Lentu í snjóflóði á Grímsfjalli

Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls en uppi ...
Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls en uppi á því eru skálar Jöklarannsóknafélags Íslands. Í fjarska sér til Heklu sem ber við himin hægra megin. mbl.is/Ragnar Axelsson

Ferðamennirnir tveir, sem sendu frá sér neyðarboð á Vatnajökli í gærkvöldi, lentu í snjóflóði í hlíðum Grímsfjalls. Þeir kveiktu í kjölfarið á neyðarsendi og hófst leitaraðgerð þegar í stað. Björgunarsveitarmenn frá Hornafirði fundu mennina um þrjúleytið í nótt og voru þeir þá búnir að grafa sig í fönn og voru orðnir verulega blautir og kaldir.

Þetta segir Friðrik Jónas Friðriksson, hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar, sem stýrði leitaraðgerðum frá Hornafirði í gærkvöldi og nótt.

Ítarleg ferðaáætlun

Friðrik segir að um klukkan 19 í gærkvöldi hafi borist neyðarboð frá sendi mannanna. Þeir höfðu skilið eftir ítarlega ferðaáætlun hjá SafeTravel og því var hægt að sjá hvaðan þeir lögðu af stað og hvert þeir hugðust halda. 

„Það sem við sáum var að neyðarboðið kom frá norðausturhlíðum Grímsfjalls, á þekktum stað þar sem fólk hefur verið að fara fram af fjallinu,“ segir Friðrik. Hann segir staðsetninguna hafa verið nokkuð nákvæma og vegna ítarlegrar ferðaáætlunar og fleiri þátta hafi verið ljóst frá upphafi hver sendi boðin. 

Hins vegar hafi það verið nokkur ráðgáta af hverju mennirnir tveir, sem eru frá Rúmeníu, hafi verið komnir á þann stað þaðan sem neyðarmerkið barst. „Þeir voru á göngu frá Skálafellsjökli og vestur jökulinn. Þannig að það gat ekki passað við það að þeir hefðu farið fram af fjallinu, þeir voru að ganga í þveröfuga átt, frá austri til vesturs.“

Fóru á jökulinn frá þremur stöðum

Þegar neyðarboðin bárust voru kallaðar út björgunarsveitir frá Hornafirði, Egilsstöðum og af Suðurlandi. „Björgunarsveitarmenn fóru á jökulinn á þremur stöðum; frá Jökulheimum, Skálafellsjökli og Snæfelli.“ Það voru svo sleðamenn frá Hornafirði sem fóru upp Skálafellsjökulinn og voru komnir á svæðið þaðan sem boðin bárust á miðnætti. „Þeir fundu ekkert í fyrstu en svo um tvöleytið í nótt fundu þeir búnað frá mönnunum. Svo finnast þeir um þrjúleytið, þá voru þeir komnir í fönn. Svo kemur það upp úr krafsinu að þeir höfðu lent í snjóflóði á leiðinni upp Grímsfjall.“

Mennirnir höfðu verið á fjallaskíðum er þeir lentu í flóðinu. „Þeir sleppa úr flóðinu og setja neyðarsendinn í gang og grafa sig svo í fönn.“ Hann segir mennina ekki hafa sakað við þetta.

Friðrik segir að snjóflóð eigi það til að falla á þessum slóðum. „Þetta er náttúrlega brött hlíð. Það voru menn frá Jöklarannsóknarfélaginu þarna á mánudaginn og þeir aðvöruðu okkur einmitt með það að það væri snjóflóðahætta í Grímsfjalli.“

Mennirnir voru vel búnir og segir Friðrik þá vana fjallamenn.

Fengu skítaveður

Spurður hvort að veður hafi haft einhver áhrif segir Friðrik að mennirnir hafi fengið „skítaveður við Grímsfjall“. Það hafi líklega orðið til þess að þeir fara útaf leið og fara því upp fjallið í miklum bratta. „Það er stór partur í þessu.“

Friðrik segir að mennirnir hafi verið orðnir verulega blautir og kaldir er björgunarsveitarmenn fundu þá í nótt. „Þeir voru fluttir upp í skálann á Grímsfjalli og þar fengu þeir ný föt. Svo fóru þeir þar upp í björgunarsveitarbíla.“

Líklega með sólsting

Er mbl.is ræddi við Friðrik rétt fyrir klukkan átta í morgun áttu mennirnir enn um fimm tíma ferðalag fyrir höndum ofan af jöklinum og til byggða. Aðstæður til leitar á Vatnajökli voru mjög slæmar til að byrja með að sögn Friðriks. „En veðrið snérist um eittleytið og þá batnaði það mikið. Og nú eru þeir sennilega með sólsting á leiðinni heim.“

Um 150 björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til leitar í gærkvöldi og nótt, m.a. sveitir af höfuðborgarsvæðinu. „Við vorum búnir að kalla út alla sleða frá Reykjavík til Hornafjarðar þegar mennirnir fundust,“ segir Friðrik. „Við ákváðum að kalla svo marga út því við fundum ekki mennina strax heldur aðeins búnað þeirra.“

Friðrik segir að mjög góð skýrsla hafi legið fyrir áður en aðgerðir hófust. Þannig hafi verið vitað hverjir væru þarna á ferð, hvaðan þeir lögðu af stað, hvert þeir hygðust fara og hvar þeir hygðust vera á hverjum tíma. „Það er vert að þakka SaveTravel það verkefni.“

Björgunarsveitarmaður að störfum.
Björgunarsveitarmaður að störfum. mbl.is/Rax
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tillaga um lækkun fasteignaskatta felld

21:09 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1.60% var felld á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Tækninotendur aldrei alveg öruggir

21:09 „Það er ástæða fyrir því að fólki er ráðlagt að vera með mismunandi lykilorð og mismunandi aðganga. Það er ekkert öruggt þegar kemur að þessari tækni þó eitthvað sé betur tryggt en annað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Meira »

Löng bið í París vegna vélarbilunar

19:59 Farþegar WOW air hafa þurft að bíða í um þrjá og hálfa klukkustund á Charles de Gaulle-flugvellinum í París eftir að vélarbilun kom upp í vél flugfélagsins. Meira »

„Nú fer ég að kippa hlutunum í lag“

19:27 Eigandi City Park Hótel segir að ekki hafi verið búið að skila inn öllum gögnum til byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar til þess að fá byggingarleyfi og viðurkennir að ekki hafi verið rétt staðið að framkvæmdum við stækkun hótelsins við Ármúla 5. Meira »

Leitin að höfundum Íslendingasagnanna

19:22 Dr. Haukur Þorgeirsson málfræðingur mun í kvöld kl. 20:30 halda fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti og ræða meðal annars um leitina að höfundum Íslendingasagnanna. Meira »

Fagnar því að bæjarstjórn vandi sig

19:14 Félagið Stakkberg ehf. fagnar því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar vandi skoðun sína á erindi Verkís fyrir hönd félagsins um að skipulags- og matlýsing vegna umbóta á verksmiðju félagsins í Helguvík, verði tekin til meðferðar samkvæmt 43. grein skipulagslaga. Meira »

Innleiðing þjónustustefnu samþykkt

18:57 Rafvædd, bætt og einfölduð þjónusta er markmið nýrrar þjónustustefnu sem borgarstjórn samþykkti að innleiða á fundi sínum í dag. Meira »

Velferðarráðuneytinu verði skipt upp

18:47 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að velferðarráðuneytinu verði skipt upp í heilbrigðisráðuneyti annars vegar og félagsmálaráðuneyti hins vegar. Meira »

Sigli aftur út á sundin árið 2020

18:18 „Það gekk brösuglega í fyrstu,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður Hollvinasamtaka Óðins, sem tekinn var í slipp í Reykjavíkurhöfn í gær. Það gekk ekki vandræðalaust, eins og Guðmundur segir frá. Meira »

Dóra Björt: „Tölvan segir nei“

17:22 Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórar og oddviti Pírata, brá á leik á borgarstjórnarfundi í dag og lék þýtt og staðfært atriði úr bresku gamanþáttunum vinsælu Little Britain. Meira »

Birkir Blær hlaut barnabókaverðlaunin

17:01 Birkir Blær Ingólfsson hlaut í dag Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Stormsker. Í umsögn dómnefndar um verðlaunahandritið segir: „Stormsker – Fólkið sem fangaði vindinn er spennandi frásögn af hugrökkum krökkum í heimi sem er bæði óþægilega kunnuglegur og furðulega framandi.“ Meira »

Tillagan okkar eða tillagan ykkar?

16:46 Tvær keimlíkar tillögur voru á dagskrá borgarstjórnar í dag, um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfi borgarinnar. Olli það nokkru argaþrasi á meðal borgarfulltrúa. Sjálfstæðismenn sögðu að meirihlutinn vildi eigna sér málið. Meira »

Fjórum milljörðum dýrari leið

16:29 Hin svokallaða R-leið um Reykjanes og utanverðan Þorskafjörð er töluvert dýrari en Þ-H-leiðin sem Vegagerðin mælir með. Þetta er niðurstaða skýrslu Vegagerðarinnar. Meira »

Tilkynnt um mun færri kynferðisbrot

16:15 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust sjö tilkynningar um kynferðisbrot í september og hafa þær ekki verið færri á einum mánuði síðan í febrúar 2014. Tilkynningarnar voru einnig 70% færri en meðaltalið síðustu 12 mánuði. Meira »

Aldrei verið sótt um leyfi fyrir stækkun

15:55 Ekki er til staðar byggingarleyfi og enn hefur ekki verið sótt um slíkt leyfi fyrir byggingaframkvæmdum vegna stækkunar City Park Hótel við Ármúla 5 í Reykjavík. Þrátt fyrir það hefur vinna staðið yfir við stækkunina um tíma, en verið er að bæta við 27 herbergjum. Fyrir voru herbergin 57. Meira »

Hjúkrunarfræðingar ávísi getnaðarvörnum

15:47 Ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum verður heimilað að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum, verði frumvarp til breytinga á lyfjalögum og lögum um landlækni og lýðheilsu að lögum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarpið fram á Alþingi og kynnti hún efni þess á ríkisstjórnarfundi á dag. Meira »

Skútuþjófurinn yfirheyrður í gær

15:44 Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á skútuþjófnaði á Ísafirði aðfaranótt sunnudags miðar vel samkvæmt Hlyni Hafberg Snorrasyni, yfirlögregluþjóni. Maður var handtekinn um borð í skútunni á Rifi á Snæfellsnesi á sunnudag og úrskurðaður í farbann í gær. Meira »

Óforsvaranlegt að samþykkja frumvarpið

15:41 Nýtt frumvarp um veiðigjöld ýtir enn frekar undir tvöfalda verðmyndun í sjávarútvegi, mismunar fyrirtækjum og hefur neikvæð áhrif á samkeppni í greininni. Þetta segir í umsögn Félags atvinnurekenda og Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda um frumvarpið. Meira »

Spyr um þýðingarstefnu ráðuneytanna

15:30 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur sent öllum ráðuneytunum níu fyrirspurn þess efnis hvort íslensk lög og reglugerðir á vegum ráðuneytanna og undirstofnana þeirra hafi verið þýdd á önnur tungumál. Meira »
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
DEK og Deutz rafstöðvar 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir. Vinnu rafstöðva...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðum, frá Isuzu/stamford Cummins Volvo Yanmar ...