TM greiði 4,6 milljónir í bætur

Hæstiréttur Íslands sneri við dómi héraðsdóms í málinu.
Hæstiréttur Íslands sneri við dómi héraðsdóms í málinu. mbl.is/Ófeigur

Hæstiréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmt Tryggingamiðstöðina til að greiða karlmanni um 4,6 milljónir króna í bætur vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í umferðarslysi í Fosshálsi árið 2013.

Tryggingamiðstöðin var sýknuð í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í maí í fyrra en maðurinn hafði krafist greiðslu upp á um 4,6 milljónir króna.

Í reifun Hæstaréttar kemur fram að óumdeilt hafi verið að líkamstjón mannsins væri bótaskylt. Aðila greindi á um eðli áverkanna sem maðurinn hlaut á hægri öxl í slysinu og hver miski hans og örorka væri á þeim grundvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert