Stemningin fyrir HM orðin „fáránlega góð“

Tólfan vill sjá fullan Laugardalsvöll í júní, en ekki að ...
Tólfan vill sjá fullan Laugardalsvöll í júní, en ekki að vörumerki hennar sé misnotað. mbl.is/Golli

Tólfan, stuðningsmannasveit íslensku landsliðanna í knattspyrnu, er í óðaönn undirbúa sig fyrir ferð sína á HM í Rússlandi, þar sem meðlimir munu halda uppi stemningunni í kring um leiki Íslands í mótinu.

Það kemur ef til vill einhverjum á óvart, en einn liður í því var að gera samning við auglýsingastofuna Pipar\TBWA um vörumerkjavernd, sem felur í sér að auglýsingastofan gæti hagsmuna Tólfunnar og gæti að því að vörumerki Tólfunnar sé ekki misnotað í markaðslegum tilgangi.

„Þetta er bara til þess að vernda okkur held ég. Samkvæmt okkur vitrari mönnum er Tólfan verðmætt vörumerki,“ segir Sveinn Ásgeirsson, varaformaður stuðningsveitarinnar. Hann segir að ef einhverjir vilji nota merki Tólfunnar þurfi þeir að hafa samband.

„Þetta er svipað og KSÍ er að gera, þeir eru að vernda lógóið hjá sér og okkur var bent á að það væri sniðugt að hugsa út í þetta,“ segir Sveinn í samtali við mbl.is. Hann þekkir þó engin dæmi um að merki Tólfunnar hafi verið misnotað, en allur er varinn góður.

Sveinn Ásgeirsson, varaformaður Tólfunnar
Sveinn Ásgeirsson, varaformaður Tólfunnar mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta er bara til að passa upp á Tólfuna, að það sé ekki verið að nota hana í einhverja vitleysu.“

Þrír leikir til að keyra upp stemninguna heima

Stemningin fyrir HM í Rússlandi er orðin „fáránlega góð“ í röðum Tólfunnar, að sögn Sveins. Síðasta laugardag perlaði Tólfan armbönd í fánalitunum með Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein.

„Það var frábært start á góðu sumri og nú er bara fullur undirbúningur fyrir komandi leiki hérna heima og svo Rússland,“ segir Sveinn, en karlalandsliðið leikur vináttuleiki gegn Noregi og Gana á Laugardalsvelli 2. og 7. júní og kvennalandsliðið á mikilvægan leik gegn Slóveníu þann 11. júní.

„Við höfum þarna þrjá leiki til að hita upp og búa til æðislega stemningu hérna heima,“ segir Sveinn og bætir við að hann sé ánægður að landsliðið hafi kosið að vera með sinn undirbúning fyrir mótið hérlendis.

Stuðningsmannasveitin mun að venju hita upp á Ölver fyrir leikina ...
Stuðningsmannasveitin mun að venju hita upp á Ölver fyrir leikina þrjá í júnímánuði. mbl.is/Eggert

„Það vill svo skemmtilega til að 2. júní er laugardagur og það er ekki oft sem við fáum heimaleik á laugardegi hérna, hvað þá klukkan átta um kvöldið, þannig að það má búast við góðri stemningu niðri í Laugardal,“ segir Sveinn og vill minna á að miðasölu er hafin á leikina þrjá.

„Við í Tólfunni vonumst alltaf eftir fullum velli á Laugardalsvelli, til að halda þessu sem gryfju og halda okkur taplausum á heimavelli áfram,“ segir Sveinn, sem vonar að það séu ekki allt of margir búnir að ákveða að fara upp í sumarbústað.

Íslendingapartí eftir hvern einasta leik í Rússlandi

Tólfan verður svo að sjálfsögðu með karlalandsliðinu í Rússlandi og stýrir stemningunni í stúkunni á hverjum einasta leik, í Moskvu, Volgograd og Rostov.

Að sögn Sveins er stuðningssveitin einnig búin að skipuleggja partí eftir alla leiki Íslands í riðlakeppninni í samstarfi við ferðaskrifstofuna Tripical á stórum skemmtistöðum í hverri einustu borg.

„Það verður næg gæsla og allt hvað eina, við djömmum á öruggum stað!“

mbl.is

Innlent »

Samkeppnin er að harðna

05:30 Útlit er fyrir að um 335 þúsundum færri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár en Isavia áætlaði í nóvember síðastliðnum. Það samsvarar rúmlega 900 farþegum á dag. Meira »

Enginn fyllir skarð lundans Tóta

05:30 Merlin Entertainment mun á næsta ári taka við rekstri Sæheima, fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja.   Meira »

Áhugi á heimilislækningum

05:30 Ásókn í sérnám í heimilislækningum hefur aukist í kjölfar aðgerða sem farið var í árið 2011. Nú eru 47 læknar í náminu sem fram fer í Reykjavík og á Akureyri. Meira »

Kortleggja Íslendingahópa á Facebook

05:30 Íslendingar sem búsettir eru utan landsins hafa stofnað með sér hundruð Facebook-hópa til þess að halda tengslum við samlanda sína og hjálpa þeim að setjast að á nýjum stað. Meira »

Gandálfsmörk og Móðsognismörk

05:30 Götunafnanefnd á vegum borgarráðs hefur komið með tillögur að götuheitum í þremur mismunandi hverfum í Reykjavík, þar á meðal á Hólmsheiði og við Landspítala. Meira »

Brýndi mikilvægið fyrir ráðamönnum

05:30 Utanríkisráðherra Noregs, Ine Marie Eriksen Søreide, segist hafa gert Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, og íslenskum þingmönnum grein fyrir mikilvægi þess að þriðji orkupakki ESB verði innleiddur sem hluti af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Meira »

Ullað í borgarráði Reykjavíkur

Í gær, 22:36 Fulltrúar minnihlutans í borgarráði Reykjavíkur bókuðu í dag „alvarlegar athugasemdir“ við það að Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri græna, hefði ullað framan í annan borgarráðsfulltrúa í upphafi fundar. Meira »

95 ára skellti sér í fallhlífastökk

Í gær, 22:07 Páll Bergþórsson fyrrverandi veðurstofustjóri varð í dag ef til vill elsti Íslendingurinn til að fara í fallhlífarstökk. „Ljómandi huggulegt,“ segir Páll um upplifunina. Meira »

Staðsetning Íslands mikilvæg á ný

Í gær, 21:55 Ísland hefur orðið mikilvægari samstarfsaðili á sviði öryggis- og varnarmála vegna breyttrar stöðu í heimsmálunum og tengist það landfræðilegri legu landsins í Norður-Atlantshafi, segir Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, í samtali við blaðamann. Meira »

Andarnefjan komin á flot

Í gær, 21:25 „Hún er komin af stað og byrjuð að synda. Það er bátur að fylgja henni og við ætlum að reyna að hafa hann að fylgja henni þar til við missum sjónar af henni,“ segir Sverrir Tryggvason skipstjóri. Önnur andarnefjanna sem festust í sjálfheldu á Engey er komin til sjávar. Hin drapst fyrr í kvöld. Meira »

Datt illa nærri Glym

Í gær, 20:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ungan karlmann á Landspítala í kvöld, en sá hafði hrasað og dottið illa á gönguleiðinni að fossinum Glym í botni Hvalfjarðar. Meira »

Fiskidagurinn litli í boði mikla

Í gær, 20:50 „Það var mikil veðurblíða og fólkið á heimilinu horfði á Fiskidagstónleikana. Svo var súpa og fiskborgarar og KK spilaði, hann ætlaði ekki að geta hætt að því þau vildu alltaf meira,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdarstjóri Fiskidagsins mikla. Fiskidagurinn litli var haldinn í Mörkinni í dag. Meira »

Vill hjálpa öðrum með sama sjúkdóm

Í gær, 20:40 Um 15.000 manns reima á sig hlaupaskóna nú á laugardag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Á meðan margir láta sér nægja að hlaupa fyrir sjálfa sig þá vilja aðrir láta gott af sér leiða. Meðal þeirra er hinn 13 ára Sebastian Örn Adamsson sem hleypur til styrktar Andartaki. Meira »

Vaðlaugin vekur lukku

Í gær, 20:15 Nýlega var tekin í notkun vaðlaug með volgu vatni í Hljómskálagarðinum. Laugin fékk kosningu í íbúakosningu í verkefninu: Hverfið mitt, hjá Reykjavíkurborg. Laugin höfðar greinilega til yngstu kynslóðarinnar sem var þar við leik í dag. Meira »

Tæknifræðinám í Hafnarfirði

Í gær, 20:14 Hafnarfjarðarbær og Háskóli Íslands hafa komist að samkomulagi um að skólinn komi upp aðstöðu fyrir tæknifræðinám í Menntasetrinu við Lækinn nú í haust. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti samninginn á fundi sínum í morgun. Meira »

Tvíburar á alþjóðlegri hátíð

Í gær, 19:45 „Við erum saman öllum stundum og oft veit ég hvað systir mín er að hugsa. Og eins og þú heyrir á tali okkar þá botna ég oft setningarnar sem systir mín kemur með og hún það sem ég segi. Oft er talað við okkur tvær sem eina manneskju sem getur verið pirrandi. Við hins vegar þekkjum ekkert annað líf en þetta og tökum þessu bara létt,“ segir Elín Hrönn Jónsdóttir í Hveragerði. Meira »

Brýtur í bága við dýravelferð

Í gær, 19:30 „Það sem við skiljum ekki og höfum ekki fengið haldbær rök fyrir, er hvers vegna lengri einangrun en 10 dagar er nauðsynleg þegar strangasta löggjöfin utan Íslands er 10 dagar,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ. Sjálf þekki hún dæmi þess að hundar hafi farið illa út úr einangrunarvistinni. Meira »

Önnur andarnefjan dauð

Í gær, 19:28 „Þetta var bara að gerast núna. Við vorum að reyna að snúa dýrinu. Það spriklaði og við urðum að reyna að snúa því og það hefur bara ekki þolað það,“ segir Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá Sérferðum. Önnur andarnefjan sem festist í sjálfheldu í Engey í Kollafirði er dauð. Meira »

Tveir kílómetrar fullgerðir í haust

Í gær, 19:10 Framkæmdum á Þingvallavegi miðar ágætlega, að sögn Einars Más Magnússonar, verkstjóra hjá Vegagerðinni. Níu kílómetra kafli sem liggur um þjóðgarðinn hefur verið lokaður frá 30. júlí en til stendur að breikka veginn um tvo metra, koma upp vegriði og ráðast í aðrar öryggisaðgerðir. Meira »
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
SÆT ÍBÚÐ T. LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Til leigu vel búnin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvalla...
fágætar bækur til sölu
ti lsölu nokkrar fágætar bækur Fjórir leikþættir eftir Odd Björnsson með teik...