Aðeins sveitarstjórn getur fengið íbúalista

Frá Gjögri í Árneshreppi.
Frá Gjögri í Árneshreppi. mbl.is/Golli

Þjóðskrá Íslands stefnir að því að ljúka skoðun sinni á óvenju miklum lögheimilisflutningum í Árneshrepp í kringum næstu helgi. Kjörskráin barst sveitarstjórn Árneshrepps í gær og verður lögð fram á fundi hennar klukkan 16 í dag, tíu dögum fyrir kjördag, eins og lög gera ráð fyrir. 17-18 manns fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp á tveggja vikna tímabili frá því í lok apríl og þar til í byrjun maí. Vakti þetta eftirtekt við eftirlit Þjóðskrár og í kjölfarið var ákveðið að skoða þessa flutninga, sem eru hlutfallslega miklir í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins, nánar. Fékk stofnunin m.a. aðstoð lögreglu við að afla gagna. 

Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnasýslusviðs Þjóðskrár Íslands, segist ekki eiga von á því að athugun stofnunarinnar á lögheimilisflutningunum í Árneshreppi verði lokið fyrir fund hreppsnefndar í dag. „Við erum að keppast við að safna gögnum og kalla eftir frekari upplýsingum,“ segir hún, „en við eigum von á að klára þetta öðru hvoru megin við helgina.“ Ástríður segir að hvert og eitt mál sé skoðað sérstaklega.

Hægt að breyta kjörskrá fram á kjördag

Í lögum um kosningar til sveitarstjórna segir að á kjörskrá séu þeir sem skráðir voru með lögheimili í sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag. Kjörskrána þarf að staðfesta á fundi sveitarstjórnar og verður hún að vera undirrituð af oddvita eða framkvæmdastjóra hennar.  Sveitarstjórn skal, lögum samkvæmt, taka til meðferðar athugasemdir sem henni berast vegna kjörskrár og gera viðeigandi leiðréttingar. Slíka leiðréttingu má gera fram á kjördag.

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.

„Ef við gefum okkur að ákvarðanir Þjóðskrár myndu hafa áhrif á kjörskrá þá er það sveitarstjórna að taka afstöðu til þess,“ útskýrir Ástríður. Tíu dögum fyrir kjördag þarf kjörskrá að liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu sveitarstjórnar eða á „öðrum hentugum stað“ eins og það er orðað í 9. gr. laganna. Sá frestur rennur út í dag.

Ástríði er ekki kunnugt um hvort einhverjir þeirra sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum hafi dregið þann flutning til baka, þ.e. skipt aftur um lögheimili. „Athugun stofnunarinnar lítur eingöngu að flutningum á þessu tiltekna tímabili en fólk getur auðvitað breytt sinni lögheimilisskráningu með auðveldum hætti. En þetta hef ég ekkert skoðað sérstaklega enda hefur það ekki áhrif á þau mál sem eru til athugunar hjá okkur núna.“

„Það kemur þér ekki við“

Á fundi hreppsnefndar Árneshrepps í gær var m.a. rætt hvernig listi með nöfnum þeirra sem Þjóðskrá hefur nú til skoðunar komst í hendur Kristins H. Gunnarssonar, fyrrverandi þingmanns, sem birti hann á bloggsíðu sinni fyrir helgi. Enginn hreppsnefndarmanna kannast við að hafa afhent Kristni listann.

Mbl.is leitaði svara hjá Kristni um hvaðan hann hefði listann. „Það kemur þér ekkert við,“ svaraði hann. Sagði hann „alveg augljóst mál“ að þeir sem væru að flytja lögheimili sitt í Árneshrepp væru að gera það í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að fyrirhuguð Hvalárvirkjun, sem hart er deilt um í hreppnum, verði að veruleika. „Og það er mjög óeðlilegur tilgangur.“

Margir hafa aðgang að Þjóðskrá að hluta

Spurð út í birtingu nafnalista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp svarar Ástríður: „Það er í raun enginn sem getur fengið svona lista sendan frá okkur. Sveitarfélög fá íbúaskrá senda 1. desember ár hvert og geta fengið svo fengið hana senda þegar þau óska eftir því. En stofnunin sendir ekki út lista yfir einstaklinga eða hagi þeirra með almennum leiðum.“

Hún segir að hins vegar verði að hafa í huga að margir, m.a. fyrirtæki og stofnanir, hafi ákveðinn aðgang að Þjóðskrá. Í gegnum slíkan aðgang sé m.a. hægt að leita eftir nafni viðkomandi eða heimilisfangi. Þar er þó ekki hægt að nálgast upplýsingar um hvenær viðkomandi flutti sitt lögheimili. „Þjóðskrá Íslands hefur ekki sent neina nafnalista til óviðkomandi út,“ segir Ástríður, „hvorki í þessu máli né öðrum.“

mbl.is

Innlent »

Segja Hval hf. hafa veitt kálffulla langreyði

21:21 Dýraverndunarsamtökin Hard to Port saka Hval hf. um að hafa veitt kálffulla langreyði í útrýmingarhættu fyrr í dag. Myndir af atvikinu dreifðust hratt um samfélagsmiðla og efnt var til mótmæla klukkan hálfníu í kvöld fyrir utan húsnæði Hvals hf. í Hvalfirði. Meira »

Stuðningsfulltrúinn snýr ekki aftur

20:43 Stuðningsfulltrúinn fyrrverandi, sem var sýknaður af ákæru um að hafa beitt börn kynferðisofbeldi er hann starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, fær ekki að snúa aftur í starfið. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Meira »

Funduðu um stöðu íslenskra flugfélaga

20:18 Forsætisráðherra fundaði í dag með fjármálaráðherra, samgönguráðherra og ráðherra ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarmála vegna stöðu íslensku flugfélaganna. Ráðherrarnir ræddu skýrslu starfshóps sem kannar kerfislæg mikilvæg fyrirtæki. Flugfélögin hafa ekki óskað eftir aðstoð frá ríkinu. Meira »

Ekkert kynslóðabil í sveitinni

20:00 Hljómsveitin „Key to the Highway“, sem einbeitir sér að lögum, sem Eric Clapton hefur komið að og spilar gjarnan á tónleikum, heldur lokatónleika sumarsins þar sem ævintýrið hófst, í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit í Borgarfirði miðvikudaginn 22. ágúst næstkomandi. Meira »

„Alvarlegur vandi“ á Seltjarnarnesi

19:22 Foreldrar á Seltjarnarnesi bíða nú upp á von og óvon eftir því hvort börn þeirra, sem áttu að komast í aðlögun nú í ágúst, komist í aðlögun á næstu mánuðum. Enn á eftir að manna nokkur stöðugildi á nýjum deildum leikskólans sem verða opnaðar vegna mikillar fjölgunar í sveitarfélaginu. Meira »

Óperusöngævintýri Bertu á Ítalíu

19:09 „Það var svo gaman að koma í svona gamalt hús og syngja,“ segir Berta. „Manni finnst þetta eiga svo vel heima á svona stað, að syngja óperur og aríur í svona gamalli höll. Það er alveg stórbrotið.“ Meira »

Góða veðrið kvatt

18:50 Veðurspár gera ráð fyrir því að góða veðrið sem lék við höfuðborgarbúa á Menningarnótt um helgina sé að baki. Fram undan eru blautir dagar en gert er ráð fyrir því að það rigni eitthvað alla daga fram að helgi í Reykjavík. Meira »

Viðbúnaður vegna hótunar pilts

18:37 Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til að Varmárskóla í Mosfellsbæ síðdegis í dag eftir að lögreglunni hafði borist símtal um að viðkomandi væri staddur þar vopnaður skotvopni og stuðbyssu og hefði uppi hótanir. Meira »

