„Verulega erfitt og þungt ástand“

29 sjúklingar liggja á göngum bráðamóttökunnar í dag.
29 sjúklingar liggja á göngum bráðamóttökunnar í dag. mbl.is/Hjörtur

„Það er verulega erfitt og þungt ástand á bráðamóttökunni í dag. Í morgun voru 29 sjúklingar sem höfðu lokið bráðamóttökuþjónustu og voru að bíða eftir innlögnum á legudeildir. Það skapar mikið plássleysi á bráðamóttökunni því það eru bara 34 rúm á allri deildinni,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.

Ekki er hægt að rekja ástandið á bráðamóttökunni nú til ákveðinnar veikindahrinu eða faraldar smitsjúkdóma, heldur er um að ræða viðvarandi ástand sem er misslæmt. Í dag er það sérstaklega slæmt.

„Þetta er ákveðin keðjuverkun. Annars vegar er um að ræða lokanir á legudeildum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum, sem gerir það að verkum að sjúklingar festast hjá okkur. Hins vegar eru ennþá margir sjúklingar á spítalanum sem eru með færni- og heilsumat en komast ekki á hjúkrunar- eða dvalarheimili. Þetta eru grundvallarástæður fyrir þessu, en einkennin koma fyrst og fremst fram á bráðamóttökunni. Fólk safnast saman þar og flöskuháls myndast.“

Jón Magnús segir ástandið hafa farið stigvaxandi síðustu dagana, en það sé óvenju slæmt í dag.

Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni, segir ástandið hafa farið ...
Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni, segir ástandið hafa farið stigvaxandi síðustu daga. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegna ástandsins er hætt við því að þeir sem ekki eru með bráð vandamál þurfi að bíða ansi lengi eftir þjónustu, en Jón Magnús tekur fram að allir þeir sem þurfi á aðkallandi þjónustu að halda vegna veikinda eða slysa fái hana strax.

Þá segir hann bráðamóttökuna vera í góðu samstarfi við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu og læknavaktina og fólki með minna aðkallandi mál sé vísað þangað.

Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu ári sem ástandið á bráðamóttökunni er sérstaklega erfitt, en í febrúar var ástandið svo slæmt að heilbrigðisráðherra var sérstaklega upplýstur um alvarlega stöðu. Þá var ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga sem á bráðamóttökuna leituðu.

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra lagði þá áherslu á að hratt yrði unnið að þeim verk­efn­um sem höfðu verið ákveðin til að efla heil­brigðis­kerfið og styrkja mönn­un þess. Vísaði hún til yfirlýsingar þess efnis undirritaða af for­sæt­is-, fjár­mála- og heil­brigðisráðherra. Þar kem­ur meðal ann­ars fram að farið verði í um­bæt­ur á kjör­um og starfs­um­hverfi heil­brigðis­starfs­manna. Ráðherra legg­ur einnig áherslu á upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma sem veiga­mik­inn þátt í að styrka heil­brigðis­kerfið.

mbl.is

Innlent »

Útilíkamsrækt í hreystigörðum

18:30 Fimm sveitarfélög hafa sett upp hreystigarða fyrir íbúa sína. Í görðunum, sem eru úti og ýmist kallaðir hreyfi- eða hreystigarðar, eru tæki til þol-, styrktar- og teygjuæfinga. Ókeypis er í tækin, sem ætluð eru fullorðnum. Meira »

Fer maraþon á hjólabretti

18:15 „Þetta er sjötta maraþonið mitt. Ég er hérna til að hafa gaman og njóta andrúmsloftsins. Svo er þetta skemmtileg leið til að sjá borgina,“ segir Chris Koch, 39 ára ferðalangur og hlaupari. Chris tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun á hjólabretti, en hann fæddist bæði án handa og fóta. Meira »

Miðbærinn tekur á sig mynd

17:30 Það stendur mikið til í miðbænum á morgun þegar Menningarnótt fer fram í 23. skipti. Verið var að tyrfa Klapparstíginn þar sem mikið karnival fer fram á morgun á vegum Nova og við Arnarhól var verið að setja upp stærsta svið sem hefur verið á notað í Tónaflóði Rásar 2. Meira »

Vilja nútímavæða sjávarútveginn

17:15 „Sjávarútvegurinn hefur verið tiltölulega íhaldssöm atvinnugrein og hefur ekki tileinkað sér aðferðafræði sem hefur þekkst í fjármálakerfinu undanfarna áratugi. Við erum að reyna að koma þannig hugsun og aðferðafræði inn í sjávarútveginn,“ segir dr. Jón Þrándur Stefánsson, stjórnarformaður Sea Data Center, í samtali við mbl.is. Meira »

Tók ekki öskrandi á móti fólki

17:00 Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, segist ekki muna eftir fundi með leikmönnum kvennalandsliðsins í knattspyrnu vegna þáverandi landsliðsþjálfara liðsins, Þórðar Lárussonar, þar sem hann hafi öskrað á þær en það kom fram í fyrirlestri Þóru B. Helgadóttur, fyrrverandi landsliðskonu. Meira »

Birtir erindi framkvæmdastjóra KVH

16:19 „Á fundi forsætisnefndar sem var að ljúka rétt í þessu sá ég mig knúna til að leggja fram tölvuskeyti frá framkvæmdastjóra Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Ég hef því að fullu upplýst hvaðan ég fékk upplýsingarnar,“ segir Vigdís Hauksdóttir í tölvupósti til fjölmiðla í dag. Meira »

Hlaupandi fólk um allan bæ

16:04 „Það verður hlaupandi fólk um allan bæ á morgun fram eftir degi,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur, og kveður skráningu og áheitasöfnun fyrir Reykjavíkurmaraþonið, sem haldið er á morgun, ganga mjög vel. Meira »

Forsetinn gaf frumkvöðlum heillaráð

15:35 Fjárfestadagur Startup Reykjavik var haldinn í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem níu sprotafyrirtæki kynntu viðskiptahugmyndir sínar fyrir innlendum og erlendum fjárfestum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hóf daginn með því að gefa frumkvöðlum tvö heillaráð fyrir komandi áskoranir. Meira »

Fer lengra ef söfnunin gengur vel

15:02 „Við völdum að hlaupa fyrir Kraft því systir okkar þriggja, Ólöf, greindist með heilaæxli þegar hún var einungis þrítug,“ segir Unnur Lilja Bjarnadóttir. Hún og fjölskylda hennar hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til stuðnings Krafti. Meira »

„Verið að gera úlfalda úr mýflugu“

14:54 „Það er tiltölulega ný farið að tala um að glýfosat sé mögulega krabbameinsvaldur, en það hefur verið lengi notað og í miklu magni. Sé það mikill skaðvaldur er sennilegt að vísbendingar hefðu komið fram fyrir löngu,“ segir Kristín Ólafsdóttir, doktor í lífefnafræði. Meira »

Síðasta kæran felld niður

14:24 Búið er að fella niður áttundu og síðustu kæruna sem barst á hendur karlmanni sem starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, en hann var sakaður um að beita börn grófu kynferðislegu ofbeldi. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við mbl.is. Meira »

Smáralind rýmd vegna vatnsleka

14:07 Verslunarmiðstöðin Smáralind var rýmd um hádegisbil vegna vatnsleka. Þetta staðfestir Sveinn Stefánsson, umsjónarmaður Smáralindar. Vatnsrör sem tengist brunakerfi Smáralindar fór í sundur um klukkan 11:15 á athafnasvæði verslana, sem er í kjallara í suðurhluta verslunarmiðstöðvarinnar. Meira »

Fyrsta lag Baldurs úr Hjartasteini

14:00 Baldur Einarsson, ungur leikari og tónlistarmaður sem lék í myndinni Hjartasteini, spjallaði um myndina og næstu tónlistarverkefni sín á K100 í vikunni. Þar var lagið hans, On my Mind, frumflutt, en Einar Örn Jónsson, faðir hans og tónlistarmaður, samdi. Feðgarnir unnu lagið og myndbandið saman. Meira »

Hafa fundið makríl í Smugunni

13:58 Bjarni Ólafsson AK stefnir nú hraðbyri í Smuguna en þar hefur verið nokkur makrílveiði síðustu daga, á sama tíma og rólegt hefur verið yfir makrílveiðunum við Íslandsstrendur. Meira »

Skólabækurnar ódýrastar hjá Heimkaup

13:56 Töluverður verðmunur er á skólabókum fyrir framhaldsskólanema á milli verslana og gætu nemendur sparað sér töluverðar fjárhæðir með því að kaupa bækurnar þar sem þær eru ódýrastar. Allt að 5.349 kr. verðmunur var á einstakri bók í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var þann 15. ágúst. Meira »

Úr Réttó í menntamálaráðuneytið

13:25 Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skólastjóri við Réttarholtsskóla, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Jón Pétur hefur starfað að skólamálum um árabil, nú síðast sem skólastjóri Réttarholtsskóla. Meira »

Ölfusár­brú opin á ný

13:18 Búið er að opna Ölfusárbrú fyrir umferð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Upphaflega var gert ráð fyrir að hún myndi ekki opna fyrr en á mánudag. Opnun fyrir áætlaðan tíma er sagt góðu skipulagi og samvinnu þeirra sem koma að verkinu að þakka. Meira »

Ræddu málið í morgunmatnum

12:50 „Ég get tekið undir hvert orð sem hún segir,“ segir Guðlaug Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, um fyrirlestur Þóru B. Helgadóttur á ráðstefnunni „Gender and Sport“ í gær. Meira »

Sækja um að hjóla til Parísar

12:10 „Það eru þó nokkuð margir búnir að sækja um,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, fjölmiðlafulltrúi Team Rynkeby á Íslandi. Frestur til að sækja um þátttöku í góðgerðarhjólreiðum frá Kaupmannahöfn til Parísar rennur út í dag. Meira »
antik eikar hornskápur
er með fallegan hornskáp með strengdu gleri á25,000 kr sími 869-2798...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1250.000 + vsk ...
Hótel til sölu á AlGarve í Portúgal.
Alls 18 vel útbúin herbergi. Ásett verð: 3.900.000 EUR Fyrirspurnir sendist á: ...
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...