Ökutæki skilin eftir um alla borg

Hjá Vöku hafa menn í nógu að snúast við að …
Hjá Vöku hafa menn í nógu að snúast við að hirða óskilabíla. mbl.is/Árni Sæberg

„Það hefur færst mjög í vöxt að fólk skilji bíla sína eftir hér og þar, bæði á númerum og án. Portið okkar er í raun kjaftfullt af þessum bílum,“ segir Valdimar Haraldsson, deildarstjóri rekstrardeildar Vöku, í Morgunblaðinnu í dag og bætir við að bílarnir sem um ræðir séu allt frá því að vera verðlitlar og illa farnar bíldruslur upp í „fokdýra“ bíla.

Hefur Vaka fjarlægt þessa bíla af bílastæðum í borginni eða víðavangi og flutt í geymsluport fyrirtækisins í Reykjavík. Þar eru bílarnir geymdir á meðan reynt er að hafa uppi á eigendunum. Takist það ekki bíður bílanna uppboð eða förgun.

„Við erum til að mynda með Range Rover, Porsche og stóra Benza. Í raun allt milli himins og jarðar – frá rusli í fokdýra bíla,“ segir Valdimar og bendir á að í geymsluporti Vöku megi nú finna vel yfir 50 ökutæki sem enginn vill kannast við að eiga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert