Falla frá dagsektum við Hraunfossa

Gjaldtaka við bílastæðið við Hraunfossa á þriðjudag, áður en hún …
Gjaldtaka við bílastæðið við Hraunfossa á þriðjudag, áður en hún var stöðvuð af lögreglunni í Borgarnesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umhverfisstofnun hefur fallið frá dagsektum á félagið H-foss. Þetta segir Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunnar, hafa verið gert í ljósi þess að gjaldtöku félagsins á bílastæðinu við Hraunfossa hafi verið hætt.

Greint var frá því í frétt­um í fyrradag að lög­reglan í Borgarnesi hefði stöðvað gjald­töku fé­lags­ins á bíla­stæðinu og sendi Eva B. Helga­dótt­ir, lögmaður H-foss, stofnuninni í gær andmæli þar sem hún sagði enga lagastoð fyrir því að banna gjaldtöku. H-foss hóf einnig gjaldtöku á bílastæðinu í október á síðasta ári og var sú gjaldtaka einnig stöðvuð af lögreglu og kærði félagið þá ákvörðun til umhverfisráðherra.

„Við höldum áfram að skoða þetta mál,“ segir Björn. Hefji H-foss hins vegar gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa á ný verði þeim aðgerðum mætt. „Enda sjáum við ekki að neitt hafi komið fram sem sýni að þessi gjaldtaka sé annað en lögbrot. “

Eva sagði í samtali við mbl.is í gær H-foss hafi ekki hafið gjald­töku á aft­ur og að fé­lagið von­aðist nú eft­ir niður­stöðu frá Um­hverf­is­stofn­un um það hvort að stofn­un­in muni beita boðuðum dag­sekt­um, sem Umhverfisstofnun hefur nú greint frá að verði ekki gert.

mbl.is