Brúnönd frá N-Ameríku í heimsókn á Heimaey

Brúnandarsteggurinn hefur haldið sig á tjörn við Höfðaból sunnarlega á …
Brúnandarsteggurinn hefur haldið sig á tjörn við Höfðaból sunnarlega á Heimaey undanfarna daga. mbl.is/Sigurgeir Jónasson

Brúnandarsteggur (Anas rubripes) hefur sést í Vestmannaeyjum undanfarið. Andartegundin er norðuramerísk og hefur sést hér áður, þótt nokkuð sé liðið síðan hún sást síðast, að sögn Yanns Kolbeinssonar, líffræðings hjá Náttúrustofu Norðausturlands.

Dæmi eru um að brúnönd ílengist hér og dvelji árum saman. Hér hafa sést brúnandarblendingar sem líklega voru afkvæmi brúnandarsteggs og stokkandarkollu. Yann sagði að það væri þekkt að þessar tegundir blönduðust enda væru þær náskyldar. Ef blendingurinn er kolla taka menn líklega ekki eftir því að um blending sé að ræða.

„Til ársins 2011 höfðu sést 39 brúnendur hér á landi og sú fertugasta sást 2014. Síðan hefur ekki sést brúnönd hér fyrr en nú,“ sagði Yann í umfjöllun um þessa fuglaheimsókn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert