Stemningin fyrir HM orðin „fáránlega góð“

Tólfan vill sjá fullan Laugardalsvöll í júní, en ekki að ...
Tólfan vill sjá fullan Laugardalsvöll í júní, en ekki að vörumerki hennar sé misnotað. mbl.is/Golli

Tólfan, stuðningsmannasveit íslensku landsliðanna í knattspyrnu, er í óðaönn undirbúa sig fyrir ferð sína á HM í Rússlandi, þar sem meðlimir munu halda uppi stemningunni í kring um leiki Íslands í mótinu.

Það kemur ef til vill einhverjum á óvart, en einn liður í því var að gera samning við auglýsingastofuna Pipar\TBWA um vörumerkjavernd, sem felur í sér að auglýsingastofan gæti hagsmuna Tólfunnar og gæti að því að vörumerki Tólfunnar sé ekki misnotað í markaðslegum tilgangi.

„Þetta er bara til þess að vernda okkur held ég. Samkvæmt okkur vitrari mönnum er Tólfan verðmætt vörumerki,“ segir Sveinn Ásgeirsson, varaformaður stuðningsveitarinnar. Hann segir að ef einhverjir vilji nota merki Tólfunnar þurfi þeir að hafa samband.

„Þetta er svipað og KSÍ er að gera, þeir eru að vernda lógóið hjá sér og okkur var bent á að það væri sniðugt að hugsa út í þetta,“ segir Sveinn í samtali við mbl.is. Hann þekkir þó engin dæmi um að merki Tólfunnar hafi verið misnotað, en allur er varinn góður.

Sveinn Ásgeirsson, varaformaður Tólfunnar
Sveinn Ásgeirsson, varaformaður Tólfunnar mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta er bara til að passa upp á Tólfuna, að það sé ekki verið að nota hana í einhverja vitleysu.“

Þrír leikir til að keyra upp stemninguna heima

Stemningin fyrir HM í Rússlandi er orðin „fáránlega góð“ í röðum Tólfunnar, að sögn Sveins. Síðasta laugardag perlaði Tólfan armbönd í fánalitunum með Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein.

„Það var frábært start á góðu sumri og nú er bara fullur undirbúningur fyrir komandi leiki hérna heima og svo Rússland,“ segir Sveinn, en karlalandsliðið leikur vináttuleiki gegn Noregi og Gana á Laugardalsvelli 2. og 7. júní og kvennalandsliðið á mikilvægan leik gegn Slóveníu þann 11. júní.

„Við höfum þarna þrjá leiki til að hita upp og búa til æðislega stemningu hérna heima,“ segir Sveinn og bætir við að hann sé ánægður að landsliðið hafi kosið að vera með sinn undirbúning fyrir mótið hérlendis.

Stuðningsmannasveitin mun að venju hita upp á Ölver fyrir leikina ...
Stuðningsmannasveitin mun að venju hita upp á Ölver fyrir leikina þrjá í júnímánuði. mbl.is/Eggert

„Það vill svo skemmtilega til að 2. júní er laugardagur og það er ekki oft sem við fáum heimaleik á laugardegi hérna, hvað þá klukkan átta um kvöldið, þannig að það má búast við góðri stemningu niðri í Laugardal,“ segir Sveinn og vill minna á að miðasölu er hafin á leikina þrjá.

„Við í Tólfunni vonumst alltaf eftir fullum velli á Laugardalsvelli, til að halda þessu sem gryfju og halda okkur taplausum á heimavelli áfram,“ segir Sveinn, sem vonar að það séu ekki allt of margir búnir að ákveða að fara upp í sumarbústað.

Íslendingapartí eftir hvern einasta leik í Rússlandi

Tólfan verður svo að sjálfsögðu með karlalandsliðinu í Rússlandi og stýrir stemningunni í stúkunni á hverjum einasta leik, í Moskvu, Volgograd og Rostov.

Að sögn Sveins er stuðningssveitin einnig búin að skipuleggja partí eftir alla leiki Íslands í riðlakeppninni í samstarfi við ferðaskrifstofuna Tripical á stórum skemmtistöðum í hverri einustu borg.

„Það verður næg gæsla og allt hvað eina, við djömmum á öruggum stað!“

mbl.is

Innlent »

„Hættum að plástra kerfið“

14:24 „Það er þyngra en tárum tekur að fylgjast með manneskjum sem vilja fá hjálp og vilja hætta að neyta eiturlyfja en rekast á veggi í kerfinu aftur og aftur og aftur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í dag. Meira »

Segja innri endurskoðun störfum hlaðna

13:46 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að fela eigi utanaðkomandi aðila að gera heildarúttekt á bragganum við Nauthólsveg og að falla skuli frá því að láta innri endurskoðun Reykjavíkurborgar annast úttektina, þar sem hún sé önnum kafin við úttekt á Orkuveitunni. Meira »

Telur að lögbannskröfu verði hafnað

13:43 „Ég tel ljóst að henni verði hafnað,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður tekna.is, við fyrirspurn mbl.is vegna lögbannskröfu á hendur vefsíðunni tekjur.is. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sagði að ákvörðun um lögbann yrði ekki tekin í dag. Meira »

Óboðinn gestur hreiðraði um sig í sófa

13:32 Óboðinn ölvaður gestur heimsótti heimili í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöld og hreiðraði um sig í sófa í stofunni. Húsráðandi var á efri hæð að horfa á sjónvarp þegar hann heyrði umgang á neðri hæðinni. Meira »

Léleg fjármálastjórn aðeins hluti vandans

13:23 Léleg fjármálastjórn Félagsbústaða er aðeins eitt merkið um vondan rekstur og þörf er á róttækum aðgerðum eigi að byggja upp traust milli leigjenda félagslegt húsnæðis í Reykjavík og borgarinnar og stofnana hennar. Meira »

Kröfurnar rúmir 16 milljarðar

13:21 Kröfur í þrotabú danska hluta flugrekstrar Primera Air nema 16,4 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt frétt danska miðilsins Jyske Vestkysten. Kröfuhafar eru þegar orðnir um 500 talsins. Meira »

Ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis

13:14 Stjórn HB Granda segir það ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis lífeyrissjóðs, þess efnis að hluthafafundur félagsins tilnefni þrjá fulltrúa ótengda Útgerðarfélagi Reykjavíkur, til að annast verklýsingu og samningsgerð við Kviku banka um athugun bankans á kaupum HB Granda á útgerðinni Ögurvík. Meira »

„Var fyrst og fremst nörd“

12:55 Athafnarmaðurinn Paul Allen var flókin persóna sem hafði mörg áhugamál, allt frá gítarleik yfir í tækniþróun og rannsóknir á hafsbotni og fornminjum. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur og vinur Allen ræddi við mbl.is um rannsóknarferðir þeirra víða um heim og hvernig mann Allen hafði að geyma. Meira »

Saka formann framkvæmdaráðs Pírata um trúnaðarbrest

12:51 Sindri Viborg, sem var kjörinn formaður framkvæmdaráðs Pírata á aðalfundi flokksins fyrir rúmum tveimur vikum, hefur sagt sig úr ráðinu sem og flokknum. Ásamt honum hafa þrír af tíu fulltrúum framkvæmdaráðsins sagt af sér. Eftir sitja sex fulltrúar ásamt áheyrnarfulltrúa. Meira »

„Mjög alvarleg orð frá Hæstarétti“

12:23 Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, segir mikilvægt að halda því til haga að Hæstiréttur hafi gert alvarlegar athugasemdir við embættisfærslur Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í málum tveggja lögreglumanna. Meira »

Voru að atast í fé eiganda síns

11:58 Tvö mál dýrbíta hafa komið inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi undanfarna daga, en mbl.is greindi frá því um helgina að hund­ur hafi gengið laus í Ölfusi fyr­ir um viku og drepið þar hóp fjár. Meira »

Unnur fulltrúi stjórnvalda í loftslagsmálum

11:56 Unni Brá Konráðsdóttur, aðstoðarmanni ríkisstjórnarinnar, verður falið að tryggja samhæfingu loftslagsmála fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Þetta var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að tillögu forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra. Meira »

Tekist á um bótagreiðslu Wow air

11:51 Héraðsdómur Reykjavíkur tekur fyrir mál 71 farþega gegn flugfélaginu Wow air í hádeginu, en að sögn lögmanns farþeganna snýst málið um 400 evra greiðslu sem félagið neitaði að greiða fólkinu þrátt fyrir að 19 klukkustunda seinkun hafi orðið á flugi Wow air frá Varsjá til Íslands í apríl 2016. Meira »

Vill að fatlaðir megi aka á göngugötum

11:43 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, leggur til á fundi borgarstjórnar á eftir að handhöfum stæðiskorts fyrir hreyfihamlaða verði heimilt að aka um göngugötur í miðborg Reykjavíkur og að leggja bílum sínum í bílastæði á göngugötum. Meira »

Meirihlutinn til útlanda í sumarfríinu

11:22 Tæplega 62% landsmanna ferðuðust til útlanda í sumarfríinu í ár, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Er spurningin var fyrst lögð fram fyrir átta árum hafði aðeins þriðjungur Íslendinga ferðast til útlanda um sumarið. Meira »

Ákvörðun um lögbann ekki tekin í dag

10:59 Ákvörðun um hvort lögbann verði sett á vefsíðuna tekjur.is verður ekki tekin í dag. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir að fara þurfi yfir mikinn bunka af skjölum í málinu og að engin ákvörðun liggi fyrir. Meira »

Skemmdu dýptarmæli og hugsanlega vélina

10:34 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um að skemmdarverk hefðu verið unnin á báti sem stóð á landi í Vogum. Reyndist vera búið að skemma kompás, dýptarmæli og hugsanlega vél bátsins, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira »

Teknir með mikið magn fíkniefna

09:28 Tveir ökumenn, sem lögreglan tók úr umferð í gær og fyrradag vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna, reyndust vera með fíkniefni í fórum sínum. Annar þeirra var með á annan tug gramma af kannabisefnum í bílnum en hinn nokkru minna af sömu efnum. Meira »

Eitt á ekki að útiloka annað

09:01 Fjölskylduráðgjafi segir að það skipti miklu máli hvernig staðið sé að forvörnum og stuðningi við foreldra sem eiga börn í neyslu. Aukin sálfræðiþjónusta og fleiri úrræði á vegum hins opinbera sé af hinu góða en nauðsynlegt sé að þriðji geirinn komi áfram að geðheilbrigðis- og fíkniúrræðum. Meira »
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á lager 37 og 58 hp75 95 og 110 hp bátavélar frá TD Með gír og mælabo...
EAE Bílalyftur 2 pósta og skæralyftur 1 og 2 metra 3-4-5 tonna
Eigum á lager skæralyftur 3 tonna sem lyfta 1 m og einnig niðurfellanlegar 3 to...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...