Rukki vegfarendur í skjóli óvissu

Gjaldtaka hófst að nýju við Hraunfossa í dag.
Gjaldtaka hófst að nýju við Hraunfossa í dag. Ljósmynd/Kristrún Snorradóttir

Gjaldheimtumenn voru enn að störfum á bílastæði Hraunfossa nú undir kvöld þegar veitingastaðnum Hraunfossum var lokað. Þetta segir Kristrún Snorradóttir, sem rekur veitingastaðinn, en upplýst var um það á Facebook-síðu staðarins fyrr í dag að gjaldtaka væri hafin að nýju.

Þúsund krónur voru heimtar á staðnum fyrir hvern einkabíl, en bílnúmer hópferðabíla voru skrifuð niður.

Talsvert var rætt um gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa í haust, en lögregla hindraði að lokum gjaldheimtuna að beiðni Vegagerðarinnar í ljósi þess að gjaldtakan leiddi af sér ólögmæta hindrun á þjóðveginum sem liggur að bílastæðinu. 

Einnig taldi löreglustjórinn á Vesturlandi að aðstæður vegna gjaldtökunnar væru með þeim hætti að hætta skapaðist við þjóðveginn og ekki yrði við unað.

„Þeir rukkuðu í haust í þrjá eða fjóra daga þar til þeir voru stoppaðir. Síðan hefur ekkert sést til þeirra í vetur þar til í morgun þegar fólk mætti til vinnu,“ segir Kristrún.

Margir ökumenn neituðu að greiða gjaldið

Aðspurð segir Kristrún að ekki hafi komið fram skýringar á því af hverju gjaldtaka hafi hafist að nýju á þessum tímapunkti, í ljósi þess að ekki hafi borið á henni í vetur. Félagið H-Foss er leigutaki við Hraunfossa og stóð fyrir gjaldtökunni í haust.

„Sá sem er í forsvari fyrir þá var þarna í morgun. Hann sagði að þeirra lögfræðingur teldi þá hafa lagalegan rétt til að rukka fyrir bílastæðin og að þeir muni gera það svo lengi sem þeir standi í trú um að þeir séu í rétti til þess,“ segir hún.

Talsverð umferð hópferða- og einkabíla var við Hraunfossa í dag að sögn Kristrúnar. Aðspurð segir hún marga hafa farið að þeim ráðum sem veitingastaðurinn Hraunfossar lögðu til í færslu sinni í dag, að hundsa gjaldtökuna og „láta reyna á óvissuna í málinu“. Í þeim hópi hafi til dæmis verið fólk sem haldi úti skipulögðum ferðum við Hraunfossa og þekki málið frá því í haust.

„Það hafa alls ekki allir borgað, þeirra á meðal eru líka erlendir ferðamenn sem hafa mætt á svæðið. Þeir þóttust vita að það væri ekki gjaldskylda og spurðu einfaldlega hvað myndi gerast ef þeir borguðu ekki. Þessir menn eru ekki með sektarheimild, fólk leggur bara og það er ekkert meira gert í því,“ segir hún.

Lögregla tók skýrslu af gjaldheimtumönnunum

Kristrún segir að lögregla hafi verið kölluð að Hraunfossum í dag í ljósi þess að nákvæmlega sömu aðstæður væru uppi og urðu þess valdandi að gjaldheimtan var hindruð í haust.

„Þetta var stoppað í haust vegna hættu af því að rútur og bílar þurftu að stoppa hér uppi á vegi. Við töldum að það sama gæti gerst, kölluðum lögreglu til og hún tók skýrslu. Síðan skilst mér að ákvörðun verði tekin um framhaldið á morgun, hvort þeir stoppi þetta aftur af sömu ástæðum og síðast eða ekki,“ segir Kristrún.

Kristrún segir að enn ríki lagaleg óvissa um hvort gjaldheimtan standist. „Það á eftir að klára þetta í kerfinu og á meðan segjast þeir njóta vafans og rukka á meðan. Maður skyldi ætla að fólkið sem kemur á svæðið ætti að njóta vafans ef það er ekki víst að þetta sé löglegt. Það er einkennilegt að menn fái að komast upp með að hafa peninga af fólki og gera það í skjóli óvissu um málið,“ segir hún.

mbl.is

Innlent »

Sjálfstæðisfélag um fullveldismál tímabært?

09:31 Tímabært og nauðsynlegt kann að vera að stofna félag innan Sjálfstæðisflokksins um fullveldismál að mati Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram á vefsíðu hans. Meira »

Aukið lánsfé fyrir fleiri hópa

08:38 Stefano Stoppani, forstjóri Creditinfo, segir fleiri hópa samfélagsins nú geta fengið aðgang að lánsfé.  Meira »

6.261 hlotið ríkisborgararétt sl. tíu ár

08:33 6.261 erlendum ríkisborgara eða borgurum án ríkisfangs hefur verið veitt íslenskt ríkisfang undanfarin tíu ár. Rúmlega 72 prósent þeirra eru 18 ára og eldri. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Meira »

Liðum mismunað á grundvelli kyns

08:18 „Ég var búin að finna fyrir þessu á eigin skinni í öllum liðum sem ég hef æft með. Það er enn mikið um misrétti í knattspyrnu,“ segir Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og knattspyrnukona, sem rannsakaði hvort og hvernig knattspyrnufélög mismuni kynjunum þegar umgjörð er annars vegar. Meira »

Vægi ferðaþjónustu ofmetið

08:08 Samtök ferðaþjónustunnar telja að vægi ferðaþjónustu á íslenskum vinnumarkaði kunni að vera verulega ofmetið í fyrri áætlunum. Þetta má lesa úr greiningu Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem byggir á nýjum ferðaþjónustureikningum Hagstofu Íslands. Meira »

Lúpínan hefur lokið hlutverki sínu

07:57 Lúpína hefur nýst Landgræðslunni vel sem landgræðslujurt á stórum sandsvæðum. Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir þó að áður hafi þurft að leggja í heilmikinn kostnað við að friða svæðin og binda sandinn.. Meira »

Aukin nýting refsinga utan veggja fangelsa

07:37 „Við erum að sjá vinnu dómsmálaráðherra vera að skila sér en það mun auðvitað taka tíma að vinda ofan af þessum boðunarlistum sem eru uppsafnaður vandi,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, um fækkun fólks á boðunarlistum fangelsa hér á landi. Meira »

Vætusamt og svalt á Norður- og Austurlandi

06:59 Fremur hæg norðanátt ríkjandi í dag og því vætusamt og svalt á Norður- og Austurlandi. Skýjað framan af morgni suðvestanlands, en léttir síðan til þar með hita allt að 17 stigum að deginum þegar best lætur. Meira »

Lét öllum illum látum og endaði í klefa

05:53 Beiðni um aðstoð barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skömmu fyrir miðnætti í gær vegna ferðamanns sem lét öllum illum látum á gistiheimili í miðborginni. Maðurinn brást illa við afskiptum lögreglu og veitti harða mótspyrnu við handtöku. Meira »

Skipulagsmál í höfn

05:30 Skipulagsstofnun gerir aðeins minniháttar tæknilegar athugasemdir við drög að deiliskipulagi fyrir Hvalárvirkjun á Ströndum sem Árneshreppur gerir. Meira »

Færri umsóknir um alþjóðlega vernd

05:30 Þótt aðeins þrír íraskir flóttamenn hafi óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi í júlímánuði eru Írakar fjölmennasti hópur flóttamanna það sem af er ári. Alls hefur 71 Íraki sótt um vernd hér á landi fyrstu sjö mánuði ársins. Meira »

Minna um biðlista á landsbyggðinni

05:30 Betur virðist ganga að finna starfsfólk á frístundaheimili landsbyggðarinnar en Reykjavíkur. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að enn ætti eftir að manna stöður á frístundaheimilum í Reykjavík en vonast er til þess að vandamálið verði leyst bráðlega. . Meira »

Borgin semur við Borg um borðið

05:30 Trésmiðjan Borg ehf. á Sauðárkróki mun smíða nýtt borð í borgarstjórnarsal Ráðhússins. Gengið var frá samningum í fyrradag.   Meira »

Áhættumat ekki á vetur setjandi

05:30 Áhættumat Hafrannsóknastofnunar vegna slysasleppinga á eldislaxi sætir harðri gagnrýni í skýrslu Laxa fiskeldis ehf. um aukningu á heimildum til laxeldis í sjókvíum í Reyðarfirði. Meira »

Ný göng yrðu lengri

05:30 Gangaleið með tvístefnuumferð er langhagkvæmasti kostur tvöföldunar Hvalfjarðarganga. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sérfræðinga Vegagerðarinnar og Mannvits. Meira »

Dálítil rigning í kortunum

Í gær, 23:33 Dálítil rigning eða súld verður í flestum landshlutum næsta sólarhringinn, en úrkomulítið á Suðvesturlandi. Gera má ráð fyrir norðaustanátt, 8-13 metrum á sekúndu, á Vestfjörðum, en annars hægari vindi. Meira »

Góðir hlustendur og sálfræðingar

Í gær, 21:50 Rakarastofa Björns og Kjartans á Selfossi fagnar 70 ára afmæli í dag og verður boðið upp á kaffi og meðlæti í tilefni dagsins. Í haust verður svo afmælispartí. „Þá gerum við afa góð skil,“ segir Kjartan Björnsson hárskeri, einn fjögurra bræðra. Meira »

Nota stór orð til að „dreifa athyglinni“

Í gær, 20:58 Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það fjarri sannleikanum að fulltrúar flokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur hafi sett á svið „eitthvert leikrit“ þegar þeir gengu af fundi ráðsins í morgun. Meira »

Íhuga nýja málsókn gegn veiðiþjófum

Í gær, 20:44 „Veiðifélagið íhugar það alvarlega að fara í einkamál við þessa þjófa. Sérstaklega á grundvelli þess að þeir hafa nú þegar verið sakfelldir fyrir þjófnað,“ segir formaður veiðifélags Þverár og Kjarrár. Veiðiþjófar sem játuðu sök fyrir dómi voru sýknaðir af skaðabótakröfum og þurftu einungis að greiða 50 þúsund króna sekt. Landssamband veiðifélaga vill að refsirammi slíkra brota verði hækkaður. Meira »
Max
...
Bosch þvottavél til sölu
Góð Bosch þvottavél er til sölu í 108 Reykjavík. Verð: 20.000 kr. Hafið samb...
Ukulele
...
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Skrifstofuhúsnæði til leigu að Smiðjuvegi 3. Hentugt fyrir allt að 6 starfsmenn...