Dugar fyrir Árnessýsluna eina

Lögreglubifreið í forgangsakstri á fullri ferð. Mynd úr safni.
Lögreglubifreið í forgangsakstri á fullri ferð. Mynd úr safni. mbl.is/​Hari

Álag á lögreglumenn á Suðurlandi er mikið, enda nær umdæmið yfir um þriðjung af öllu landinu. Þetta segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, og kveðst um margt sammála Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna.

Banaslysið, sem varð á Suðurlandsvegi seinni partinn í gær er áttunda banaslysið sem orðið hefur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á árinu og var haft eftir Snorra í hádegisfréttum RÚV að álagið á lögreglumenn væri orðið ómanneskjulegt. Lögreglumönnum á Suðurlandi hefði enda fjölgað mjög lítið undanfarin tuttugu ár, þrátt fyrir fjölgun íbúa og ferðamanna í umdæminu.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir álagið á lögreglumenn hafa ...
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir álagið á lögreglumenn hafa hefur aukist í samræmi við aukin fjölda fólks á svæðinui. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Álagið hefur aukist í samræmi við aukin fjölda fólks á svæðinu, bæði íbúa, dvalargesti sumarhúsa og ferðamenn og þeim fylgja aukin verkefni,“ segir Oddur. „Ef lögreglumönnum fjölgar ekki, þá þurfa hinir að hlaupa hraðar.“

Níundi sem lætur lífið á árinu

Álag að koma á slysstað

Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi er 30.900 km2 og nær því yfir um þriðjungur af öllu landinu. Oddur bendir á að auk þess séu líka í umdæminu fámennar stöðvar þar sem langt sé í aðstoð. „Við erum líka með alveg stórkostlegt lið í sjúkraflutningum og í hlutastarfi í slökkviliði og björgunarsveitir sem eru líka undir þetta álag settar, eins og öll öryggisþjónusta í umdæminu.“ Verulega muni um vinnu þessa fólks, en vissuleg sé álag á lögreglumenn í umdæminu mikið og alltaf sé álag að koma á slysstað.

Snorri sagði einnig að sýnileg löggæsla gæti dregið úr umferðarslysum og kveður Oddur rannsóknir hafa verið gerðar sem sýni fram á slíkt. „Það eru til rannsóknir sem sýna að sýnileg löggæsla hefur beinlínis áhrif á ökulag og hegðun í umferðinni,“ segir hann.

Ekki sé heldur hægt beita kennslu sem forvörnum þar sem ferðamenn eigi í hlut. „Þetta er fólk sem kemur og er í nokkra daga og er svo farið. Þannig að það er ekki verið að kenna því fólki inn á þessa umferð, heldur þarf að  grípa inn í og vekja athygli ferðamanns á því að hann þurfi að fara að lögum í umferðinni. Sýnilega löggæslan er það eina sem gerir það,“ segir Oddur.

Spurður hversu margir lögreglumenn þyrftu að vera á Suðurlandi svo vel eigi að vera, segir Oddur að í úttekt ríkislögreglustjóra frá 2007 hafi niðurstaðan verið sú að í Árnessýslu einni þyrftu að vera 36 lögreglumenn. „Við erum hins vegar með rétt um 40 lögreglumenn í umdæminu öllu í dag.“

Ferðamönnum í umdæminu hefur fjölgað umtalsvert frá því að að úttekt ríkislögreglustjóra var gerð og segir Oddur fjöldann í umdæminu öllu í dag, því væntanlega vera tilvalinn fyrir Árnessýsluna eina. „Draumurinn hjá okkur er líka að stækka sólarhringsvaktina. Við erum með sólarhringsvakt í Árnessýslu og við myndum vilja vera með sólarhringsvakt á Hvolsvelli líka. Því það myndi auka öryggi íbúa og ferðamanna á þessum fjölsóttu ferðamannastöðum og þá yrði hægt að ná í lögreglu þar allan sólarhringinn.“

mbl.is

Innlent »

Óformlegar þreifingar í gangi

Í gær, 21:25 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist telja að góður meirihluti sé í borgarstjórn fyrir þeim málum sem fyrri meirihluti í borgarstjórn hefur sett á oddinn síðustu ár, m.a. þéttingu byggðar og borgarlínu. Meira »

Áreitti starfsfólk með ógnandi háttarlagi

Í gær, 20:34 Tilkynning barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu skömmu fyrir klukkan 16:00 í dag um karlmann sem var að áreita starfsfólk verslunar í miðbæ Reykjavíkur með ógnandi háttarlagi og framkomu. Meira »

Til í allt nema Sjálfstæðisflokkinn

Í gær, 20:32 Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata segir að enn liggi ekki fyrir hvaða meirihlutamynstur Pírötum hugnist best að taka þátt í. Þó sé alveg ljóst að Píratar vinni ekki með Sjálfstæðisflokki. Meira »

Selkópur fékk lögregluaðstoð

Í gær, 19:52 Lögreglumenn á Akureyri björguðu í morgun selkóp, sem hafði náð að skorða sig á milli tveggja steina í fjörunni við Drottningarbraut. Meira »

„Hefð að stærsti flokkurinn leiði“

Í gær, 19:28 „Sjálfstæðisflokkurinn er langstærstur og það hefur verið svona hefð að stærsti flokkurinn leiði borgarstjórnina. Það var þegar Jón Gnarr vann sinn sigur og svo Samfylkingin og nú erum við með þennan sigur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Bifreið skemmd fyrir utan kosningaskrifstofu

Í gær, 18:26 Skemmdarverk var framið á jeppabifreið sem lagt hafði verið fyrir utan kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins við Kirkjubraut á Akranesi. Meira »

Allt galopið á Fljótsdalshéraði

Í gær, 18:24 Það er allt opið varðandi myndun meirihluta í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs, að sögn Önnu Alexandersdóttur, sem leiddi lista Sjálfstæðisflokks og óháðra. Hún segir engar formlegar viðræður hafa farið fram, en „einhver samtöl“ hafi þó átt sér stað. Meira »

Óbreytt staða eftir endurtalningu

Í gær, 18:05 Fjöldi bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð er óbreyttur eftir endurtalningu atkvæða. Þetta staðfestir fulltrúi yfirkjörstjórnar í samtali við mbl.is. Meira »

Sama samstarf og áður í skoðun

Í gær, 17:34 „Mér finnst eðlilegast í ljósi útkomu kosninganna að skoðað verði hvort þeir geti unnið saman áfram áður en aðrir möguleikar verða kannaðir,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, í samtali við mbl.is. Meira »

Talið aftur í Hafnarfirði á morgun

Í gær, 17:18 Endurtalning atkvæða fer fram í Hafnarfirði á morgun, að beiðni Samfylkingar og Vinstri grænna. Bæði framboðin misstu einn bæjarfulltrúa með örfáum atkvæðum samkvæmt lokatölum. Meira »

Eðlileg staða í ljósi úrslitanna

Í gær, 16:36 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir það hið eðlilega í stöðunni að Fyrir Heimaey og Eyjalistinn ræði saman í dag. Það sé það sem búast hafi mátt við eftir úrslit kosninganna, sem sjálfstæðismenn túlki sem skýr skilaboð um að vilji kjósenda sé að breyta til í bænum. Meira »

Staða Ástu óljós

Í gær, 16:32 „Þegar fjórir flokkar standa saman að meirihluta getur það svo sem verið mjög flókið,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar, í samtali við mbl.is. Odd­vit­ar Fram­sóknar og óháðra, Miðflokksins, Áfram Árborg og Sam­fylk­ing­arinnar í Árborg hafa ákveðið að hefja viðræður um mynd­un nýs meiri­hluta í Árborg. Meira »

Viðreisn með pálmann í höndunum

Í gær, 15:53 Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir í samtali við blaðamann mbl.is tvísýnt hvort Dagur B. Eggertsson nái að halda áfram sem borgarstjóri, jafnvel þótt Samfylkingin myndi ná að mynda meirihluta. Meira »

Sólarhringstöf á flugi Icelandair frá Helsinki

Í gær, 15:48 Vél Icelandair frá Helsinki sem átti að lenda í Keflavík í gærkvöldi stendur enn sem fastast á flugvellinum í Helsinki. Samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, kom upp bilun þegar vélin átti að fara í gærkvöldi. Meira »

Vigdís sér fyrir sér meirihluta

Í gær, 14:56 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, telur að Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Flokkur fólksins eigi margt sameiginlegt og geti myndað meirihluta í borgarstjórn á málefnalegum grundvelli. Meira »

Ræða síðdegis við Eyjalistann

Í gær, 14:38 Framboðið Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjum fundar þessa stundina um niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna sem skiluðu þeim þremur bæjarfulltrúum, en sjö fulltrúar skipa bæjarstjórnina. Meira »

Talið aftur í Fjarðabyggð

Í gær, 13:42 Kjörstjórn í Fjarðabyggð hefur ákveðið að endurtelja atkvæðin í sveitarstjórnarkosningunum frá því í gær.  Meira »

„Hættið að röfla um borgarlínu“

Í gær, 13:24 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að slæmt gengi Vinstri grænna í sveitarstjórnarkosningunum megi rekja til þess að flokkurinn hafi brugðist þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Meira »

Reyna á myndun nýs meirihluta

Í gær, 12:23 Oddvitar fjögurra flokka hafa ákveðið að hefja viðræður um myndun nýs meirihluta í Árborg eftir að Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í sveitarfélaginu. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Sumarhús- gestahús- breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
 
Fræðslufulltrúi 50%
Önnur störf
Fræðslufulltrúi - 50...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Gön...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nú ...