Andlát: Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir

Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir
Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir

Guðrún Ragnheiður Jónsdóttir, fv. deildarstjóri hjá Hagstofunni, lést á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð 15. maí síðastliðinn, 58 ára að aldri.

Guðrún fæddist í Reykjavík 2. febrúar árið 1960, dóttir Jóns Erlings Þorlákssonar tryggingastærðfræðings og Sigrúnar Brynjólfsdóttur, húsmóður og fv. fulltrúa hjá Háskóla Íslands.

Guðrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 1980 og B.sc. prófi í stærðfræði frá Háskólanum í Uppsölum 1987. Hún starfaði fyrir félagasamtökin Verdandi í Stokkhólmi til 1997 en flutti þá til Íslands og hóf störf á Hagstofu Íslands.

Á Hagstofunni starfaði Guðrún til ársins 2016 við vísitöluútreikninga, sem deildarstjóri vísitöludeildar og deildarstjóri þjóðhagsútreikninga opinberra fjármála. Frá 2016 starfaði hún sem sérfræðingur hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði.

Á námsárunum í Uppsölum tók hún mikinn þátt í félagsstarfi Íslendinga á svæðinu, meðal annars hjá Samtökum íslenskra námsmanna erlendis og sem formaður Félags Íslendinga á Norðurlöndum.

Guðrún var fjórða í röð sex systkina, hún var ógift og barnlaus.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert