Leikir Íslands sýndir í Hljómskálagarðinum

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynntu …
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynntu áformin. mbl.is/Árni Sæberg

Leikir Íslands í riðlakeppni HM í Rússlandi verða sýndir á fjörutíu fermetra risaskjá í Hljómskálagarðinum í sumar. Einnig verða allir leikir mótsins sýndir á Ingólfstorgi. Reykjavíkurborg og bakhjarlar Knattspyrnusambands Íslands standa að útsendingunum, en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Hljómskálanum rétt í þessu.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynntu áformin og sagði Dagur að ljóst væri að íslenskir stuðningsmenn ekki yrðu jafn margir í Rússlandi og þeir voru á EM í Frakklandi árið 2016. Því býst hann við að upplifunin hér heima verði enn meiri en þá.

Fyrsti leikur Íslands í riðlakeppni HM er gegn Argentínu þann 16. júní, en mótið hefst tveimur dögum fyrr með leik gestgjafanna gegn Sádí-Arabíu.

Leikir Íslands í útsláttarkeppninni á EM í Frakklandi voru sýndir …
Leikir Íslands í útsláttarkeppninni á EM í Frakklandi voru sýndir við Arnarhól, en leikirnir á HM verða sýndir í Hljómskálagarðinum. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert