Færri á vegum starfsmannaleiga

Fjöldi starfsmanna hjá starfsmannaleigum frá janúar til apríl 2016, 2017 …
Fjöldi starfsmanna hjá starfsmannaleigum frá janúar til apríl 2016, 2017 og 2018.

Alls voru 1.452 starfsmenn starfandi á vegum starfsmannaleiga á innlendum vinnumarkaði í seinasta mánuði og er það í fyrsta sinn sem starfsmönnum starfsmannaleiga fækkar milli mánaða á fyrri hluta árs frá því uppgangur starfsmannaleiga hófst í lok 2015.

Fækkaði þeim um tæplega 150 milli mánaða en rekja má fækkunina einkum til þess að ein starfsmannaleiga með um 300 starfsmenn hætti starfsemi í mars sl.

Þetta kemur fram á nýju yfirliti Vinnumálastofnunar um stöðuna á vinnumarkaði í apríl. Skráð atvinnuleysi í apríl var 2,3% og minnkaði um 0,1 prósentustig frá mars en hins vegar fjölgaði atvinnulausum lítið eitt frá sama mánuði í fyrra eða um 368 einstaklinga en þá mældist atvinnuleysið 2,1%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert