Tveir skjálftar í Bárðarbungu

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/Þórður

Tveir jarðskjálftar af stærðinni 3,7 og 4 mældust um klukkan 16 í dag í Bárðarbungu.

Í athugasemd jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands kemur fram að skjálftar af þessari stærð hafi mælst þarna með reglulegu millibili.

Á síðu Veðurstofu Íslands kemur einnig fram að skjálfti af stærðinni 2,5 hafi mælst 5,6 kílómetra vestur af Herðubreið.

Nokkr­ir stór­ir skjálft­ar hafa verið við Bárðarbungu í ár. Þann 22. mars varð skjálfti sem mæld­ist 4,3 stig og í lok janú­ar varð 4,9 stiga skjálfti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert