„Verulega erfitt og þungt ástand“

29 sjúklingar liggja á göngum bráðamóttökunnar í dag.
29 sjúklingar liggja á göngum bráðamóttökunnar í dag. mbl.is/Hjörtur

„Það er verulega erfitt og þungt ástand á bráðamóttökunni í dag. Í morgun voru 29 sjúklingar sem höfðu lokið bráðamóttökuþjónustu og voru að bíða eftir innlögnum á legudeildir. Það skapar mikið plássleysi á bráðamóttökunni því það eru bara 34 rúm á allri deildinni,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.

Ekki er hægt að rekja ástandið á bráðamóttökunni nú til ákveðinnar veikindahrinu eða faraldar smitsjúkdóma, heldur er um að ræða viðvarandi ástand sem er misslæmt. Í dag er það sérstaklega slæmt.

„Þetta er ákveðin keðjuverkun. Annars vegar er um að ræða lokanir á legudeildum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum, sem gerir það að verkum að sjúklingar festast hjá okkur. Hins vegar eru ennþá margir sjúklingar á spítalanum sem eru með færni- og heilsumat en komast ekki á hjúkrunar- eða dvalarheimili. Þetta eru grundvallarástæður fyrir þessu, en einkennin koma fyrst og fremst fram á bráðamóttökunni. Fólk safnast saman þar og flöskuháls myndast.“

Jón Magnús segir ástandið hafa farið stigvaxandi síðustu dagana, en það sé óvenju slæmt í dag.

Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni, segir ástandið hafa farið ...
Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni, segir ástandið hafa farið stigvaxandi síðustu daga. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegna ástandsins er hætt við því að þeir sem ekki eru með bráð vandamál þurfi að bíða ansi lengi eftir þjónustu, en Jón Magnús tekur fram að allir þeir sem þurfi á aðkallandi þjónustu að halda vegna veikinda eða slysa fái hana strax.

Þá segir hann bráðamóttökuna vera í góðu samstarfi við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu og læknavaktina og fólki með minna aðkallandi mál sé vísað þangað.

Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu ári sem ástandið á bráðamóttökunni er sérstaklega erfitt, en í febrúar var ástandið svo slæmt að heilbrigðisráðherra var sérstaklega upplýstur um alvarlega stöðu. Þá var ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga sem á bráðamóttökuna leituðu.

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra lagði þá áherslu á að hratt yrði unnið að þeim verk­efn­um sem höfðu verið ákveðin til að efla heil­brigðis­kerfið og styrkja mönn­un þess. Vísaði hún til yfirlýsingar þess efnis undirritaða af for­sæt­is-, fjár­mála- og heil­brigðisráðherra. Þar kem­ur meðal ann­ars fram að farið verði í um­bæt­ur á kjör­um og starfs­um­hverfi heil­brigðis­starfs­manna. Ráðherra legg­ur einnig áherslu á upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma sem veiga­mik­inn þátt í að styrka heil­brigðis­kerfið.

mbl.is

Innlent »

Boðar lækkun tekjuskatts

17:53 Unnið hefur verið að því um langt skeið að útfæra leiðir til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins að ná saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafanna. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um mögulega aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum. Meira »

Áreitti og sendi „ógeðslegar typpamyndir“

17:07 Landsréttur hefur staðfest þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm yfir karlmanni fyrir að áreita konu með dónalegum smáskilaboðum. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, bauð konunni meðal annars pening í skiptum fyrir kynlíf og sendi henni þrjár typpamyndir. Meira »

Tólf aðstoðarsáttasemjarar tilnefndir

16:54 Ríkissáttasemjari hefur tilnefnt hóp aðstoðarsáttasemjara sem koma til með að aðstoða ríkissáttasemjara og aðstoðarríkissáttasemjara, sem aðeins hefur verið einn hingað til, í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Meira »

Skora á ráðuneyti að bregðast við

16:19 Hjúkrunarráð Landspítala skorar á heilbrigðisyfirvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í áskorun sem hjúkrunarráð sendi heilbrigðisráðuneyti í gær. Meira »

Pattstaða í fatasöfnun yfir jólin

16:00 „Allt þetta hökt í keðjunni hafði mikil áhrif. Við gátum ekki annað öllu sem okkur barst, en við erum að ná þessu upp aftur og fólk þarf ekki að óttast að ekki verði tekið við fötum í Sorpu um helgina,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins. Meira »

