Árshækkun leiguverðs 6,2%

Vísitalan lækkaði um 0,2% í apríl.
Vísitalan lækkaði um 0,2% í apríl. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,2% í apríl frá fyrri mánuði samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands.

Árshækkun leiguverðs, samkvæmt þinglýstum leigusamningum, mælist nú 6,2% og hefur ekki mælst lægri síðan í júní 2016, að því er kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði.

Líkt og í síðasta mánuði er þó hækkun leigu mæld á ársgrundvelli örlítið meiri en hækkun íbúðaverðs sem mælist nú 5,4%. Fyrr en í mars síðastliðnum hafði slíkt ekki gerst síðan í lok árs 2014.

Graf/Íbúðalánasjóður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert