Rukki vegfarendur í skjóli óvissu

Gjaldtaka hófst að nýju við Hraunfossa í dag.
Gjaldtaka hófst að nýju við Hraunfossa í dag. Ljósmynd/Kristrún Snorradóttir

Gjaldheimtumenn voru enn að störfum á bílastæði Hraunfossa nú undir kvöld þegar veitingastaðnum Hraunfossum var lokað. Þetta segir Kristrún Snorradóttir, sem rekur veitingastaðinn, en upplýst var um það á Facebook-síðu staðarins fyrr í dag að gjaldtaka væri hafin að nýju.

Þúsund krónur voru heimtar á staðnum fyrir hvern einkabíl, en bílnúmer hópferðabíla voru skrifuð niður.

Talsvert var rætt um gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa í haust, en lögregla hindraði að lokum gjaldheimtuna að beiðni Vegagerðarinnar í ljósi þess að gjaldtakan leiddi af sér ólögmæta hindrun á þjóðveginum sem liggur að bílastæðinu. 

Einnig taldi löreglustjórinn á Vesturlandi að aðstæður vegna gjaldtökunnar væru með þeim hætti að hætta skapaðist við þjóðveginn og ekki yrði við unað.

„Þeir rukkuðu í haust í þrjá eða fjóra daga þar til þeir voru stoppaðir. Síðan hefur ekkert sést til þeirra í vetur þar til í morgun þegar fólk mætti til vinnu,“ segir Kristrún.

Margir ökumenn neituðu að greiða gjaldið

Aðspurð segir Kristrún að ekki hafi komið fram skýringar á því af hverju gjaldtaka hafi hafist að nýju á þessum tímapunkti, í ljósi þess að ekki hafi borið á henni í vetur. Félagið H-Foss er leigutaki við Hraunfossa og stóð fyrir gjaldtökunni í haust.

„Sá sem er í forsvari fyrir þá var þarna í morgun. Hann sagði að þeirra lögfræðingur teldi þá hafa lagalegan rétt til að rukka fyrir bílastæðin og að þeir muni gera það svo lengi sem þeir standi í trú um að þeir séu í rétti til þess,“ segir hún.

Talsverð umferð hópferða- og einkabíla var við Hraunfossa í dag að sögn Kristrúnar. Aðspurð segir hún marga hafa farið að þeim ráðum sem veitingastaðurinn Hraunfossar lögðu til í færslu sinni í dag, að hundsa gjaldtökuna og „láta reyna á óvissuna í málinu“. Í þeim hópi hafi til dæmis verið fólk sem haldi úti skipulögðum ferðum við Hraunfossa og þekki málið frá því í haust.

„Það hafa alls ekki allir borgað, þeirra á meðal eru líka erlendir ferðamenn sem hafa mætt á svæðið. Þeir þóttust vita að það væri ekki gjaldskylda og spurðu einfaldlega hvað myndi gerast ef þeir borguðu ekki. Þessir menn eru ekki með sektarheimild, fólk leggur bara og það er ekkert meira gert í því,“ segir hún.

Lögregla tók skýrslu af gjaldheimtumönnunum

Kristrún segir að lögregla hafi verið kölluð að Hraunfossum í dag í ljósi þess að nákvæmlega sömu aðstæður væru uppi og urðu þess valdandi að gjaldheimtan var hindruð í haust.

„Þetta var stoppað í haust vegna hættu af því að rútur og bílar þurftu að stoppa hér uppi á vegi. Við töldum að það sama gæti gerst, kölluðum lögreglu til og hún tók skýrslu. Síðan skilst mér að ákvörðun verði tekin um framhaldið á morgun, hvort þeir stoppi þetta aftur af sömu ástæðum og síðast eða ekki,“ segir Kristrún.

Kristrún segir að enn ríki lagaleg óvissa um hvort gjaldheimtan standist. „Það á eftir að klára þetta í kerfinu og á meðan segjast þeir njóta vafans og rukka á meðan. Maður skyldi ætla að fólkið sem kemur á svæðið ætti að njóta vafans ef það er ekki víst að þetta sé löglegt. Það er einkennilegt að menn fái að komast upp með að hafa peninga af fólki og gera það í skjóli óvissu um málið,“ segir hún.

mbl.is

Innlent »

Boðar lækkun tekjuskatts

17:53 Unnið hefur verið að því um langt skeið að útfæra leiðir til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins að ná saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafana. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um mögulega aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum. Meira »

Áreitti og sendi „ógeðslegar typpamyndir“

17:07 Landsréttur hefur staðfest þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm yfir karlmanni fyrir að áreita konu með dónalegum smáskilaboðum. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, bauð konunni meðal annars pening í skiptum fyrir kynlíf og sendi henni þrjár typpamyndir. Meira »

Tólf aðstoðarsáttasemjarar tilnefndir

16:54 Ríkissáttasemjari hefur tilnefnt hóp aðstoðarsáttasemjara sem koma til með að aðstoða ríkissáttasemjara og aðstoðarríkissáttasemjara, sem aðeins hefur verið einn hingað til, í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Meira »

Skora á ráðuneyti að bregðast við

16:19 Hjúkrunarráð Landspítala skorar á heilbrigðisyfirvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í áskorun sem hjúkrunarráð sendi heilbrigðisráðuneyti í gær. Meira »

Pattstaða í fatasöfnun yfir jólin

16:00 „Allt þetta hökt í keðjunni hafði mikil áhrif. Við gátum ekki annað öllu sem okkur barst, en við erum að ná þessu upp aftur og fólk þarf ekki að óttast að ekki verði tekið við fötum í Sorpu um helgina,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins. Meira »

Skoða aðstæður barnshafandi á landsbyggðinni

15:56 Félags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu á ríkisstjórnarfundi í morgun áform um skoða í sameiningu breytingar til að styðja betur við barnshafandi konur á landsbyggðinni og fjölskyldur þeirra. Meira »

Greiðir fyrir beinu flugi milli Íslands og Japans

15:28 Sendinefnd utanríkisráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fundaði með fulltrúum samgönguráðuneytis Japans í Tókýó í gær um gagnkvæm loftferðasamskipti. Meira »

Flugvirkjar semja við Bluebird

14:53 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Bluebird undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á öðrum tímanum í dag samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara. Meira »

Mikill meirihluti vill seinkun klukku

14:48 Rúm 63% Íslendinga eru hlynnt því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er, en rúm 36% vilja óbreytta stöðu klukkunnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Meira »

Landsréttur staðfestir dóm yfir Cairo

14:11 Sextán ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Khaled Cairo, sem varð Sanitu Brauna að bana í íbúð við Hagamel í september árið 2017, hefur verið staðfestur af Landsrétti. Cairo mun una niðurstöðu Landsréttar. Meira »

Vatnsmýri verði 102 Reykjavík

13:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að þess verði farið á leit við póstnúmeranefnd Íslandspósts að Vatnsmýri fái póstnúmerið 102. Íbúar í Skerjafirði eru mótfallnir breytingunni og segja að íbúðaverð muni lækka við póstnúmerabreytinguna. Meira »

Meðferð Hjartar Elíasar gengur vel

13:45 „Það gengur vel með Hjört sem lauk krabbameinsmeðferð þegar hann útskrifaðist frá Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en hann þarf enn að taka krabbameinslyf. Hjörtur fór í jáeindaskanna í dag [í gær] og það kemur í ljós næstu daga hvort hann sé læknaður af krabbameininu,“ segir móðir hans. Meira »

Nauðungarvistun litlar skorður settar

13:38 Sérfræðinefnd Evrópuráðsins hefur ítrekað farið fram á endurbætur á lögræðislögum Íslands, en það er ekkert í íslenskum lögum sem kemur í veg fyrir að saga Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, endurtaki sig. Meira »

Umræðan drifin áfram af tilfinningu

13:37 Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra er ekki kunnugt um að nokkrum stað hafi verið gerður jafn ítarlegur gagnagrunnur um tekjur íbúa en nú er til um Íslendinga. Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi í dag vegna nýs vefs þar sem hægt er að skoða tekjuþróun Íslendinga 1991 til 2017. Meira »

Fleiri hjónabönd og færri skilnaðir

13:30 Alls gengu 3.979 einstaklingar í hjónaband á síðasta ári en 1.276 skildu, samkvæmt skráningu í Þjóðskrá Íslands.  Meira »

Vantaði innsýn þeirra sem hafa reynslu

13:07 Notendasamtökin Hugarafl segja að það hafi vantað innsýn einstaklinga með persónulega reynslu af því öngstræti sem það er að vilja ekki lifa lengur, í umtöluðu Kastljósviðtali vegna ummæla Öldu Karenar Hjaltalín um geðheilbrigðismál á þriðjudag. Meira »

Réðst á mann með skefti af álskóflu

13:06 Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 275 þúsund króna í miskabætur fyrir líkamsárás. Meira »

Fullyrðingarnar ósannaðar

12:27 Neytendastofa hefur bannað fyrirtækinu Törutrix ehf. að fullyrða í auglýsingu að varan Golden Goddess vinni gegn bólum, minnki fínar hrukkur og styrki húðina. Neytendastofa telur að fullyrðingarnar séu ósannaðar. Meira »

Hægt að árangursmæla stjórnvöld

12:12 „Hann býður upp á ótrúleg tækifæri til þess að taka góðar ákvarðanir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is um nýjan gagnagrunn stjórnvalda um tekjur landsmanna. Þá segir hún gagnagrunninn gera stjórnvöldum kleift að meta félagslegan hreyfanleika á Íslandi. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...
Cherokee hjólbarðar óskast
Óska eftir hjólbörðum fyrir Grand Cherokee stærð 225/75/16R eða 236/70/16R Uppl...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...