Rukki vegfarendur í skjóli óvissu

Gjaldtaka hófst að nýju við Hraunfossa í dag.
Gjaldtaka hófst að nýju við Hraunfossa í dag. Ljósmynd/Kristrún Snorradóttir

Gjaldheimtumenn voru enn að störfum á bílastæði Hraunfossa nú undir kvöld þegar veitingastaðnum Hraunfossum var lokað. Þetta segir Kristrún Snorradóttir, sem rekur veitingastaðinn, en upplýst var um það á Facebook-síðu staðarins fyrr í dag að gjaldtaka væri hafin að nýju.

Þúsund krónur voru heimtar á staðnum fyrir hvern einkabíl, en bílnúmer hópferðabíla voru skrifuð niður.

Talsvert var rætt um gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa í haust, en lögregla hindraði að lokum gjaldheimtuna að beiðni Vegagerðarinnar í ljósi þess að gjaldtakan leiddi af sér ólögmæta hindrun á þjóðveginum sem liggur að bílastæðinu. 

Einnig taldi löreglustjórinn á Vesturlandi að aðstæður vegna gjaldtökunnar væru með þeim hætti að hætta skapaðist við þjóðveginn og ekki yrði við unað.

„Þeir rukkuðu í haust í þrjá eða fjóra daga þar til þeir voru stoppaðir. Síðan hefur ekkert sést til þeirra í vetur þar til í morgun þegar fólk mætti til vinnu,“ segir Kristrún.

Margir ökumenn neituðu að greiða gjaldið

Aðspurð segir Kristrún að ekki hafi komið fram skýringar á því af hverju gjaldtaka hafi hafist að nýju á þessum tímapunkti, í ljósi þess að ekki hafi borið á henni í vetur. Félagið H-Foss er leigutaki við Hraunfossa og stóð fyrir gjaldtökunni í haust.

„Sá sem er í forsvari fyrir þá var þarna í morgun. Hann sagði að þeirra lögfræðingur teldi þá hafa lagalegan rétt til að rukka fyrir bílastæðin og að þeir muni gera það svo lengi sem þeir standi í trú um að þeir séu í rétti til þess,“ segir hún.

Talsverð umferð hópferða- og einkabíla var við Hraunfossa í dag að sögn Kristrúnar. Aðspurð segir hún marga hafa farið að þeim ráðum sem veitingastaðurinn Hraunfossar lögðu til í færslu sinni í dag, að hundsa gjaldtökuna og „láta reyna á óvissuna í málinu“. Í þeim hópi hafi til dæmis verið fólk sem haldi úti skipulögðum ferðum við Hraunfossa og þekki málið frá því í haust.

„Það hafa alls ekki allir borgað, þeirra á meðal eru líka erlendir ferðamenn sem hafa mætt á svæðið. Þeir þóttust vita að það væri ekki gjaldskylda og spurðu einfaldlega hvað myndi gerast ef þeir borguðu ekki. Þessir menn eru ekki með sektarheimild, fólk leggur bara og það er ekkert meira gert í því,“ segir hún.

Lögregla tók skýrslu af gjaldheimtumönnunum

Kristrún segir að lögregla hafi verið kölluð að Hraunfossum í dag í ljósi þess að nákvæmlega sömu aðstæður væru uppi og urðu þess valdandi að gjaldheimtan var hindruð í haust.

„Þetta var stoppað í haust vegna hættu af því að rútur og bílar þurftu að stoppa hér uppi á vegi. Við töldum að það sama gæti gerst, kölluðum lögreglu til og hún tók skýrslu. Síðan skilst mér að ákvörðun verði tekin um framhaldið á morgun, hvort þeir stoppi þetta aftur af sömu ástæðum og síðast eða ekki,“ segir Kristrún.

Kristrún segir að enn ríki lagaleg óvissa um hvort gjaldheimtan standist. „Það á eftir að klára þetta í kerfinu og á meðan segjast þeir njóta vafans og rukka á meðan. Maður skyldi ætla að fólkið sem kemur á svæðið ætti að njóta vafans ef það er ekki víst að þetta sé löglegt. Það er einkennilegt að menn fái að komast upp með að hafa peninga af fólki og gera það í skjóli óvissu um málið,“ segir hún.

mbl.is

Innlent »

Skýjað sunnan- og austanlands

07:09 Spáð er hægri breytilegri átt eða hafgolu og skýjuðu veðri eða úrkomulitlu sunnan- og austanlands.  Meira »

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu

00:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er viðtað um ferðir hennar síðastliðinn miðvikudag. Meira »

Blóð úr ófæddum tvíbura

Í gær, 22:15 Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan. Meira »

