Fréttastjóri á hælum kóngafólks

Anna Lilja Þórisdóttir aðstoðarfréttastjóri Morgunbaðsins mun fylgjast með brúðkaupi Harry …
Anna Lilja Þórisdóttir aðstoðarfréttastjóri Morgunbaðsins mun fylgjast með brúðkaupi Harry og Meghan Markle í Windsor um næstu helgi. Einnig mun hún taka þátt í hinu konunglega hlaupi í Kaupmannahöfn sem er haldið til heiðurs Friðriki Danaprins sem verður fimmtugur á árinu. (AFP PHOTO / POOL / Eddie MULHOLLAND) AFP

Konungssinnaði aðstoðarfréttastjóri Morgunblaðsins, Anna Lilja Þórisdóttir, er sennilega sá royallisti sem hefur gengið hvað lengst hérlendis að fá mynd af konungbornum einstaklingi. Það tókst og var myndin seld hæstbjóðandi. Framundan er ferð til Windsor kastala og þáttaka í konunglegu hlaupi.  

Brúðkaup í Windsor og konunglegt hlaup í Köben

„Þetta sameinar svo margt. Þetta eru stjórnmál, þetta er saga, þetta er tíska, þetta er slúður, þetta er fræga fólkið. Þetta er eiginlega bara allt,“ segir Anna Lilja þegar spurð út í áhuga sinn á konungsfjölskyldum. Hún ætlar sér að vera viðstödd brúðkaup Harry Breta prins og Meghan Markle um næstu helgi. Í framhaldi af því heldur hún til Kaupmannahafnar til að taka þátt í hinu konunglega hlaupi, sem haldið er til heiðurs Friðriki Danaprins í tilefni af 50 ára afmæli hans. Prinsinn mun sjálfur taka þátt enda þekktur fyrir að lifa heilbrigðum lífsstíl og vera í góðu líkamlegu formi.

Fékk greitt frá dönsku slúðurblaði 

Anna Lilja lýsir því á skemmtilegan máta hvernig hún fór á stúfana eftir Friðriki danaprinsi á börum bæjarins í apríl síðastliðnum, eftir að hafa fengið vísbendingu um hann væri á Snaps með félögum sínum. Hún hafði verið búin að hátta sig, en dreif sig í föt á ný og gerði prinsinn sér að féþúfu, því myndin birtist á mbl.is og síðar höfðu dönsk slúðurblöð samband og seldi hún þeim myndina hæstbjóðanda. 

Hina skemmtilegu frásögn Önnu Lilju má hlusta á hér að neðan. 

Sjá Krón­prins­inn nýt­ur lífs­ins á Íslandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert