kerfinu og á meðan segjast þeir njóta vafans og rukka á meðan. Maður skyldi ætla að fólkið sem kemur á svæðið ætti að njóta vafans ef það er ekki víst að þetta sé löglegt. Það er einkennilegt að menn fái að komast upp með að hafa peninga af fólki og gera það í skjóli óvissu um málið,“ segir hún.

mbl.is

Innlent »

Hrafn fékk leiðréttingu hjá Þjóðskrá

11:24 „Ég er kominn heim!“ segir Hrafn jökulsson í stöðufærslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist hafa fengið tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands um að lögheimili hans hafi verið flutt til Árneshrepps. Meira »

Rannsókn málsins á lokastigum

10:45 Rannsókn eins stærsta þjófnaðarmáls Íslandssögunnar er á lokastigum. „Eina sem ég get sagt þér er að rannsókn málsins er á lokastigum,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is í gær. Meira »

Óvænt sjósund bæjarstjórans

09:48 Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, lenti í smá vandræðum við upptöku á kynningarmyndbandi og skellti sér óvænt í sjósund. Meira »

Heggur nærri rigningarmetinu í maí

09:29 Er rigningarmetið í Reykjavík í maí virkilega að fara að falla? Þessu veltir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur fyrir sér í færslu á Facebook-síðu sinni og telur ekki ólíklegt að svo geti farið. Núverandi met, 126 mm, er frá 1989 en fyrra met, 122 mm, var skráð 1896. Meira »

Umferðartafir á Sæbraut

08:56 Stefnt er að því að fræsa báðar vinstri akreinar á Sæbraut, frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar að gatnamótum við Katrínartún, í dag. Meira »

IKEA innkallar reiðhjól

08:46 IKEA innkallar SLADDA-reiðhjólið vegna ófullnægjandi öryggis beltadrifsins, sem kemur í stað hefðbundinnar keðju á hjólinu.   Meira »

Kvennafangelsið líklega rifið

08:18 Húsið Kópavogsbraut 17, sem áður hýsti Kvennafangelsið, verður líklega rifið. Kópavogsbær keypti húsið af ríkinu 2015. Hluti þess er nú leigður AA-samtökunum. Meira »

Ólík viðhorf eftir búsetu í borginni

08:00 Mismunandi fylgi framboðslistanna í Reykjavík eftir borgarhlutum er enn mjög áberandi í lokakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir borgarstjórnarkosningarnar á laugardaginn. Könnunin var birt hér í blaðinu í gær. mbl.is sýnir þennan mun á gagnvirku korti þar sem sjá má fylgið eftir mismunandi breytum. Meira »

Hækkun fasteignamats verði ógilt

07:57 Fyrirtæki innan raða Félags atvinnurekenda hefur stefnt Þjóðskrá og Reykjavíkurborg vegna útreiknings fasteignamats og álagningar fasteignagjalda. Meira »

Fyrsta gagnaverið rís á Blönduósi

07:37 „Við fáum aukna starfsemi inn í samfélagið. Reksturinn skapar umsvif og störf,“ segir Valgarður Hilmarsson, sveitarstjóri á Blönduósi. Meira »

Ákærður fyrir hatursorðræðu

07:01 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í athugasemdakerfi DV í nafni eiginkonu hans. Meira »

Samfelld úrkoma

06:55 Fremur hæg breytileg vindátt verður á landinu í dag. Samfelld úrkoma suðaustan- og austanlands og einnig um tíma fyrir norðan. Vestan til á landinu má búast við skúraleiðingum. Heldur vaxandi suðvestan- og vestanátt þegar líður á daginn. Meira »

Enn snjóflóðahætta til fjalla

06:51 Eftir lægðagang undanfarið er töluverður snjór til fjalla á jöklum og hálendinu. Sleðamenn komu af stað snjóflóði í Skriðutindum á mánudag og segja mikið vera af flóðum á því svæði. Á fimmtudag í síðustu viku lentu menn í snjóflóði á Grímsfjalli. Meira »

Eignaspjöll og líkamsárás í Garðabæ

06:34 Einn er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við eignaspjöll á bifreið í Garðabæ og hugsanlega líkamsárás þar í bæ. Meira »

Nýr formaður Heimilis og skóla

06:11 Sigrún Edda Eðvarðsdóttir var kjörin nýr formaður samtakanna Heimili og skóli í gær.   Meira »

Ók á 170 km hraða

05:54 Lögreglan á Akureyri stöðvaði ökumann sem ók á 170 km hraða á hringveginum skömmu eftir miðnætti í nótt.  Meira »

Komið að ögurstund í Reykjavík

05:30 Hörð kosningabarátta hefur verið háð í höfuðborginni í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og á laugardaginn dregur til tíðinda. Stærstu valkostir kjósenda virðast snúast um það hvort núverandi meirihluti hafi verið á réttri leið eða hvort breytinga sé þörf. Meira »

Fágætur Kjarval á uppboði

05:30 „Þessi blómakörfumynd eftir Kjarval telst til lykilverka hans og er hreint fágæti. Það er afar sjaldgæft að svona mynd komi á uppboð enda eru þær í raun svo fáar.“ Þetta segir Tryggvi Páll Friðriksson hjá Gallerí Fold. Meira »

Tillaga um raflínu við Héraðsvötn

05:30 Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur fallið frá lagningu Blöndulínu 3 á svonefndri Efribyggðarleið og leggur í staðinn fram tillögu um að nýja byggðalínan fari um svonefnda Héraðsvatnaleið. Meira »
Íbúð til leigu í Fossvogi til 12.ág.
Íbúð í Fossvogi til leigu. Laus núna þar til 12. ágúst. 52 fermetrar, 2ja herbe...
Íbúð til leigu
Til leigu 3ja herbergja íbúð með bílskúr á svæði 110 Reykjavík. Langtímaleiga....
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Gön...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Verkefnisstjóri mba náms við hí
Háskólakennsla
Viltu taka þá? í að þróa MBA Viltu tak...
Sölumaður
Sölu/markaðsstörf
...