Mál Jóns Ásgeirs komið á áfrýjunarskrá

Jón Ásgeir Jó­hann­es­son.
Jón Ásgeir Jó­hann­es­son. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

Skattamál Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar er nú komið á áfrýjunarskrá Hæstaréttar, en endurupptökunefnd samþykkti í síðasta mánuði beiðni þeirra um að taka málið upp að nýju. Tengist málið skattalagabrotum þeirra og Kristínar Jóhannesdóttur í tengslum við rekstur Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums.

Jón, Tryggvi og Krist­ín voru dæmd árið 2012 til refs­ing­ar og greiðslu sekta og sak­ar­kostnaðar vegna skatta­laga­brot í rekstri Baugs og Gaums, en áður hafði þeim verið gert að greiða sekt­ir með úr­sk­urði yf­ir­skatta­nefnd­ar á ár­inu 2007.

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst að þeirri niður­stöðu að ís­lenska ríkið hafi brotið á þeim þegar komi að banni við end­ur­tek­inni refsimeðferð, þ.e. að refsað sé oft­ar en einu sinni fyr­ir sama brot.

Í kjöl­far niður­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins sendi Jón Ásgeir er­indi til end­urupp­töku­nefnd­ar með beiðni um að mál hans frá 2012 yrði end­urupp­tekið. Í úr­sk­urði end­urupp­töku­nefnd­ar seg­ir að upp­fyllt sé skil­yrði um end­urupp­töku um að veru­leg­ir gall­ar hafi verið á meðferð máls þannig að það hafi áhrif á niður­stöðu máls­ins.

Málið er nú sem fyrr segir komið á áfrýjunarskrá Hæstaréttar, en þá á eftir að setja það á dagskrá réttarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert