Aðeins sveitarstjórn getur fengið íbúalista

Frá Gjögri í Árneshreppi.
Frá Gjögri í Árneshreppi. mbl.is/Golli

Þjóðskrá Íslands stefnir að því að ljúka skoðun sinni á óvenju miklum lögheimilisflutningum í Árneshrepp í kringum næstu helgi. Kjörskráin barst sveitarstjórn Árneshrepps í gær og verður lögð fram á fundi hennar klukkan 16 í dag, tíu dögum fyrir kjördag, eins og lög gera ráð fyrir. 17-18 manns fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp á tveggja vikna tímabili frá því í lok apríl og þar til í byrjun maí. Vakti þetta eftirtekt við eftirlit Þjóðskrár og í kjölfarið var ákveðið að skoða þessa flutninga, sem eru hlutfallslega miklir í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins, nánar. Fékk stofnunin m.a. aðstoð lögreglu við að afla gagna. 

Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnasýslusviðs Þjóðskrár Íslands, segist ekki eiga von á því að athugun stofnunarinnar á lögheimilisflutningunum í Árneshreppi verði lokið fyrir fund hreppsnefndar í dag. „Við erum að keppast við að safna gögnum og kalla eftir frekari upplýsingum,“ segir hún, „en við eigum von á að klára þetta öðru hvoru megin við helgina.“ Ástríður segir að hvert og eitt mál sé skoðað sérstaklega.

Hægt að breyta kjörskrá fram á kjördag

Í lögum um kosningar til sveitarstjórna segir að á kjörskrá séu þeir sem skráðir voru með lögheimili í sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag. Kjörskrána þarf að staðfesta á fundi sveitarstjórnar og verður hún að vera undirrituð af oddvita eða framkvæmdastjóra hennar.  Sveitarstjórn skal, lögum samkvæmt, taka til meðferðar athugasemdir sem henni berast vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar. Slíka leiðréttingu má gera fram á kjördag.

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.

„Ef við gefum okkur að ákvarðanir Þjóðskrár myndu hafa áhrif á kjörskrá þá er það sveitarstjórna að taka afstöðu til þess,“ útskýrir Ástríður. Tíu dögum fyrir kjördag þarf kjörskrá að liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu sveitarstjórnar eða á „öðrum hentugum stað“ eins og það er orðað í 9. gr. laganna. Sá frestur rennur út í dag.

Ástríði er ekki kunnugt um hvort einhverjir þeirra sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum hafi dregið þann flutning til baka, þ.e. skipt aftur um lögheimili. „Athugun stofnunarinnar lítur eingöngu að flutningum á þessu tiltekna tímabili en fólk getur auðvitað breytt sinni lögheimilisskráningu með auðveldum hætti. En þetta hef ég ekkert skoðað sérstaklega enda hefur það ekki áhrif á þau mál sem eru til athugunar hjá okkur núna.“

„Það kemur þér ekki við“

Á fundi hreppsnefndar Árneshrepps í gær var m.a. rætt hvernig listi með nöfnum þeirra sem Þjóðskrá hefur nú til skoðunar komst í hendur Kristins H. Gunnarssonar, fyrrverandi þingmanns, sem birti hann á bloggsíðu sinni fyrir helgi. Enginn hreppsnefndarmanna kannast við að hafa afhent Kristni listann.

Mbl.is leitaði svara hjá Kristni um hvaðan hann hefði listann. „Það kemur þér ekkert við,“ svaraði hann. Sagði hann „alveg augljóst mál“ að þeir sem væru að flytja lögheimili sitt í Árneshrepp væru að gera það í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að fyrirhuguð Hvalárvirkjun, sem hart er deilt um í hreppnum, verði að veruleika. „Og það er mjög óeðlilegur tilgangur.“

Margir hafa aðgang að Þjóðskrá að hluta

Spurð út í birtingu nafnalista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp svarar Ástríður: „Það er í raun enginn sem getur fengið svona lista sendan frá okkur. Sveitarfélög fá íbúaskrá senda 1. desember ár hvert og geta fengið svo fengið hana senda þegar þau óska eftir því. En stofnunin sendir ekki út lista yfir einstaklinga eða hagi þeirra með almennum leiðum.“

Hún segir að hins vegar verði að hafa í huga að margir, m.a. fyrirtæki og stofnanir, hafi ákveðinn aðgang að Þjóðskrá. Í gegnum slíkan aðgang sé m.a. hægt að leita eftir nafni viðkomandi eða heimilisfangi. Þar er þó ekki hægt að nálgast upplýsingar um hvenær viðkomandi flutti sitt lögheimili. „Þjóðskrá Íslands hefur ekki sent neina nafnalista til óviðkomandi út,“ segir Ástríður, „hvorki í þessu máli né öðrum.“

mbl.is

Innlent »

Leiguverð hækkaði 46% á Suðurnesjum

11:16 Þegar leiguverð í desember 2017 er borið saman við leiguverð í desember 2018 sést 7,8% hækkun. Mesta breytingin var á leiguverði tveggja herbergja íbúða á Suðurnesjum, en það hækkaði um 46% á þessum tíma, samkvæmt Hagsjá Landsbankans. Meira »

