Aðeins sveitarstjórn getur fengið íbúalista

Frá Gjögri í Árneshreppi.
Frá Gjögri í Árneshreppi. mbl.is/Golli

Þjóðskrá Íslands stefnir að því að ljúka skoðun sinni á óvenju miklum lögheimilisflutningum í Árneshrepp í kringum næstu helgi. Kjörskráin barst sveitarstjórn Árneshrepps í gær og verður lögð fram á fundi hennar klukkan 16 í dag, tíu dögum fyrir kjördag, eins og lög gera ráð fyrir. 17-18 manns fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp á tveggja vikna tímabili frá því í lok apríl og þar til í byrjun maí. Vakti þetta eftirtekt við eftirlit Þjóðskrár og í kjölfarið var ákveðið að skoða þessa flutninga, sem eru hlutfallslega miklir í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins, nánar. Fékk stofnunin m.a. aðstoð lögreglu við að afla gagna. 

Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnasýslusviðs Þjóðskrár Íslands, segist ekki eiga von á því að athugun stofnunarinnar á lögheimilisflutningunum í Árneshreppi verði lokið fyrir fund hreppsnefndar í dag. „Við erum að keppast við að safna gögnum og kalla eftir frekari upplýsingum,“ segir hún, „en við eigum von á að klára þetta öðru hvoru megin við helgina.“ Ástríður segir að hvert og eitt mál sé skoðað sérstaklega.

Hægt að breyta kjörskrá fram á kjördag

Í lögum um kosningar til sveitarstjórna segir að á kjörskrá séu þeir sem skráðir voru með lögheimili í sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag. Kjörskrána þarf að staðfesta á fundi sveitarstjórnar og verður hún að vera undirrituð af oddvita eða framkvæmdastjóra hennar.  Sveitarstjórn skal, lögum samkvæmt, taka til meðferðar athugasemdir sem henni berast vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar. Slíka leiðréttingu má gera fram á kjördag.

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.

„Ef við gefum okkur að ákvarðanir Þjóðskrár myndu hafa áhrif á kjörskrá þá er það sveitarstjórna að taka afstöðu til þess,“ útskýrir Ástríður. Tíu dögum fyrir kjördag þarf kjörskrá að liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu sveitarstjórnar eða á „öðrum hentugum stað“ eins og það er orðað í 9. gr. laganna. Sá frestur rennur út í dag.

Ástríði er ekki kunnugt um hvort einhverjir þeirra sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum hafi dregið þann flutning til baka, þ.e. skipt aftur um lögheimili. „Athugun stofnunarinnar lítur eingöngu að flutningum á þessu tiltekna tímabili en fólk getur auðvitað breytt sinni lögheimilisskráningu með auðveldum hætti. En þetta hef ég ekkert skoðað sérstaklega enda hefur það ekki áhrif á þau mál sem eru til athugunar hjá okkur núna.“

„Það kemur þér ekki við“

Á fundi hreppsnefndar Árneshrepps í gær var m.a. rætt hvernig listi með nöfnum þeirra sem Þjóðskrá hefur nú til skoðunar komst í hendur Kristins H. Gunnarssonar, fyrrverandi þingmanns, sem birti hann á bloggsíðu sinni fyrir helgi. Enginn hreppsnefndarmanna kannast við að hafa afhent Kristni listann.

Mbl.is leitaði svara hjá Kristni um hvaðan hann hefði listann. „Það kemur þér ekkert við,“ svaraði hann. Sagði hann „alveg augljóst mál“ að þeir sem væru að flytja lögheimili sitt í Árneshrepp væru að gera það í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að fyrirhuguð Hvalárvirkjun, sem hart er deilt um í hreppnum, verði að veruleika. „Og það er mjög óeðlilegur tilgangur.“

Margir hafa aðgang að Þjóðskrá að hluta

Spurð út í birtingu nafnalista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp svarar Ástríður: „Það er í raun enginn sem getur fengið svona lista sendan frá okkur. Sveitarfélög fá íbúaskrá senda 1. desember ár hvert og geta fengið svo fengið hana senda þegar þau óska eftir því. En stofnunin sendir ekki út lista yfir einstaklinga eða hagi þeirra með almennum leiðum.“

Hún segir að hins vegar verði að hafa í huga að margir, m.a. fyrirtæki og stofnanir, hafi ákveðinn aðgang að Þjóðskrá. Í gegnum slíkan aðgang sé m.a. hægt að leita eftir nafni viðkomandi eða heimilisfangi. Þar er þó ekki hægt að nálgast upplýsingar um hvenær viðkomandi flutti sitt lögheimili. „Þjóðskrá Íslands hefur ekki sent neina nafnalista til óviðkomandi út,“ segir Ástríður, „hvorki í þessu máli né öðrum.“

mbl.is

Innlent »

Gul viðvörun víða um land

08:59 Gul viðvörun er í gildi víða um land, en 980 mb lægð er stödd úti fyrir Húnaflóa og í nótt var suðvestan hvassviðri eða stormur á landinu. Þessu hafa fylgt miklar rigningar, en búast má við að það snjói á fjallvegum norðvestan til og norðan til á landinu. Meira »

Stúlkurnar eru fundnar

07:40 Stúlk­urn­ar þrjár sem lög­regl­an lýsti eft­ir seint í gær­kvöld eru komn­ar í leitin­ar. Lög­regl­an á Suður­landi til­kynnti það á face­booksíðu sinni klukk­an fimm í nótt að þær væru komn­ar fram. Meira »

Ók bíl inn verslun og stakk af

07:36 Um ellefuleytið í gærkvöldi var bifreið ekið inn í verslun í Breiðholti. Engan sakaði en ökumaðurinn lét sig hverfa af vettvangi. Þegar lögreglan hafði samband við eiganda bifreiðarinnar þá kom hann af fjöllum og hafði ekki áttað sig á því að bifreiðin hafði verið tekin ófrjálsri hendi. Meira »

Tvær loðnuvertíðir gætu verið í uppnámi

06:48 Þrátt fyrir að loðnuleiðangur í síðasta mánuði hafi verið umfangsmeiri heldur en í áratugi var niðurstaðan sú að lítið fannst af loðnu. Eins og staðan er núna verður ekki gefinn út loðnukvóti fyrir vertíðina, sem annars hefði átt að byrja í janúar. Meira »

Lögregla lýsir eftir þremur stúlkum

00:47 Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir þremur stúlkum sem allar eru á 16. aldursári, en þær fóru frá heimilum sínum á Selfossi í gærkvöldi. Heita þær Ísabella Máney Grétarsdóttir, Andrea Ósk Waagfjörð og Hrafnhildur Malen Lýðsdóttir. Meira »

„Markmiðið að engin kveiki í geitinni“

Í gær, 21:50 „Aðallega þykir okkur vænt um jólageitina og þetta er náttúrulega dýr búnaður, jólaseríur og fleira,“ segir Gunnlaugur Fannar Jónsson, öryggisstjóri IKEA, í við fyrirspurn mbl.is um nauðsyn sólarhringsvöktunar við hina margfrægu jólageit IKEA við Kauptún í Garðabæ. Meira »

Japönsk kvikmynd þótti of dónaleg

Í gær, 20:37 Það er margt sem saga kláms á Íslandi á sameiginlegt með sögu kláms annars staðar í heiminum, en af því var minna framleitt hér á landi en víða annars staðar. Þetta segir Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins. Meira »

Stefnir í tvöfaldan lottópott

Í gær, 19:51 Eng­inn var með fyrsta vinn­ing í Lottó í kvöld og stefn­ir því í tvö­fald­an pott í næstu viku. Tveir deildu hins vegar með sér öðrum vinningi og hljóta þeir 158 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var í áskrift en hinn var keyptur í verslun 10-11 á Laugaveginum. Meira »

Harðkjarnarokk fær nýjan samastað

Í gær, 19:45 Aðdáendur þungarokks á Íslandi geta bráðlega ekki lengur svalað þorsta sínum í málm- og harðkjarnarokk á Rás 2. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að taka eina þungarokksþátt landsins, Dordingul, úr loftinu og færa hann alfarið á veraldarvefinn. Meira »

Í varðhaldi vegna vinnumansals

Í gær, 19:21 Erlendur maður hefur verið í gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð vegna gruns um að hann hafi stundað vinnumansal, að því er fram kom í fréttum RÚV í kvöld. Er maðurinn, sem er pakistanskur, talinn hafa flutt tugi manna til Íslands yfir um tveggja ára skeið og suma þeirra á fölsuðum skilríkjum. Meira »

Skeytingarleysi er ekki valkostur

Í gær, 18:40 „Virðing og skilningur þarf alltaf að vera leiðarljós í aðstoð við fólk sem stendur höllum fæti,“ segir segir formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Félagsráðgjafar lásu sögur skjólstæðinga sinna og vilja að stjórnvöld og aðrir styðji fátækt fólk með félagslegum umbótum. Meira »

„Töluvert mikið álag á spítalanum“

Í gær, 18:25 Það er viðvarandi hátt álag á Landspítalanum sem veldur því að eðlilegar sveiflur í komum á spítalann geta leitt til erfiðleika á bráðamóttöku eins og varð í gær, að því er Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, segir í samtali við mbl.is. Meira »

Stjórn­völd í herferð gegn tekjulágum

Í gær, 17:58 Aukinn ójöfnuður, skattbyrði láglaunahópa og tækifæri til úrbóta í skattkerfinu var á meðal þess sem kom fram á opnum fundi Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands í dag. Fundurinn bar yfirskriftina Skattbyrði og skerðingar og afkoma lágtekjufólks á Íslandi var einkum til umræðu. Meira »

„Vel haldið utan um okkur“

Í gær, 17:08 „Það er mjög vel haldið utan um okkur,“ segir Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir, ein þeirra um 160 farþega sem voru um borð í flugvél Icelandair sem skyndilega þurfti að lenda á Saguenay Bagotville-flugvellinum í Kanada, vegna sprungu í rúðu í flugstjórnarklefa vélarinnar. Meira »

Mótmæltu með blómum og skiltum

Í gær, 16:11 Hernaðarandstæðingar stóðu fyrir mótmælum og sögugöngu í Þjórsárdal í dag, en þar fór fram seinni dagur heræfingar bandarískra hermanna. Tilgangur æfingarinnar er að undirbúa hermenn til veru í slæmu veðri og kanna þolmörk þeirra í göngu með þungan búnað. 400 hermenn áttu að taka þátt í æfingunni. Meira »

Gjaldskýlin urðu gröfunum að bráð

Í gær, 16:05 Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar ehf. unnu við það í vikunni að fjarlægja tvö af þremur gjaldskýlum Hvalfjarðarganga með stórvirkum gröfum. Meira »

Margt á 10 ára afmæli UNICEF og Te & Kaffi

Í gær, 15:52 Margt var um manninn þegar UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi blésu til afmælisveislu í Smáralindinni í dag til að fagna 10 ára farsælu samstarfi. Tveggja metra afmæliskakka kláraðist og mikill fögnuður braust út þegar tónlistarmaðurinn Páll Óskar steig þar á svið. Meira »

Ólafur: Barátta sem má ekki tapast

Í gær, 14:52 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða og fyrrverandi forseti, segir framtíð norðurslóða og orkubyltingu vera sömu hliðina á sama peningnum. Ólafur var gestur í Víglínunni á Stöð 2 hjá Heimi Má Péturssyni. Meira »

Metfjöldi herskipa hér við land

Í gær, 13:33 „Við röðum þessum skipum bara upp eins og kubbum sem þurfa að falla sem best að bryggjunni. Við þá vinnu skiptir lengd skipa mestu máli og hversu djúpt þau rista,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Morgunblaðið í dag og vísar í máli sínu til þess mikla fjölda herskipa Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem nú liggur við bryggju á höfuðborgarsvæðinu. Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
AUDI A6 Quadro
Til sölu Audi A6, Quadro, 4.2 árg. 2005 Ekinn 166 þús. Bose hljóðkerfi, leður,...