Stýrimaðurinn gerir að nótinni

18:21 Daglegt líf fólksins í landinu leitar nú að nýju til jafnvægis og rútínu eftir sumarleyfi. Skólastarf hefst í vikunni og atvinnulífið rúllar áfram. Nýtt fiskveiðiár hefst 1. september og sjómenn víða um landið eru að gera klárt svo leggja megi á djúpið. Meira »

Segir meintan þrýsting ýkjur

17:53 „Ég túlka það ekki þannig að það hafi verið um þrýsting að ræða í hennar orðum. Það eru ýkjur að tala um þrýsting á íslenska þingmenn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og varaformaður utanríkismálanefndar, í samtali við blaðamann mbl.is um fund þingmanna með utanríkisráðherra Noregs. Meira »

Áhættumatið kynnt á næstu vikum

16:55 Vinna við áhættumat sem erlendur sérfræðingur, Preben Willeberg, hefur unnið fyrir landbúnaðarráðuneytið um innflutning gæludýra er mjög langt komin. Þetta kemur fram í svörum landbúnaðarráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Afbrotum fjölgar í flestum flokkum

16:39 Skráðum afbrotum hefur fjölgað í 9 flokkum af 14 það sem af er ári. Þó hefur afbrotum fækkað í flestum flokkum miðað við síðastliðna sex og tólf mánuði. Það sem af er ári hefur skráðum ölvunarakstursbrotum fjölgað um 40% og fíkniefnaakstursbrotum um 59% miðað við meðaltal á sama tímabili sl. 3 ár. Meira »

Óskar eftir vitnum að líkamsárás

16:15 Lögreglan á Suðurlandi óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað 6. ágúst um klukkan 1.40 þegar hópur manna veittist að tveimur karlmönnum. Meira »

Nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs

15:47 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur ráðið nýjan aðstoðarmann. Hann heitir Jón Pétursson og er einn af stofnendum Miðflokksins. Meira »

Endurskoða tekjuskattskerfið

14:33 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað tíu sinnum frá því í desember í fyrra. Endurskoðun tekjuskattskerfisins og frumvarp um nýtt fyrirkomulag launa kjörinna fulltrúa eru á meðal þeirra verkefna sem eru í vinnslu. Meira »

Staðan ekki auglýst með fyrirvara

14:32 „Þessi staða er auglýst til fimm ára eins og allar svona stöður. Það er ekki farið að skoða hvað yrði þegar og ef Þjóðgarðsstofnunin verður til,“ segir Ari Trausti Guðmundsson. Auglýst hefur verið eftir nýjum þjóðgarðsverði, en fyrr í sumar voru drög að frumvarpi um sameiningu þjóðgarðanna kynnt. Meira »

„Þetta er bara ömurlegt“

14:03 Ferðamenn sem keyrðu utan vegar og tjölduðu á Skeiðarársandi hafa verið tilkynntir til lögreglu af bílaleigunni sem leigði þeim bílinn. Bogi Jónsson hjá Campingcars segir við mbl.is að ferðamennirnir verði boðaðir í skýrslutöku hjá lögreglunni vegna málsins. Meira »

Þrjú umferðaróhöpp á Suðurnesjum

13:44 Nokkur umferðaróhöpp komu inn á borð lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir árekstur á Vogavegi. Þá hafði bifreið verið ekið inn í hlið annarrar bifreiðar. Bifreið þess sem slasaðist var fjarlægð með dráttarbifreið. Meira »

„Fréttin strax orðin gömul“

13:14 „Makríllinn er sprettharður fiskur og það getur verið mikil fart á honum. Í túrnum eltum við hann í yfir 100 mílur á einungis tveimur sólarhringum. Hann fer svo hratt yfir að þegar fréttist af makríl einhvers staðar er fréttin strax orðin gömul því það er engin vissa fyrir því að finna makríl þegar komið er á staðinn.“ Meira »