Dugar fyrir Árnessýsluna eina

Lögreglubifreið í forgangsakstri á fullri ferð. Mynd úr safni.
Lögreglubifreið í forgangsakstri á fullri ferð. Mynd úr safni. mbl.is/​Hari

Álag á lögreglumenn á Suðurlandi er mikið, enda nær umdæmið yfir um þriðjung af öllu landinu. Þetta segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, og kveðst um margt sammála Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna.

Banaslysið, sem varð á Suðurlandsvegi seinni partinn í gær er áttunda banaslysið sem orðið hefur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á árinu og var haft eftir Snorra í hádegisfréttum RÚV að álagið á lögreglumenn væri orðið ómanneskjulegt. Lögreglumönnum á Suðurlandi hefði enda fjölgað mjög lítið undanfarin tuttugu ár, þrátt fyrir fjölgun íbúa og ferðamanna í umdæminu.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir álagið á lögreglumenn hafa ...
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir álagið á lögreglumenn hafa hefur aukist í samræmi við aukin fjölda fólks á svæðinui. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Álagið hefur aukist í samræmi við aukin fjölda fólks á svæðinu, bæði íbúa, dvalargesti sumarhúsa og ferðamenn og þeim fylgja aukin verkefni,“ segir Oddur. „Ef lögreglumönnum fjölgar ekki, þá þurfa hinir að hlaupa hraðar.“

Níundi sem lætur lífið á árinu

Álag að koma á slysstað

Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi er 30.900 km2 og nær því yfir um þriðjungur af öllu landinu. Oddur bendir á að auk þess séu líka í umdæminu fámennar stöðvar þar sem langt sé í aðstoð. „Við erum líka með alveg stórkostlegt lið í sjúkraflutningum og í hlutastarfi í slökkviliði og björgunarsveitir sem eru líka undir þetta álag settar, eins og öll öryggisþjónusta í umdæminu.“ Verulega muni um vinnu þessa fólks, en vissuleg sé álag á lögreglumenn í umdæminu mikið og alltaf sé álag að koma á slysstað.

Snorri sagði einnig að sýnileg löggæsla gæti dregið úr umferðarslysum og kveður Oddur rannsóknir hafa verið gerðar sem sýni fram á slíkt. „Það eru til rannsóknir sem sýna að sýnileg löggæsla hefur beinlínis áhrif á ökulag og hegðun í umferðinni,“ segir hann.

Ekki sé heldur hægt beita kennslu sem forvörnum þar sem ferðamenn eigi í hlut. „Þetta er fólk sem kemur og er í nokkra daga og er svo farið. Þannig að það er ekki verið að kenna því fólki inn á þessa umferð, heldur þarf að  grípa inn í og vekja athygli ferðamanns á því að hann þurfi að fara að lögum í umferðinni. Sýnilega löggæslan er það eina sem gerir það,“ segir Oddur.

Spurður hversu margir lögreglumenn þyrftu að vera á Suðurlandi svo vel eigi að vera, segir Oddur að í úttekt ríkislögreglustjóra frá 2007 hafi niðurstaðan verið sú að í Árnessýslu einni þyrftu að vera 36 lögreglumenn. „Við erum hins vegar með rétt um 40 lögreglumenn í umdæminu öllu í dag.“

Ferðamönnum í umdæminu hefur fjölgað umtalsvert frá því að að úttekt ríkislögreglustjóra var gerð og segir Oddur fjöldann í umdæminu öllu í dag, því væntanlega vera tilvalinn fyrir Árnessýsluna eina. „Draumurinn hjá okkur er líka að stækka sólarhringsvaktina. Við erum með sólarhringsvakt í Árnessýslu og við myndum vilja vera með sólarhringsvakt á Hvolsvelli líka. Því það myndi auka öryggi íbúa og ferðamanna á þessum fjölsóttu ferðamannastöðum og þá yrði hægt að ná í lögreglu þar allan sólarhringinn.“

mbl.is

Innlent »

Nokkrir hlauparar fluttir á slysadeild

17:50 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í kringum Reykjavíkurmaraþonið, sem fram fór í morgun. Flytja þurfti á bilinu 7-9 hlaupara til aðhlynningar á slysadeild sökum örmögnunar og er það minna en mörg fyrri ár. Meira »

Glaður Dagur á Menningarnótt

16:55 „Það er allt á fullu alls staðar og hvar sem maður fer er fullt af fólki með bros á vör,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Mikið er um að vera í miðborg Reykjavíkur í dag þar sem Menningarnótt fer fram í 23. skiptið. Meira »

Stefnir í yfir 50% kjörsókn

16:45 Ágætislíkur eru á að kjörsókn fari yfir 50 prósent í íbúakosningum í Árborg þar sem íbúar kjósa um aðal- og deiliskipulag nýs miðbæjar á Selfossi. Þetta segir Ingimundur Sigurmundsson, formaður yfirkjörstjórnar. Meira »

Tuga hvala vaða við Rif

15:30 Hátt í hundrað grindhvalir hafa safnast saman í hafnargarðinum við Rif á Snæfellsnesi. Ólíklegt er að um sömu hvalatorfu og varð innlyksa í Kolgrafafirði fyrr í mánuðinum sé að ræða þar sem kálfar eru í vöðunni við Rif. Björgunaraðilum hefur ekki tekist að reka þá út. Meira »

Missti sjónina á hálfu ári

13:59 Spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson var 19 ára þegar hann missti sjónina, þá að ljúka námi á rafiðnaðarbraut og á fullu í fótbolta. Sjónin fór úr fullkominni hundrað prósenta sjón niður í fimm prósent á aðeins hálfu ári. Meira »

„Heppin að vera á lífi“

13:23 „Það hefur alltaf verið viðloðandi við kattahald að það séu einhverjir óábyrgir aðilar inn á milli. Við viljum ekki að það séu neinir kettlingar úti í kössum. Þessi grey eru bara heppin að vera á lífi. Þeir voru svo svakalega vannærðir og litlir. Þeir koma ekki úr góðum aðstæðum, það er alveg ljóst. Mamma þeirra var líka mjög vannærð,“ segir Halldóra Snorradóttir, forstöðukona Kattholts. Meira »

Arnar í þriðja sæti í maraþoninu

12:37 Benjamin Paul Zywicki frá Bandaríkjunum sigraði í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2018. Hann hljóp á 2:23:43, sem er 9. besti tíminn sem náðst hefur í karlaflokki frá upphafi. Meira »

Munaði aðeins sjö sekúndum

11:55 Sigurvegarar í 10 kílómetra hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru Helga Guðný Elíasdóttir og Florian Pyszel, en aðeins munaði sjö sekúndum á fyrsta og öðru sæti í karlaflokki. Meira »

Góðar líkur á bindandi niðurstöðu

11:46 Íbúakosning um nýjan miðbæ á Selfossi fer vel af stað í sveitarfélaginu Árborg samkvæmt formanni yfirkjörstjórnar, Ingimundi Sigurmundssyni. Kosið er um nýtt deiliskipulag en í því felst meðal annars bygging skyr- og mjólkursafns sem yrði alþjólegt heimili skyrsins á Selfossi. Meira »

Fluttur á sjúkrahús eftir árekstur

11:40 Bifhjól og fólksbíll rákust saman á gatnamótum Bústaðavegar og Sogavegar nú skömmu fyrir hádegi. Hefur ökumaður bifhjólsins verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar áverka. Meira »

Hafa landað meira en þúsund tonnum

11:25 Makrílafli smábátaveiðimanna er nú kominn yfir þúsund tonn og hefur mestu verið landað í Keflavík, eða alls 765 tonnum miðað við löndunartölur í gær. Meira »

Guðni kominn í mark

10:49 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er kominn í mark í hálfu maraþoni á tímanum 01:48:40. Þetta er í 16. sinn sem Guðni hleypur hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Sigruðu í hálfu maraþoni

10:44 Fyrstu hlauparar í hálfu maraþoni eru komnir í mark í Lækjargötunni. Sigurvegari í karlaflokki er Raymond McCormack Jr., frá Bandaríkjunum á tímanum 01:05:17, en sigurvegari í kvennaflokki er Jess Draskau Petersson frá Danmörku, á tímanum 01:15:58. Meira »

Má bjóða þér kanilsnúð að drekka?

09:57 Hver elskar ekki dúnmjúka kanilsnúða? Og hver elskar ekki góðan bjór? En hvað ef það væri hægt sameina þetta tvennt í eina vöru, kanilsnúðana og bjórinn? Búa til kanilsnúðabjór. Það er nefnilega nákvæmlega það sem brugghúsið RVK Brewing Co hefur verið að gera. Meira »

Sterkur heiðagæsastofn

08:18 Gæsaveiðitímabilið hefst á mánudag, 20. ágúst, og er leyfilegt að skjóta grágæs og heiðagæs. Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki, segir á vef Umhverfisstofnunar, eða um fimmfalt stærri að talið er en grágæsastofninn. Meira »

Gifsplötur efst á matseðli myglu

07:57 Hátt í 300 manns mættu á málstofu um myglu sem Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (RB) við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hélt í gær. Yfirskrift fundarins var: Rakaskemmdir og mygla. Íslenski útveggurinn og reynsla Svía. Meira »

Hefðbundið leiðakerfi rofið í kvöld

07:54 Strætó mun í dag aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun, frá morgni og til klukkan 22.30. Þó má búast við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkurmaraþons, að því er fram kemur í tilkynningu frá byggðasamlaginu. Meira »

Sundhöllin ekki friðuð

07:37 Minjastofnun Íslands telur sér ekki fært að eiga frumkvæði að því að leggja til við menntamálaráðherra að friðlýsa Sundhöllina í Keflavík. Óskað hafði verið eftir áliti húsafriðunarnefndar á friðlýsingu hússins ef varðveisla þess yrði ekki tryggð skv. deiliskipulagi. Meira »

Met slegið í söfnun áheita

07:34 Alls hafa 14.579 manns skráð sig til þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fram fer í dag í 35. sinn. Aldrei áður hafa jafnmargir skráð sig í 10 kílómetra hlaupið, auk þess sem það stefnir í metfjölda í svokölluðu þriggja kílómetra skemmtiskokki. Ljóst er enn fremur að metið í söfnun áheita, frá því í fyrra, hefur þegar verið slegið. Meira »
Inntökupróf
Inntökupróf verður haldið í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin...
Antik!!! Bílkasettutæki og hátalarar..
Til sölu Clarion bílkasettutæki ónotað, enn í kassanum..Verð kr 10000 (antik ! )...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...