Lentu í snjóflóði á Grímsfjalli

Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls en uppi ...
Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls en uppi á því eru skálar Jöklarannsóknafélags Íslands. Í fjarska sér til Heklu sem ber við himin hægra megin. mbl.is/Ragnar Axelsson

Ferðamennirnir tveir, sem sendu frá sér neyðarboð á Vatnajökli í gærkvöldi, lentu í snjóflóði í hlíðum Grímsfjalls. Þeir kveiktu í kjölfarið á neyðarsendi og hófst leitaraðgerð þegar í stað. Björgunarsveitarmenn frá Hornafirði fundu mennina um þrjúleytið í nótt og voru þeir þá búnir að grafa sig í fönn og voru orðnir verulega blautir og kaldir.

Þetta segir Friðrik Jónas Friðriksson, hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar, sem stýrði leitaraðgerðum frá Hornafirði í gærkvöldi og nótt.

Ítarleg ferðaáætlun

Friðrik segir að um klukkan 19 í gærkvöldi hafi borist neyðarboð frá sendi mannanna. Þeir höfðu skilið eftir ítarlega ferðaáætlun hjá SafeTravel og því var hægt að sjá hvaðan þeir lögðu af stað og hvert þeir hugðust halda. 

„Það sem við sáum var að neyðarboðið kom frá norðausturhlíðum Grímsfjalls, á þekktum stað þar sem fólk hefur verið að fara fram af fjallinu,“ segir Friðrik. Hann segir staðsetninguna hafa verið nokkuð nákvæma og vegna ítarlegrar ferðaáætlunar og fleiri þátta hafi verið ljóst frá upphafi hver sendi boðin. 

Hins vegar hafi það verið nokkur ráðgáta af hverju mennirnir tveir, sem eru frá Rúmeníu, hafi verið komnir á þann stað þaðan sem neyðarmerkið barst. „Þeir voru á göngu frá Skálafellsjökli og vestur jökulinn. Þannig að það gat ekki passað við það að þeir hefðu farið fram af fjallinu, þeir voru að ganga í þveröfuga átt, frá austri til vesturs.“

Fóru á jökulinn frá þremur stöðum

Þegar neyðarboðin bárust voru kallaðar út björgunarsveitir frá Hornafirði, Egilsstöðum og af Suðurlandi. „Björgunarsveitarmenn fóru á jökulinn á þremur stöðum; frá Jökulheimum, Skálafellsjökli og Snæfelli.“ Það voru svo sleðamenn frá Hornafirði sem fóru upp Skálafellsjökulinn og voru komnir á svæðið þaðan sem boðin bárust á miðnætti. „Þeir fundu ekkert í fyrstu en svo um tvöleytið í nótt fundu þeir búnað frá mönnunum. Svo finnast þeir um þrjúleytið, þá voru þeir komnir í fönn. Svo kemur það upp úr krafsinu að þeir höfðu lent í snjóflóði á leiðinni upp Grímsfjall.“

Mennirnir höfðu verið á fjallaskíðum er þeir lentu í flóðinu. „Þeir sleppa úr flóðinu og setja neyðarsendinn í gang og grafa sig svo í fönn.“ Hann segir mennina ekki hafa sakað við þetta.

Friðrik segir að snjóflóð eigi það til að falla á þessum slóðum. „Þetta er náttúrlega brött hlíð. Það voru menn frá Jöklarannsóknarfélaginu þarna á mánudaginn og þeir aðvöruðu okkur einmitt með það að það væri snjóflóðahætta í Grímsfjalli.“

Mennirnir voru vel búnir og segir Friðrik þá vana fjallamenn.

Fengu skítaveður

Spurður hvort að veður hafi haft einhver áhrif segir Friðrik að mennirnir hafi fengið „skítaveður við Grímsfjall“. Það hafi líklega orðið til þess að þeir fara útaf leið og fara því upp fjallið í miklum bratta. „Það er stór partur í þessu.“

Friðrik segir að mennirnir hafi verið orðnir verulega blautir og kaldir er björgunarsveitarmenn fundu þá í nótt. „Þeir voru fluttir upp í skálann á Grímsfjalli og þar fengu þeir ný föt. Svo fóru þeir þar upp í björgunarsveitarbíla.“

Líklega með sólsting

Er mbl.is ræddi við Friðrik rétt fyrir klukkan átta í morgun áttu mennirnir enn um fimm tíma ferðalag fyrir höndum ofan af jöklinum og til byggða. Aðstæður til leitar á Vatnajökli voru mjög slæmar til að byrja með að sögn Friðriks. „En veðrið snérist um eittleytið og þá batnaði það mikið. Og nú eru þeir sennilega með sólsting á leiðinni heim.“

Um 150 björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til leitar í gærkvöldi og nótt, m.a. sveitir af höfuðborgarsvæðinu. „Við vorum búnir að kalla út alla sleða frá Reykjavík til Hornafjarðar þegar mennirnir fundust,“ segir Friðrik. „Við ákváðum að kalla svo marga út því við fundum ekki mennina strax heldur aðeins búnað þeirra.“

Friðrik segir að mjög góð skýrsla hafi legið fyrir áður en aðgerðir hófust. Þannig hafi verið vitað hverjir væru þarna á ferð, hvaðan þeir lögðu af stað, hvert þeir hygðust fara og hvar þeir hygðust vera á hverjum tíma. „Það er vert að þakka SaveTravel það verkefni.“

Björgunarsveitarmaður að störfum.
Björgunarsveitarmaður að störfum. mbl.is/Rax
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Birkir Már hlaðinn lofi á Twitter

15:57 Þjóðin fylgdist spennt með fyrri hálfleiknum í leik Íslands og Nígeríu. Margir gáfu sér þó tíma til að taka augun af skjánum annað veifið og tísta um það sem fyrir augu bar í Volgograd eða annað tengt leiknum mikilvæga. Meira »

Fjölmenni í Hljómskálagarðinum

15:49 Það viðrar ágætlega til fótboltaáhorfs og stuðningsmenn Íslands hafa fjölmennt í Hljómskólagarðinn til að fylgjast með leik Íslands og Nígeríu á HM í fótbolta. Meira »

Gylfi Ólafsson nýr forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

15:45 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað Gylfa Ólafsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu segir að ákvörðun ráðherra sé í samræmi við niðurstöðu lögskipaðrar nefndar sem metur hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana. Meira »

Dagur mættur til Volgograd

13:56 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, er kominn til Volgograd til þess að horfa á leik Íslands og Nígeríu, en hann var einnig á leik Íslands og Argentínu í Moskvu síðustu helgi. Meira »

Íslendingar mættir á völlinn

13:46 Fyrstu Íslendingarnir eru mættir á Volgograd Arena þar sem leikur Íslands á móti Nígeríu mun fara fram klukkan 15 í dag. Glampandi sól er í Volgograd og hitinn er í kringum 32 stig. Meira »

Víða mikil stemning vegna leiksins

13:36 Sannkölluð hátíðarstemning hefur verið víða á höfuðborgarsvæðinu í dag vegna leiks Íslands og Nígeríu á HM í knattspyrnu. Bláar landsliðstreyjur, íslenskir fánar, víkingahorn og sólgleraugu með íslenska fánanum voru ósjaldgæf sjón auk þess sem mikil gleði ríkti hjá flestum. Meira »

Sjálfstæðismenn una niðurstöðunni

13:32 Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum mun ekki áfrýja úrskurði kjörnefndar, sem tók fyrir kæru flokksins, til dómsmálaráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Flokkurinn kærði talningu bæjarstjórnarkosninganna í síðasta mánuði en einungis vantaði fimm atkvæði upp á að flokkurinn næði sínum fimmta bæjarfulltrúa og héldi meirihluta í bænum. Meira »

Framkvæmdastjóri kærður fyrir fjárdrátt

13:12 Stjórn ADHD-samtakanna hefur kært Þröst Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra til lögreglu en hann er grunaður um að hafa dregið sér fé. Grunur leikur á um að fjárhæðirnar séu verulegar og ekki talinn vafi um að Þröstur hafi misnotað aðstöðu sína. Meira »