Ákærður fyrir hrottalega árás á Akureyri

11:11 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot, fyrir að hafa stungið annan mann ítrekað í höfuð og búk fyrir utan Arion banka á Akureyri 3. nóvember síðastliðinn. Meira »

Rafvirkja bannað að auglýsa á Facebook

10:57 Ísland vaknar fékk upplýsingar um að fulltrúar Mannvirkjastofnunar hefðu haft samband við útlærðan rafvirkja og bannað honum að auglýsa þjónustu sína á síðunni „Vinna með litlum fyrirvara“ á Facebook. Meira »

Kostnaður af málaferlum 47 milljónir

10:39 Kostnaður ríkisins af málaferlum vegna synjana á heimildum til innflutnings á fersku kjöti fyrir innlendum og alþjóðlegum dómstólum hefur numið um 47 milljónum króna, að málskostnaði og skaðabótum meðtöldum. Meira »

Reyndi að komast undan lögreglu

10:15 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á dögunum ökumann sem grunaður er um vímuefnaakstur. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, gaf í og reyndi að komast undan. Veita þurfti honum eftirför alllanga vegalengd áður en bifreiðin hafnaði á umferðarmerki með þeim afleiðingum að afturhjól hennar brotnaði af henni. Meira »

Brjóstamyndir Gunnlaugs inni í geymslu

10:10 „Það blikka ákveðin viðvörunarljós þegar við finnum að fólki er misboðið við það sem við köllum klassískt myndmál. Þá finnst okkur við vera farin að færast í átt að einhverju sem gæti kallast ritskoðun,“ sagði Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands. Meira »

Vinna átakshóps um húsnæði kynnt í dag

09:07 Átakshópur stjórnvalda um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði mun kynna niðurstöður sínar á blaðamannafundi í Hannesarholti kl. 14 í dag. Meira »

Vilja lagalega „handbremsu“ á olíuleit

08:52 Allar hugmyndir um frekari olíuleit við Íslandsstrendur verða frystar þar til sigur hefur unnist í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, samkvæmt nýju frumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi, af fjórum þingmönnum VG. Meira »

Hekla og Aron voru vinsælustu nöfnin

08:18 Hekla var það nafn sem flestum stúlkubörnum var gefið í fyrra og flestum drengjum var gefið nafnið Aron. Þetta kemur fram í yfirliti á vefsíðu Þjóðskrár yfir vinsælustu nafngjafir síðasta árs. Meira »

Verða sýndar á Safnanótt

07:57 Seðlabanki Íslands mun efna til sýningar á listaverkum sínum á Safnanótt, 8. febrúar næstkomandi, þeirra á meðal brjóstamyndum Gunnlaugs Blöndal sem teknar voru niður á skrifstofu eins starfsmanns, að beiðni undirmanna hans. Meira »

Sólardagurinn er á næstu grösum

07:37 Liðinn var í gær réttur mánuður frá vetrarsólstöðum, þ.e. þegar sólin var lægst á lofti hinn 21. desember síðastliðinn.  Meira »

Verið að ryðja íbúðagötur

07:08 Verið er að hreinsa íbúðagötur í hverfum borgarinnar en unnið hefur verið að mokstri og hreinsun á götum og stígum Reykjavíkur frá því í nótt. Talsvert bætti í snjó í nótt en þar sem mun kaldara er í veðri í dag en í gærmorgun er hreinsunarstarfið auðveldara. Meira »

Lægðardrag væntanlegt

06:55 Ekki er von á neinum hlýindakafla á næstunni en á fimmtudag gengur lægðardrag upp að landinu og fer þá að snjóa, fyrst sunnan og vestan til og hlýnar heldur í bili. Meira »

Réðust á hótelstarfsmann

05:51 Lögreglan handtók mann í mjög annarlegu ástandi í hverfi 101 á fjórða tímanum í nótt en hann hafði ásamt tveimur öðrum ráðist á starfsmann hótels og stolið áfengisflösku. Maðurinn er vistaður í fangageymslu lögreglu. Meira »

2,4 milljarðar umbúða endurunnir

05:30 Endurvinnslan hefur tekið við 2,4 milljörðum eininga af einnota drykkjarvöruumbúðum á þeim tæplega 30 árum sem fyrirtækið hefur verið starfandi. Meira »

470 km skilja þau að

05:30 Hjalti Skaptason fór með eiginkonu sinni til 35 ára, Jónínu Þorsteinsdóttur Arndal, með áætlunarflugi til Húsavíkur í gærmorgun þar sem hún mun dvelja í hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili á Húsavík. Meira »

Telur bráðvanta öldrunargeðdeild

05:30 „Þegar kemur að sjúkrahúsþjónustu við eldra fólk þá bráðvantar öldrunargeðdeild. Eldra fólk með geðrænan vanda er í mjög viðkvæmri stöðu.“ Meira »

Vilja íbúakosningu um Elliðaárdal

05:30 Hollvinasamtök Elliðaárdals ætla að knýja fram íbúakosningu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73. Meira »

Teigsskógarleið líklegri

05:30 Ráðherra samgöngumála, Sigurður Ingi Jóhannsson, og fulltrúar Vegagerðarinnar funduðu í gær með fulltrúum sveitarstjórna Reykhólahrepps, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps um vegamálin. Meira »
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 25 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós inna...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...