Dugar fyrir Árnessýsluna eina

Lögreglubifreið í forgangsakstri á fullri ferð. Mynd úr safni.
Lögreglubifreið í forgangsakstri á fullri ferð. Mynd úr safni. mbl.is/​Hari

Álag á lögreglumenn á Suðurlandi er mikið, enda nær umdæmið yfir um þriðjung af öllu landinu. Þetta segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, og kveðst um margt sammála Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna.

Banaslysið, sem varð á Suðurlandsvegi seinni partinn í gær er áttunda banaslysið sem orðið hefur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi á árinu og var haft eftir Snorra í hádegisfréttum RÚV að álagið á lögreglumenn væri orðið ómanneskjulegt. Lögreglumönnum á Suðurlandi hefði enda fjölgað mjög lítið undanfarin tuttugu ár, þrátt fyrir fjölgun íbúa og ferðamanna í umdæminu.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir álagið á lögreglumenn hafa ...
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir álagið á lögreglumenn hafa hefur aukist í samræmi við aukin fjölda fólks á svæðinui. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Álagið hefur aukist í samræmi við aukin fjölda fólks á svæðinu, bæði íbúa, dvalargesti sumarhúsa og ferðamenn og þeim fylgja aukin verkefni,“ segir Oddur. „Ef lögreglumönnum fjölgar ekki, þá þurfa hinir að hlaupa hraðar.“

Níundi sem lætur lífið á árinu

Álag að koma á slysstað

Umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi er 30.900 km2 og nær því yfir um þriðjungur af öllu landinu. Oddur bendir á að auk þess séu líka í umdæminu fámennar stöðvar þar sem langt sé í aðstoð. „Við erum líka með alveg stórkostlegt lið í sjúkraflutningum og í hlutastarfi í slökkviliði og björgunarsveitir sem eru líka undir þetta álag settar, eins og öll öryggisþjónusta í umdæminu.“ Verulega muni um vinnu þessa fólks, en vissuleg sé álag á lögreglumenn í umdæminu mikið og alltaf sé álag að koma á slysstað.

Snorri sagði einnig að sýnileg löggæsla gæti dregið úr umferðarslysum og kveður Oddur rannsóknir hafa verið gerðar sem sýni fram á slíkt. „Það eru til rannsóknir sem sýna að sýnileg löggæsla hefur beinlínis áhrif á ökulag og hegðun í umferðinni,“ segir hann.

Ekki sé heldur hægt beita kennslu sem forvörnum þar sem ferðamenn eigi í hlut. „Þetta er fólk sem kemur og er í nokkra daga og er svo farið. Þannig að það er ekki verið að kenna því fólki inn á þessa umferð, heldur þarf að  grípa inn í og vekja athygli ferðamanns á því að hann þurfi að fara að lögum í umferðinni. Sýnilega löggæslan er það eina sem gerir það,“ segir Oddur.

Spurður hversu margir lögreglumenn þyrftu að vera á Suðurlandi svo vel eigi að vera, segir Oddur að í úttekt ríkislögreglustjóra frá 2007 hafi niðurstaðan verið sú að í Árnessýslu einni þyrftu að vera 36 lögreglumenn. „Við erum hins vegar með rétt um 40 lögreglumenn í umdæminu öllu í dag.“

Ferðamönnum í umdæminu hefur fjölgað umtalsvert frá því að að úttekt ríkislögreglustjóra var gerð og segir Oddur fjöldann í umdæminu öllu í dag, því væntanlega vera tilvalinn fyrir Árnessýsluna eina. „Draumurinn hjá okkur er líka að stækka sólarhringsvaktina. Við erum með sólarhringsvakt í Árnessýslu og við myndum vilja vera með sólarhringsvakt á Hvolsvelli líka. Því það myndi auka öryggi íbúa og ferðamanna á þessum fjölsóttu ferðamannastöðum og þá yrði hægt að ná í lögreglu þar allan sólarhringinn.“

mbl.is

Innlent »

Tíu milljónir í endurgreiðslu ár hvert

05:30 „Þessi framleiðsla uppfyllir umrædd skilyrði og því fær framleiðandinn þessa endurgreiðslu,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV. Meira »

Kerecis metið á 9,5 milljarða

05:30 Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis, sem framleiðir sáraumbúðir úr fiskroði, vinnur nú að hlutafjáraukningu og hyggst sækja 7,5 milljónir dollara, jafnvirði 900 milljóna króna, til þess að styðja við frekari vöxt þess á komandi misserum. Meira »

Fjármögnun tillagna á byrjunarstigi

05:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að fjármögnun tillagna átakshóps um aukið framboð á húsnæði, sem snúa að ríkinu, sé á byrjunarreit. Meira »

Makar veikjast vegna álags

05:30 „Við vitum af tugum hjóna þar sem heilbrigður maki veikist vegna álags við umönnun á veikum maka. Fólk segir ekki frá þar sem um viðkvæm persónuleg mál er að ræða. Landssamband eldri borgara hefur miklar áhyggjur af þessari þróun,“ segir Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður landssambandsins. Meira »

Sameining prestakalla í Breiðholti

05:30 Breiðholt verður eitt prestakall með þremur sóknum verði breytingartillaga þess efnis samþykkt á kirkjuþingi í haust. Unnið var að sameiningu Breiðholtsprestakalls og Fella- og Hólaprestakalls en nú er hugmyndin að Seljaprestakall verði einnig með í sameiningunni. Meira »