Móttaka nýs Herjólfs: Myndasyrpa

Í gær, 21:22 Tekið var á móti nýjum Herjólfi við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson afhenti Vestmannaeyingum nýja ferju og Katrín Jakobsdóttir nefndi hana formlega. Meira »

Að öðlast heyrn og mannréttindi

Í gær, 20:47 Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »

Þrír skiptu með sér lottópottinum

Í gær, 20:08 Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér sjöföldum lottópotti kvöldsins, sem hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir, og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna í vinning. Meira »

Fimm í bílveltu á Vesturlandi

Í gær, 19:55 Fimm manns voru í bíl sem valt á Snæfellsvegi skammt frá bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi á sjöunda tímanum í kvöld.  Meira »

Gekk upp og niður Esjuna í sólarhring

Í gær, 19:07 „Ég ligg bara og tek því mjög rólega. Ég stend eiginlega ekki í lappirnar ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Svanberg Halldórsson í samtali við mbl.is. Hann náði því ótrúlega afreki að ganga upp og niður Esjuna tólf sinnum í einum rykk og er því líklega íslandsmethafi í Esjugöngu. Meira »

Hvaða hlutverki gegnir þjóðkirkjan?

Í gær, 18:15 Þjóðkirkjan er stærst trúfélag á Íslandi og kemur að lífi margra á hverjum degi. Hlutverk hennar hefur breyst í gegnum árin. Hér verður hlutverk hennar í íslensku samfélagi skoðað frá mismunandi sjónarhornum. Meira »

Fjölmennt á torfærukeppni Bíladaga

Í gær, 17:50 Torfærukeppni Bíladaga á Akureyri stendur nú yfir á þessari árlegu hátíð sem haldin er um helgina. Mikill fjöldi fólks er mættur til að horfa á ökumenn sýna listir sínar og er stemningin góð. Þór Þormar Pálsson var fljótastur í tímabraut og kom í mark á 46 sekúndum. Meira »

„Hér eru allir í skýjunum“

Í gær, 17:37 „Þetta var í alla staði frábær dagur. Við fengum hér stútfulla hafnarstétt af fólki, athöfnin sjálf var frábær og hér eru allir í skýjunum,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, um móttöku skipsins í samtali við mbl.is. Meira »

Ríkisvæðingarstefna dauðans

Í gær, 16:30 Bæklunarsérfræðingarnir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson, sem einnig er lögfræðingur, eru afar ósáttir við nýja heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðherra. Ekkert samráð var haft við sérfræðinga og segja þeir ógerlegt að færa allar aðgerðir inn á spítalana. Meira »

Fékk sér Billie Eilish-tattú

Í gær, 16:10 Allt bendir til þess að Birta Líf Bjarkadóttir sé helsti aðdáandi poppstjörnunnar bandarísku Billie Eilish hér á landi. Vitnisburður um það er nýja húðflúrið hennar Birtu, sem er mynd af Billie. Meira »

300 hlupu kvennahlaup á Akureyri

Í gær, 15:30 Kvennahlaupið fór fram í þrítugasta sinn í blíðskaparveðri um allt land, en frábær þátttaka var í hlaupinu og talið er að 10.000 konur hafi tekið þátt í því á yfir 80 stöðum um land allt og víða erlendis. Meira »

Fjárlaganefnd bara að „bora í nefið“

Í gær, 14:43 Á meðan þingið bíður eftir að fjármálaáætlun komi frá fjárlaganefnd bíður fjárlaganefnd eftir gögnum frá fjármálaráðuneytinu til að vinna úr. Nefndin er í „algerri biðstöðu,“ segir Björn Leví Pírati. Meira »

Rigningin stoppaði stutt við

Í gær, 14:17 Þau tíðindi urðu á öðrum tímanum í dag að regnskúr gerði á höfuðborgarsvæðinu. Rigningin stoppaði þó stutt við en ekki hefur rignt að ráði undanfarnar vikur. Meira »

Hefur verið á göngu síðan átta í gær

Í gær, 13:00 Einar Hansberg Árnason hefur gengið 50 kílómetra síðan klukkan átta í gærkvöldi. Hann á 50 kílómetra fram undan. Hann er í sérstöku þyngdarvesti og stoppar á tveggja tíma fresti og tekur æfingu. Meira »

Eðlilegt að E. coli greinist í kjöti

Í gær, 12:56 „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eðlilegt því E. coli er í þarmaflóru nautgripa og sauðfjár og hluti þeirra getur borið shigatoxín,“ segir Dóra Gunnardóttir, forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar, spurð hvort það hafi komið á óvart að shigatoxínmyndandi E.coli (STEC) hafi fundist í kjöti á markaði. Meira »

Sáu Herjólf leggjast að bryggju

Í gær, 11:59 Hópur fólks fylgdist með nýjum og glæsilegum Herjólfi leggjast að bryggju í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.  Meira »
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...