Vara við ferðum um Svínafellsjökul

13:06 Vegna mögulegra skriðufalla við Svínafellsjökul vara Almannavarnir við ferðum um jökulinn og er aðilum í ferðaþjónustu ráðlagt að fara ekki með hópa um svæðið. Gróft mat gerir ráð fyrir að efnið sem er að hreyfast á svæðinu sé um 60 milljónir rúmmetrar. Meira »

Íslendingar í Volgograd - Myndir

12:50 Um 3000 Íslendingar í Volgograd bíða nú spenntir eftir því að leikurinn við Nígeríumenn á HM hefjist eftir rúmlega tvær klukkustundir. Þeir eru á ferðinni í miðborginni, bæði á stuðningsmannasvæðinu og veitingastöðum hér og þar, og margir farnir að tygja sig á völlinn, sem er ekki langt frá. Meira »

Skór frá Íslandi komnir til Nígeríu

12:39 Þau voru alsæl börnin og ungmennin sem fengu í gær afhenta að gjöf íþróttaskó frá Íslandi í SOS Barnaþorpinu Gwagwalada í Abuja, höfuðborg Nígeríu, daginn áður en þjóðirnar mætast á HM í fótbolta. Meira »

„Við erum bara í vinnunni“

12:17 Ekki hafa allir þann möguleika að losna frá starfi á meðan leikur Íslands og Nígeríu fer fram í Volgograd í dag. Þó eru bundnar vonir við að lítið álag verði á þeim starfsstöðum svo hægt verði að fylgjast með. Meira »

Björg ráðin bæjarstjóri á ný

12:06 Björg Ágústsdóttir hefur verið ráðin sem nýr bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, en hún var áður bæjarstjóri í 11 ár. Gengið var frá þessu á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar í dag og var tillaga um ráðninguna samþykkt samhljóða. Meira »

Eitthvað í loftinu í Rússlandi

11:53 „Það er eitthvað í loftinu hérna [í Rússlandi]. Það er einhver góður andi sem verður allavega áfram meðan Ísland er að spila,“ segir Baldur Kristjánsson ljósmyndari um stemninguna á HM í Rússlandi. Meira »

Ógagnsætt og í bága við stjórnsýsluhætti

11:45 Stúdentaráð Háskóla Íslands gagnrýnir harðlega vinnubrögð mennta- og menningarmálaráðherra við skipun í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Tilkynnt var á vef Stjórnarráðsins í síðustu viku að Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir hefði verið endurskipuð í embættið. Meira »

Skert starfsemi ráðuneyta frá klukkan 14

11:44 Búast má við raski á starfsemi stjórnarráðsins í dag vegna leik Íslands og Nígeríu í Volgograd. Þá hafa sum ráðuneyti veitt starfsmönnum frí eða „lausa viðveru“, aðeins tvö ráðuneyti loka. Meira »

Lokanir á sunnudag vegna götuhjólreiða

11:40 Íslandsmeistaramót í götuhjólreiðum verður haldið núna á sunnudaginn og hefst mótið klukkan níu. Vegna mótsins eru lokanir á vegum fyrirhugaðar sem gott er að hafa í huga á sunnudaginn. Meira »

53% líkur á að Ísland komist áfram

11:05 53% líkur eru á að íslenska landslið komist upp úr riðlinum á HM. Þetta er niðurstaða HM-hermis mbl.is, en hann byggist á 100.000.000 hermunum á úrslitum þeirra þriggja leikja sem eftir eru í riðli Íslands, Nígería-Ísland, Ísland-Króatía og Argentína-Nígería. Meira »

Stærð er hugarástand

10:41 Hugur flestra Íslendinga hvar sem þeir eru staddir er í Rússlandi þessa dagana enda íslenska landsliðið í knattspyrnu að taka þar þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Íbúar Djúpavogshrepps eru þar ekki undanskildir en þeir senda liðinu flotta baráttukveðju. Meira »