Umfjöllun Stundarinnar ómálefnaleg

Í tilkynningu sýslumannsins segir að hann geti ekki fjallað opinberlega …
Í tilkynningu sýslumannsins segir að hann geti ekki fjallað opinberlega um tiltekin mál. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Undanfarnar vikur hefur fjölmiðillinn Stundin fjallað á vef og prenti á óvæginn og ómálefnalegan hátt um tiltekið umgengnismál með þátttöku annars málsaðila þess.“

Svona hefst tilkynning sem birt var á syslumenn.is í gær, undirrituð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, Þórólfi Halldórssyni.

Stundin hefur undanfarið fjallað ítrekað um mál barnaverndarnefnda og Barnaverndarstofu. Líklegt er að hér sé vísað til máls þar sem forstjóri Barnaverndarstofu beitti sér í máli barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar um föður sem ásakaður er um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur börnum sínum.

Í umfjöllun í nýjasta tölublaði Stundarinnar er fjallað um réttarframkvæmd sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í umgengnis- og dagsektarmálum. Þar er sýslumaður sakaður um að horfa kerfisbundið framhjá gögnum um kynferðisbrot og heimilisofbeldi og börn sögð þvinguð til umgengni við ofbeldismenn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert