Segja Íbúðalánasjóði veittar of víðtækar heimildir

Samtök atvinnulífsins gera alvarlegar athugasemdir við útvíkun Íbúðalánasjóðs á sviði …
Samtök atvinnulífsins gera alvarlegar athugasemdir við útvíkun Íbúðalánasjóðs á sviði greiningar og stefnumörkunar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Samtök atvinnulífsins gera alvarlegar athugasemdir við útvíkkun Íbúðalánasjóðs á sviði greiningar og stefnumörkunar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögn SA við frumvarpi um húsnæðismál sem nú liggur fyrir Alþingi.

Með frumvarpinu er ætlað að útvíkka hlutverk Íbúðalánasjóðs á sviði greininga- og stefnumörkunar, „en látið vera að taka afstöðu til framtíðarhlutverks sjóðsins þegar kemur að lánaviðskiptum,“ að því er segir í fréttatilkynningu SA. Engar haldbærar ástæður séu hins vegar fyrir því að Íbúðalánasjóður sinni þessu hlutverki, þar sem fjölmargir aðilar gefi reglulega út greiningar á húsnæðismarkaði og sinni því hlutverki vel.

„Það dragi einnig úr trúverðugleika stofnunarinnar að henni sé nú samtímis ætlað að vera ráðherra til ráðgjafar um mótun húsnæðisstefnu og stunda lánaviðskipti í samkeppni við banka og lífeyrissjóði. Auk þess séu stofnuninni veittar alltof víðtækar heimildir til að afla ýmiss konar upplýsinga og gagna frá öðrum stofnunum sem standist vart lög,“ að mati SA.

Samtökin leggi frekar áherslu á að frekar verði haldið áfram með þá vinnu að endurskoða starfsemi Íbúðalánasjóðs í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert