Aðeins sveitarstjórn getur fengið íbúalista

Frá Gjögri í Árneshreppi.
Frá Gjögri í Árneshreppi. mbl.is/Golli

Þjóðskrá Íslands stefnir að því að ljúka skoðun sinni á óvenju miklum lögheimilisflutningum í Árneshrepp í kringum næstu helgi. Kjörskráin barst sveitarstjórn Árneshrepps í gær og verður lögð fram á fundi hennar klukkan 16 í dag, tíu dögum fyrir kjördag, eins og lög gera ráð fyrir. 17-18 manns fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp á tveggja vikna tímabili frá því í lok apríl og þar til í byrjun maí. Vakti þetta eftirtekt við eftirlit Þjóðskrár og í kjölfarið var ákveðið að skoða þessa flutninga, sem eru hlutfallslega miklir í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins, nánar. Fékk stofnunin m.a. aðstoð lögreglu við að afla gagna. 

Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnasýslusviðs Þjóðskrár Íslands, segist ekki eiga von á því að athugun stofnunarinnar á lögheimilisflutningunum í Árneshreppi verði lokið fyrir fund hreppsnefndar í dag. „Við erum að keppast við að safna gögnum og kalla eftir frekari upplýsingum,“ segir hún, „en við eigum von á að klára þetta öðru hvoru megin við helgina.“ Ástríður segir að hvert og eitt mál sé skoðað sérstaklega.

Hægt að breyta kjörskrá fram á kjördag

Í lögum um kosningar til sveitarstjórna segir að á kjörskrá séu þeir sem skráðir voru með lögheimili í sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag. Kjörskrána þarf að staðfesta á fundi sveitarstjórnar og verður hún að vera undirrituð af oddvita eða framkvæmdastjóra hennar.  Sveitarstjórn skal, lögum samkvæmt, taka til meðferðar athugasemdir sem henni berast vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar. Slíka leiðréttingu má gera fram á kjördag.

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.

„Ef við gefum okkur að ákvarðanir Þjóðskrár myndu hafa áhrif á kjörskrá þá er það sveitarstjórna að taka afstöðu til þess,“ útskýrir Ástríður. Tíu dögum fyrir kjördag þarf kjörskrá að liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu sveitarstjórnar eða á „öðrum hentugum stað“ eins og það er orðað í 9. gr. laganna. Sá frestur rennur út í dag.

Ástríði er ekki kunnugt um hvort einhverjir þeirra sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum hafi dregið þann flutning til baka, þ.e. skipt aftur um lögheimili. „Athugun stofnunarinnar lítur eingöngu að flutningum á þessu tiltekna tímabili en fólk getur auðvitað breytt sinni lögheimilisskráningu með auðveldum hætti. En þetta hef ég ekkert skoðað sérstaklega enda hefur það ekki áhrif á þau mál sem eru til athugunar hjá okkur núna.“

„Það kemur þér ekki við“

Á fundi hreppsnefndar Árneshrepps í gær var m.a. rætt hvernig listi með nöfnum þeirra sem Þjóðskrá hefur nú til skoðunar komst í hendur Kristins H. Gunnarssonar, fyrrverandi þingmanns, sem birti hann á bloggsíðu sinni fyrir helgi. Enginn hreppsnefndarmanna kannast við að hafa afhent Kristni listann.

Mbl.is leitaði svara hjá Kristni um hvaðan hann hefði listann. „Það kemur þér ekkert við,“ svaraði hann. Sagði hann „alveg augljóst mál“ að þeir sem væru að flytja lögheimili sitt í Árneshrepp væru að gera það í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að fyrirhuguð Hvalárvirkjun, sem hart er deilt um í hreppnum, verði að veruleika. „Og það er mjög óeðlilegur tilgangur.“

Margir hafa aðgang að Þjóðskrá að hluta

Spurð út í birtingu nafnalista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp svarar Ástríður: „Það er í raun enginn sem getur fengið svona lista sendan frá okkur. Sveitarfélög fá íbúaskrá senda 1. desember ár hvert og geta fengið svo fengið hana senda þegar þau óska eftir því. En stofnunin sendir ekki út lista yfir einstaklinga eða hagi þeirra með almennum leiðum.“

Hún segir að hins vegar verði að hafa í huga að margir, m.a. fyrirtæki og stofnanir, hafi ákveðinn aðgang að Þjóðskrá. Í gegnum slíkan aðgang sé m.a. hægt að leita eftir nafni viðkomandi eða heimilisfangi. Þar er þó ekki hægt að nálgast upplýsingar um hvenær viðkomandi flutti sitt lögheimili. „Þjóðskrá Íslands hefur ekki sent neina nafnalista til óviðkomandi út,“ segir Ástríður, „hvorki í þessu máli né öðrum.“

mbl.is

Innlent »

Vill flýta stjórnarfundi Hörpu

13:45 „Ég hef verið að pressa á að stjórnarfundurinn verði haldinn fyrr til þess að fá niðurstöðu í málið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um stjórnarfund Hörpu sem fram fer þann 30. maí næstkomandi. Uppsagnir 20 þjónustufulltrúa Hörpu taka gildi þann 1. júní. Meira »

„Maður er frjáls í Mosó“

13:20 „Ætli það sé ekki helst ástandið á íþróttavöllum og íþróttahúsinu. Það er enn spilað á dúkum í handboltanum og blakinu meðan flest önnur félög hafa fært sig yfir á parketið,“ segir Ragnar Bjarni Hreiðarsson, ungur Mosfellingur, spurður hvað mætti helst gera fyrir ungt fólk í bænum. Meira »

Harður árekstur á Selfossi

13:18 Harður tveggja bíla árekstur varð á Eyrarvegi á Selfossi rétt fyrir klukkan ellefu í dag, með þeim afleiðingum að önnur bifreiðin valt. Beita þurfti klippum til að ná ökumönnunum úr bílunum. Meira »

Ítrekað bent á þörf fyrir aukna mönnun

13:16 Forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar hafa ítrekað bent á að auka þurfi mönnun á þyrlum Gæslunnar. Þetta segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni. Vonast er til að hægt verði á næsta ári að halda úti tveimur þyrluáhöfnum stærstan hluta tímans. Meira »

Ein lögheimilisskráning staðfest

12:40 Þjóðskrá Íslands hefur afgreitt tvö mál til viðbótar sem tengjast lögheimilisflutningum í Árneshrepp. Í öðru málinu var skráning staðfest en í hinu var hún felld niður, líkt og gert var í ellefu öðrum málum fyrir helgi. Meira »

Svipt forræði vegna vanrækslu

12:11 Landsréttur staðfesti nýverið niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að svipta foreldra forræði yfir sjö ára gömlum syni sínum vegna vanrækslu en afskipti Barnaverndar Reykjavíkur af drengnum hófust þegar hann var sjö mánaða gamall. Meira »

Mosfellsbær hefur haldið sérkennum sínum sem sveit í borg

11:45 Salome Þorkelsdóttir man tímana tvenna úr Mosfellsdalnum. Hún er meðal frumbyggja bæjarins. Fædd í Reykjavík en fluttist í Mosfellsdalinn árið 1948, þá 21 árs og nýgift. Á þeim tíma bjuggu um 600 manns í Mosfellssveit. Meira »

Enn óvissa um kjörskrá í Árneshreppi

11:36 Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, staðfestir við mbl.is að hreppsnefnd mun funda í kvöld klukkan 20:00 til þess að samþykkja kjörskrá vegna kosninganna á laugardag. Þjóðskrá er enn með lögheimilisflutninga 6 einstaklinga til skoðunar. Meira »

Ekki góð staða þegar þyrluna vantar

11:03 Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur reynst lögreglunni á Suðurlandi verðmætt tæki í mörgum málum og hefur skipt sköpum í mörgum björgunaraðgerðum að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Það sé því ekki góð staða þegar þyrlan er ekki til taks. Meira »

Mikið byggt en margir vilja byggja meira

10:55 Kjósendum á Seltjarnarnesi standa fjórir valkostir til boða þegar þeir ganga að kjörborðinu á laugardag, Sjálfstæðisflokkurinn, Fyrir Seltjarnarnes, Viðreisn/Neslisti og Samfylkingin. Meira »

Dæmdur í tvígang fyrir skattsvik

10:51 Sjálfstæður atvinnurekandi í Árnessýslu var fyrir helgi dæmdur í árs fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum en þetta er í annað skipti á þremur árum sem maðurinn hlýtur refsidóm fyrir brot á skattalögum. Honum er jafnframt gert að greiða 47 milljónir króna í sekt. Meira »

Ekki hægt að græða á HM

10:43 Heimseistaramótið í fótbolta er einn stærsti íþróttaviðburður í heimi. En viðskiptin á bakvið keppnina er líka mjög áhugaverður heimur. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka, segir að það sé nánast ómögulegt fyrir ríki að hagnast á keppninni. Meira »

Mosfellsbær vex í allar áttir

09:49 Mikill uppgangur hefur verið í Mosfellsbæ síðustu árin. Þar búa nú rúmlega 10.500 manns, en íbúum hefur fjölgað um 16,9 prósent á kjörtímabilinu, hraðar en í nokkru öðru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Með barnið í fanginu

09:32 Ökumaður var kærður af lögreglunni á Suðurnesjum um helgina fyrir að aka um og nota ekki öryggisbúnað fyrir 18 mánaða barn sem sat í fangi farþega í bifreiðinni. Meira »

Fljúgandi trampólín skemmdu bíla

09:29 Eitt þeirra mörgu trampólína sem fuku af stað í hvassviðrinu á Suðurnesjum um helgina lenti á tveimur bílum og skemmdi þá talsvert. Meira »

Vígslubiskup vill að mörk séu virt

08:18 „Ég mun leggja mikla áherslu á að vera í góðu sambandi við það fólk sem sinnir grunnþjónustu kirkjunnar,“ segir Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli, sem bar sigur úr býtum í síðari umferð í kjöri um embætti vígslubiskups í Skálholtsstifti. Meira »

Fundu flak e/s Reykjavíkur

07:57 Þann 12. maí sl. fannst flak flóabátsins Reykjavíkur í grennd við ytra Skógarnes á Snæfellsnesi, en skipið sökk árið 1908 eftir að hafa steytt á skeri. Meira »

Íslenskan breiðist út

07:37 Icelandic online er íslenskunámskeið sem nýst hefur og nýtast mun íslensku-nemendum út um allan heim.  Meira »

Gul veðurviðvörun

06:37 Víða allhvöss eða hvöss suðaustanátt með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi í dag. Snarpir vindstrengir við fjöll sem eru varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Gul viðvörun gildir frá hádegi á Suðurlandi og á Faxaflóa og Breiðafirði frá klukkan 14. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: START/BYRJA: 2018: 28/5, 25/6, 2...
Fjögur heilsársdekk undan RAV4 til sölu
Fjögur lítið notuð heilsársdekk til sölu, seljast öll á kr. 30 þúsund. Dekkin er...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
 
Þjónustufulltrúi í innheimtu
Skrifstofustörf
Eignaumsjón er leiðandi fyrirtæki í þjón...
Starfsmaður í þjónustu við atvinnutæki
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í þjónustu við atvinnutæki ...
Starfsmaður í vöruhús veltis að hádegi
Önnur störf
STARFSMAÐUR Í VÖRUHÚS VELTIS AÐ HÁDEG...
Utankjörfundaratkvæðisgreiðsla
Tilkynningar
Auglýsing vegna utankjörfundaratkvæðagre...