Dugar fyrir Árnessýsluna eina

Lögreglubifreið í forgangsakstri á fullri ferð. Mynd úr safni.
Lögreglubifreið í forgangsakstri á fullri ferð. Mynd úr safni. mbl.is/​Hari

Álag á lögreglumenn á Suðurlandi er mikið, enda nær umdæmið yfir um þriðjung af öllu landinu. Þetta segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, og kveðst um margt sammála Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna.

Banaslysið, sem varð á Suðurlandsvegi seinni partinn í gær er áttunda banaslysið sem orðið hefur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á árinu og var haft eftir Snorra í hádegisfréttum RÚV að álagið á lögreglumenn væri orðið ómanneskjulegt. Lögreglumönnum á Suðurlandi hefði enda fjölgað mjög lítið undanfarin tuttugu ár, þrátt fyrir fjölgun íbúa og ferðamanna í umdæminu.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir álagið á lögreglumenn hafa ...
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir álagið á lögreglumenn hafa hefur aukist í samræmi við aukin fjölda fólks á svæðinui. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Álagið hefur aukist í samræmi við aukin fjölda fólks á svæðinu, bæði íbúa, dvalargesti sumarhúsa og ferðamenn og þeim fylgja aukin verkefni,“ segir Oddur. „Ef lögreglumönnum fjölgar ekki, þá þurfa hinir að hlaupa hraðar.“

Níundi sem lætur lífið á árinu

Álag að koma á slysstað

Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi er 30.900 km2 og nær því yfir um þriðjungur af öllu landinu. Oddur bendir á að auk þess séu líka í umdæminu fámennar stöðvar þar sem langt sé í aðstoð. „Við erum líka með alveg stórkostlegt lið í sjúkraflutningum og í hlutastarfi í slökkviliði og björgunarsveitir sem eru líka undir þetta álag settar, eins og öll öryggisþjónusta í umdæminu.“ Verulega muni um vinnu þessa fólks, en vissuleg sé álag á lögreglumenn í umdæminu mikið og alltaf sé álag að koma á slysstað.

Snorri sagði einnig að sýnileg löggæsla gæti dregið úr umferðarslysum og kveður Oddur rannsóknir hafa verið gerðar sem sýni fram á slíkt. „Það eru til rannsóknir sem sýna að sýnileg löggæsla hefur beinlínis áhrif á ökulag og hegðun í umferðinni,“ segir hann.

Ekki sé heldur hægt beita kennslu sem forvörnum þar sem ferðamenn eigi í hlut. „Þetta er fólk sem kemur og er í nokkra daga og er svo farið. Þannig að það er ekki verið að kenna því fólki inn á þessa umferð, heldur þarf að  grípa inn í og vekja athygli ferðamanns á því að hann þurfi að fara að lögum í umferðinni. Sýnilega löggæslan er það eina sem gerir það,“ segir Oddur.

Spurður hversu margir lögreglumenn þyrftu að vera á Suðurlandi svo vel eigi að vera, segir Oddur að í úttekt ríkislögreglustjóra frá 2007 hafi niðurstaðan verið sú að í Árnessýslu einni þyrftu að vera 36 lögreglumenn. „Við erum hins vegar með rétt um 40 lögreglumenn í umdæminu öllu í dag.“

Ferðamönnum í umdæminu hefur fjölgað umtalsvert frá því að að úttekt ríkislögreglustjóra var gerð og segir Oddur fjöldann í umdæminu öllu í dag, því væntanlega vera tilvalinn fyrir Árnessýsluna eina. „Draumurinn hjá okkur er líka að stækka sólarhringsvaktina. Við erum með sólarhringsvakt í Árnessýslu og við myndum vilja vera með sólarhringsvakt á Hvolsvelli líka. Því það myndi auka öryggi íbúa og ferðamanna á þessum fjölsóttu ferðamannastöðum og þá yrði hægt að ná í lögreglu þar allan sólarhringinn.“

mbl.is

Innlent »

Ákærðir fyrir árás á Houssin

11:35 Héraðssaksóknari hefur ákært Baldur Kolbeinsson og Trausta Rafn Henriksson fyrir hættulega líkamsárás á ungan hælisleitanda frá Marokkó, Houssin Bsraoi, í janúar síðastliðnum. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudaginn. Meira »

Tankbíll í árekstri á Hringbraut

10:45 Tankbíll og fólksbíll rákust saman á gatnamótum Hringbrautar og Nauthólsvegar, skammt frá BSÍ, um klukkan 10 í morgun.  Meira »

Undir áhrifum áfengis og svefnlyfs

10:29 Kona sem lést í bílslysi á Grindavikurvegi í mars í fyrra var ekki spennt í öryggisbelti. Hún kastaðist út úr bílnum þegar hann hafnaði utan vegar og valt. Konan var undir verulegum áhrifum áfengis og einnig undir áhrifum svefnlyfs. Styrkur þess í blóði var við eitrunarmörk. Meira »

Innkalla rjómasúkkulaði

09:27 Nói Síríus hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrísflögum og sjávarsalti. Meira »

Umferðarslys á Þrengslavegi

09:14 Einn var fluttur á sjúkrahús eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Þrengslavegar í morgun.  Meira »

Ljósastýring við Goðafoss?

08:18 Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar hættu sem skapast við einbreiða brú yfir Skjálfandafljót við Goðafoss þegar umferð er sem mest. Meira »

Snjóflóð tengd aukinni umferð

07:57 Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að aukin fjölgun snjóflóða af mannavöldum komi ekki á óvart, þar sem hún haldist í hendur við stóraukna ástundun fólks á vetraríþróttum til fjalla. Meira »

Fyrsta flensutilfelli haustsins staðfest

07:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir að eitt tilfelli af flensu hafi greinst á Landspítalanum í haust.   Meira »

Skrifar Jóni Steinari opið bréf

07:34 Anna Bentína Hermansen, brotaþoli kynferðisofbeldis og íslensks réttarkerfis, skrifar Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni opið bréf þar sem hún segist taka áskorun hans um að spjalla á opinberum vettvangi. Þar greinir hún frá því þegar hún leitaði til hans sem lögmanns vegna kynferðislegs ofbeldis. Meira »

Snjór og éljagangur á Öxnadalsheiði

07:05 Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum víða um land. Meðal annars er hálka á Hellisheiði og Þrengslum.   Meira »

Blæs úr ýmsum áttum

06:55 Búast má við vestlægri golu eða kalda víða um land í dag og má búast við snjókomu á norðanverðu landinu. Á morgun verður vindur með rólegasta móti en á miðvikudag mun vindur blása af ýmsum áttum og nokkuð drjúg úrkoma fylgir með og er hún líkleg til að vera slydda eða snjókoma um landið norðanvert. Meira »

Fjölgun varaþingmanna eðlileg

05:30 „Fjölgun varamanna á sér eðlilegar skýringar. Við tökum að einhverju leyti meiri þátt í alþjóðastarfi og ég þori að fullyrða að ekkert bruðl sé í gangi vegna þess enda erum við oftast með minnstu sendinefndirnar á alþjóðavettvangi en reynum að taka þátt með sómasamlegum hætti.“ Meira »

Kirkjan tekur afstöðu í umhverfismálum

05:30 Ráðstefnunni Arctic Circle lauk í gær, eftir þriggja daga dagskrá. Við lok ráðstefnunnar settust fimm biskupar frá Norðurlöndum niður og settu fram skýra afstöðu kirknanna til umhverfismála á norðurslóðum. Meira »

„Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“

05:30 Góð stemning og baráttuhugur var í húsnæði BSRB í gær þegar konur á öllum aldri unnu að gerð kröfuspjalda fyrir kvennafrídaginn 24. október. Meira »

Sala á bílum á pari við árið 2016

05:30 „Við höfum ekki stórar áhyggjur af bílamarkaðnum á Íslandi og það er langur vegur frá því að um hrun á markaðnum sé að ræða enda var septembermánuður þriðji mesti sölumánuðurinn frá 2008. 435 nýskráningar á bifreiðum voru gerðar frá 1. til 20. október og búast má við 200 til 300 skráningum í viðbót út mánuðinn. Það sem af er þessu ári hafa 16.400 bifreiðar verið seldar.“ Meira »

Tilviljun leiddi til listar á leikskóla

05:30 Bandaríski listamaðurinn Richard Spiller lauk nýverið við brúðuleikhússýningu með börnunum á leikskólanum Dvergasteini í Reykjavík. Verkefnið er hugarfóstur hans og Jódísar Hlöðversdóttur, sem er textílhönnuður frá Listaháskóla Íslands og sér um listkennslu í leikskólanum. Meira »

Bann við sæstreng yrði andstætt EES

05:30 Peter Thomas Örebech, lagaprófessor við háskólann í Tromsö, telur að reglurnar sem felast í þriðja orkupakka Evrópusambandsins muni eiga fullkomlega við um Ísland, hafni Íslendingar ekki upptöku hans. Meira »

80% fyrirtækja hafa orðið fyrir netárás

05:30 Samkvæmt nýrri viðhorfskönnun Deloitte á Íslandi hafa 80% fyrirtækja hérlendis orðið fyrir svonefndri „veiðipóstaárás“, en slíkar árásir nefnast „phishing“ á ensku. Meira »

Fjárfest í þara fyrir milljarða

05:30 Íslenska kalkþörungafélagið hefur uppi áform um að reisa kalkþörunga- og þangvinnslu í Stykkishólmi og Súðavík.   Meira »
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Til leigu
Falleg tveggja til þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi í Hlíðun...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648 Allar byggingarframkvæmdir sem krefjast byggingale...