Fengu 153 kærumál og afgreiddu 188

05:30 Alls bárust Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála 153 kærumál á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðatölum sem fengust hjá nefndinni í gær. Tekist hefur að fækka óafgreiddum málum hjá nefndinni. Meira »

Heimavellir seldu fyrir 6,2 milljarða

05:30 Heimavellir, stærsta leigufélag landsins, hefur verið að endurskipuleggja eignasafnið sitt en á síðasta ári seldi félagið alls 210 íbúðir fyrir 6,2 milljarða króna. Þar af var eignasala á fjórða ársfjórðungi 2,9 milljarðar króna. Meira »

Vilja að hætt verði við kísilverið

Í gær, 23:55 Arion banki og Thorsil eru í yfirlýsingu frá meirihluta bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ hvött til að falla frá öllum áformum um uppbyggingu og rekstur kísilmálmverksmiðja í Helguvík. Hvetja bæjarfulltrúarnir fyrirtækin þess í stað til að taka frekar þátt í annarri atvinnuuppbyggingu Meira »

„Risastórt lífskjaramál“

Í gær, 22:20 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði húsnæðismál risastórt kjaramál í viðtali við Kastljós í kvöld, en átakshópur um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði kynnti í dag tillögur sínar í þeim efnum. Meira »

Hrói höttur í Firðinum

Í gær, 21:50 Bogfimi er kennd víða um land og nýjasta félagið á þeim vettvangi er Bogfimifélagið Hrói höttur í Hafnarfirði. Félagið var stofnað 3. september 2018 og fyrsta námskeiðið hófst í íþróttahúsi Hraunvallaskóla 3. desember síðastliðinn. Meira »

Ráðherra hafi ekki verið hæfur

Í gær, 21:30 Mál Laxinn lifi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Akurholts ehf., Geiteyrar ehf., Ara P. Wendel, Víðis Hólm Guðbjartssonar, Atla Árdal Ólafssonar, Varplands hf. og Veiðifélags Laxár á Ásum, gegn Arctic Sea Farm hf. annars vegar og Fjarðarlaxi ehf. hins vegar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Skoða tímabundna notkun Sólvangs

Í gær, 21:10 Mikil vinna hefur verið unnin í heilbrigðisráðuneytinu svo fjölga megi hjúkrunarrýmum og finna leiðir til að tryggja mönnum hjúkrunarfræðinga. Þetta kom fram í svörum heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. 140 ný hjúkrunarrými bætist við í ár og þá sé verið að skoða tímabundna notkun Sólvangs. Meira »

Hafi sætt „ofbeldi, ofsa og yfirgangi“

Í gær, 20:40 Sveitarstjórnarmenn voru ómyrkir í máli í bókunum sínum á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag þegar tekin var ákvörðun um að auglýsa aðalskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir Teigskógarleið á Vestfjarðavegi. Lögðu þeir m.a. til að réttarstaða gegn Vegagerðinni yrði skoðuð. Meira »

Skapað verði aðgengi að Ófeigskirkju

Í gær, 20:20 Gert er ráð fyrir því að gera færslu Ófeigskirkju skil í tengslum við friðlýsingu Gálgahrauns. Sumir telja að söguleg álfakirkja sé í grjótbjarginu, sem var fyrir vikið fært úr götustæðinu við gerð Álftanesvegar árið 2015. Meira »

Spaugstofan var afar mikilvæg

Í gær, 20:05 Fyrir stjórnmálin og samfélagið almennt er nauðsynlegt að fjölmiðlar hafi á dagskrá pósta þar sem sagt er frá atburðum líðandi stundar á gamansaman hátt. Hver sá sem hefur ekki húmor fyrir sjálfum sér er illa settur,“ segir Karl Ágúst Úlfsson og telur Spaugstofuna hafa verið mikilvæga að þessu leyti. Meira »

Loksins almennileg norðurljós

Í gær, 19:40 Leiðsögumenn í ferðaþjónustu hafa kvartað undan lítilli norðurljósavirkni í vetur. Á morgun miðvikudag er þó von á að það verði breyting á því. Allmikilli norðurljósavirkni er spáð en jafnframt góðu skyggni víða um land. Meira »

170 viðburðir á Íslandi á formannsárinu

Í gær, 19:35 170 norrænir og alþjóðlegir fundir og viðburðir fara fram á Íslandi næsta árið í tengslum við formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni. Þetta var meðal þess sem fram kom á kynningu í Norræna húsinu nú síðdegis, en Ísland tók formlega við formennskunni um síðustu áramót. Meira »

„Samræmist okkar kröfum mjög vel“

Í gær, 18:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ánægð með tillögur átakshóps um fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði sem kynntar voru í Hannesarholti í dag. Spurð hvernig tillögurnar horfi við yfirstandandi kjaraviðræðum segir hún þær samræmast kröfum Eflingar vel. Meira »

„Risastórt skref í átt að lausn“

Í gær, 18:15 „Ef það tekst að framkvæma þessar hugmyndir eða bróðurpartinn af þeim þá mun það vera risastórt skref í átt að lausn kjaradeilunnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta húsnæðismarkaðinn. Meira »
NP þjónusta
NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsinga...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Matador Continental vetrardekk
Rýmingarsala Matador Continental vetrardekk til sölu 195/70 R 14 225/70 R 16 225...
Bókaveisla
Bókaveizla Hjá Þorvaldi í Kólaportinu 30% afsláttur af bókum í janúar Opið lauga...