Skoða aðstæður barnshafandi á landsbyggðinni

15:56 Félags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu á ríkisstjórnarfundi í morgun áform um skoða í sameiningu breytingar til að styðja betur við barnshafandi konur á landsbyggðinni og fjölskyldur þeirra. Meira »

Greiðir fyrir beinu flugi milli Íslands og Japans

15:28 Sendinefnd utanríkisráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fundaði með fulltrúum samgönguráðuneytis Japans í Tókýó í gær um gagnkvæm loftferðasamskipti. Meira »

Flugvirkjar semja við Bluebird

14:53 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Bluebird undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á öðrum tímanum í dag samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara. Meira »

Mikill meirihluti vill seinkun klukku

14:48 Rúm 63% Íslendinga eru hlynnt því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er, en rúm 36% vilja óbreytta stöðu klukkunnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Meira »

Landsréttur staðfestir dóm yfir Cairo

14:11 Sextán ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Khaled Cairo, sem varð Sanitu Brauna að bana í íbúð við Hagamel í september árið 2017, hefur verið staðfestur af Landsrétti. Cairo mun una niðurstöðu Landsréttar. Meira »

Vatnsmýri verði 102 Reykjavík

13:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að þess verði farið á leit við póstnúmeranefnd Íslandspósts að Vatnsmýri fái póstnúmerið 102. Íbúar í Skerjafirði eru mótfallnir breytingunni og segja að íbúðaverð muni lækka við póstnúmerabreytinguna. Meira »

Meðferð Hjartar Elíasar gengur vel

13:45 „Það gengur vel með Hjört sem lauk krabbameinsmeðferð þegar hann útskrifaðist frá Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en hann þarf enn að taka krabbameinslyf. Hjörtur fór í jáeindaskanna í dag [í gær] og það kemur í ljós næstu daga hvort hann sé læknaður af krabbameininu,“ segir móðir hans. Meira »

Nauðungarvistun litlar skorður settar

13:38 Sérfræðinefnd Evrópuráðsins hefur ítrekað farið fram á endurbætur á lögræðislögum Íslands, en það er ekkert í íslenskum lögum sem kemur í veg fyrir að saga Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, endurtaki sig. Meira »

Umræðan drifin áfram af tilfinningu

13:37 Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra er ekki kunnugt um að nokkrum stað hafi verið gerður jafn ítarlegur gagnagrunnur um tekjur íbúa en nú er til um Íslendinga. Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi í dag vegna nýs vefs þar sem hægt er að skoða tekjuþróun Íslendinga 1991 til 2017. Meira »

Fleiri hjónabönd og færri skilnaðir

13:30 Alls gengu 3.979 einstaklingar í hjónaband á síðasta ári en 1.276 skildu, samkvæmt skráningu í Þjóðskrá Íslands.  Meira »

Vantaði innsýn þeirra sem hafa reynslu

13:07 Notendasamtökin Hugarafl segja að það hafi vantað innsýn einstaklinga með persónulega reynslu af því öngstræti sem það er að vilja ekki lifa lengur, í umtöluðu Kastljósviðtali vegna ummæla Öldu Karenar Hjaltalín um geðheilbrigðismál á þriðjudag. Meira »

Réðst á mann með skefti af álskóflu

13:06 Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 275 þúsund króna í miskabætur fyrir líkamsárás. Meira »

Fullyrðingarnar ósannaðar

12:27 Neytendastofa hefur bannað fyrirtækinu Törutrix ehf. að fullyrða í auglýsingu að varan Golden Goddess vinni gegn bólum, minnki fínar hrukkur og styrki húðina. Neytendastofa telur að fullyrðingarnar séu ósannaðar. Meira »

Hægt að árangursmæla stjórnvöld

12:12 „Hann býður upp á ótrúleg tækifæri til þess að taka góðar ákvarðanir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is um nýjan gagnagrunn stjórnvalda um tekjur landsmanna. Þá segir hún gagnagrunninn gera stjórnvöldum kleift að meta félagslegan hreyfanleika á Íslandi. Meira »
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 25 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós inna...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Gæðamotta keypt í Persíu, stærð 2x140,.
Gæðamotta keypt í Persíu, stærð 2x140. Verð 4000. Upplýsingar í síma 6942326 eða...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...