Áhugasamar um doktor Martin

Frá orlofsferð í Berlín 2016 Frá vinstri: Bergþóra Eysteinsdóttir, Inga …
Frá orlofsferð í Berlín 2016 Frá vinstri: Bergþóra Eysteinsdóttir, Inga Árnadóttir, Guðný Þorbergsdóttir og Linda Stefánsdóttir. Ljósmynd/Torfhildur G. Sigurðardóttir

Mikil ásókn er í orlofsferð húsmæðra í Suður-Þingeyjarsýslu í haust og komast færri að en vilja. „Hingað til hafa allir umsækjendur komist með í auglýstar ferðir hjá okkur en nú erum við í hálfgerðri klemmu og þurfum að forgangsraða í ferðina,“ segir Inga Árnadóttir sem er á þriðja og síðasta ári í orlofsnefndinni.

Innan Kvenfélagasambands Íslands (KÍ) starfa 17 héraðssambönd og í þeim starfa yfir 150 kvenfélög. KÍ skiptir landinu í orlofssvæði. Héraðssambönd KÍ kjósa orlofsnefndir fyrir orlofssvæðin hver í sínu umdæmi og nefndirnar skipuleggja orlofin.

Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga er elsta kvenfélagasamband landsins, stofnað 7. júní 1905 á Ljósavatni, og í því starfa 385 konur í 12 félögum, samkvæmt heimasíðu KÍ. Í auglýsingu um fyrirhugaða ferð húsmæðra í Suður-Þingeyjarsýslu segir að stefnt sé „að orlofsferð á slóðir hins fúla Martins læknis á Cornwall á Englandi dagana 4. til 8. október“ og þetta sé „ferð sem engin kona í Suður-Þingeyjarsýslu ætti að láta fram hjá sér fara“, en bindandi skráningu lauk 10. maí.

Sjá umfjöllun um orlofsferðir húsmæðra á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert