Lentu í snjóflóði á Grímsfjalli

Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls en uppi ...
Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls en uppi á því eru skálar Jöklarannsóknafélags Íslands. Í fjarska sér til Heklu sem ber við himin hægra megin. mbl.is/Ragnar Axelsson

Ferðamennirnir tveir, sem sendu frá sér neyðarboð á Vatnajökli í gærkvöldi, lentu í snjóflóði í hlíðum Grímsfjalls. Þeir kveiktu í kjölfarið á neyðarsendi og hófst leitaraðgerð þegar í stað. Björgunarsveitarmenn frá Hornafirði fundu mennina um þrjúleytið í nótt og voru þeir þá búnir að grafa sig í fönn og voru orðnir verulega blautir og kaldir.

Þetta segir Friðrik Jónas Friðriksson, hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar, sem stýrði leitaraðgerðum frá Hornafirði í gærkvöldi og nótt.

Ítarleg ferðaáætlun

Friðrik segir að um klukkan 19 í gærkvöldi hafi borist neyðarboð frá sendi mannanna. Þeir höfðu skilið eftir ítarlega ferðaáætlun hjá SafeTravel og því var hægt að sjá hvaðan þeir lögðu af stað og hvert þeir hugðust halda. 

„Það sem við sáum var að neyðarboðið kom frá norðausturhlíðum Grímsfjalls, á þekktum stað þar sem fólk hefur verið að fara fram af fjallinu,“ segir Friðrik. Hann segir staðsetninguna hafa verið nokkuð nákvæma og vegna ítarlegrar ferðaáætlunar og fleiri þátta hafi verið ljóst frá upphafi hver sendi boðin. 

Hins vegar hafi það verið nokkur ráðgáta af hverju mennirnir tveir, sem eru frá Rúmeníu, hafi verið komnir á þann stað þaðan sem neyðarmerkið barst. „Þeir voru á göngu frá Skálafellsjökli og vestur jökulinn. Þannig að það gat ekki passað við það að þeir hefðu farið fram af fjallinu, þeir voru að ganga í þveröfuga átt, frá austri til vesturs.“

Fóru á jökulinn frá þremur stöðum

Þegar neyðarboðin bárust voru kallaðar út björgunarsveitir frá Hornafirði, Egilsstöðum og af Suðurlandi. „Björgunarsveitarmenn fóru á jökulinn á þremur stöðum; frá Jökulheimum, Skálafellsjökli og Snæfelli.“ Það voru svo sleðamenn frá Hornafirði sem fóru upp Skálafellsjökulinn og voru komnir á svæðið þaðan sem boðin bárust á miðnætti. „Þeir fundu ekkert í fyrstu en svo um tvöleytið í nótt fundu þeir búnað frá mönnunum. Svo finnast þeir um þrjúleytið, þá voru þeir komnir í fönn. Svo kemur það upp úr krafsinu að þeir höfðu lent í snjóflóði á leiðinni upp Grímsfjall.“

Mennirnir höfðu verið á fjallaskíðum er þeir lentu í flóðinu. „Þeir sleppa úr flóðinu og setja neyðarsendinn í gang og grafa sig svo í fönn.“ Hann segir mennina ekki hafa sakað við þetta.

Friðrik segir að snjóflóð eigi það til að falla á þessum slóðum. „Þetta er náttúrlega brött hlíð. Það voru menn frá Jöklarannsóknarfélaginu þarna á mánudaginn og þeir aðvöruðu okkur einmitt með það að það væri snjóflóðahætta í Grímsfjalli.“

Mennirnir voru vel búnir og segir Friðrik þá vana fjallamenn.

Fengu skítaveður

Spurður hvort að veður hafi haft einhver áhrif segir Friðrik að mennirnir hafi fengið „skítaveður við Grímsfjall“. Það hafi líklega orðið til þess að þeir fara útaf leið og fara því upp fjallið í miklum bratta. „Það er stór partur í þessu.“

Friðrik segir að mennirnir hafi verið orðnir verulega blautir og kaldir er björgunarsveitarmenn fundu þá í nótt. „Þeir voru fluttir upp í skálann á Grímsfjalli og þar fengu þeir ný föt. Svo fóru þeir þar upp í björgunarsveitarbíla.“

Líklega með sólsting

Er mbl.is ræddi við Friðrik rétt fyrir klukkan átta í morgun áttu mennirnir enn um fimm tíma ferðalag fyrir höndum ofan af jöklinum og til byggða. Aðstæður til leitar á Vatnajökli voru mjög slæmar til að byrja með að sögn Friðriks. „En veðrið snérist um eittleytið og þá batnaði það mikið. Og nú eru þeir sennilega með sólsting á leiðinni heim.“

Um 150 björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til leitar í gærkvöldi og nótt, m.a. sveitir af höfuðborgarsvæðinu. „Við vorum búnir að kalla út alla sleða frá Reykjavík til Hornafjarðar þegar mennirnir fundust,“ segir Friðrik. „Við ákváðum að kalla svo marga út því við fundum ekki mennina strax heldur aðeins búnað þeirra.“

Friðrik segir að mjög góð skýrsla hafi legið fyrir áður en aðgerðir hófust. Þannig hafi verið vitað hverjir væru þarna á ferð, hvaðan þeir lögðu af stað, hvert þeir hygðust fara og hvar þeir hygðust vera á hverjum tíma. „Það er vert að þakka SaveTravel það verkefni.“

Björgunarsveitarmaður að störfum.
Björgunarsveitarmaður að störfum. mbl.is/Rax
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skullu saman við Seljalandsfoss

14:53 Umferðarslys varð við afleggjarann að Seljalandsfossi þegar fólksbíll og jeppi skullu saman upp úr hádegi í dag. Að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var um minni háttar árakstur að ræða og bar enginn skaða af. Meira »

Boltinn hjá íbúum og verktökum

14:38 „Ég er ánægðastur með hvað kjörsókn var góð og að íbúarnir hafi tekið þessari áskorun um íbúalýðræði með því að mæta á kjörstað,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Nýtt aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss var samþykkt með öruggum meirihluta í gær. Meira »

Sviplausasta útivertíð í áratugi

13:57 Vegna mikillar rigningartíðar á höfuðborgarsvæðinu í maí, júní og júlí hefur sala á útimálningu verið minni en oft áður. „Þetta hefur algjörlega verið sviplausasta útivertíðin sem hefur komið hjá okkur í einhverja áratugi,“ segir Vigfús Gíslason, framkvæmdastjóri Flügger. Meira »

Helmingi fleiri útköll slökkviliðs

12:47 Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á sjötta tímanum í morgun vegna hugsanlegs elds í lýsisverksmiðjunni á Granda. Við komu slökkviliðs var ljóst að ekki var um eld að ræða. Meira »

Í haldi eftir stunguárás

12:40 Karlmaður er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í austurborginni á fimmta tímanum í morgun. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur á spítala eftir að hafa verið stunginn ítrekað í neðri hluta líkamans. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Meira »

Segir mótmæli gegn eftirliti tvískinnung

10:29 „Mér finnst ákveðinn tvískinnungur og skjóta skökku við að fulltrúi SA hafi miklar áhyggjur af þessu,“ segir Halldór Oddsson, lögmaður hjá ASÍ, um mótmæli Samtaka atvinnulífsins gegn eftirlitsmyndavélum um borð í fiskiskipum. Eftirlitsmenning hafi þegar átt sér stað í skjóli SA. Meira »

Lægðir á leiðinni með úrkomu

09:40 Hæðarhryggurinn sem færði okkur sólríkt veður á stórum hluta landsins í gær er nú á leið til austurs og verður brátt úr sögunni. Við tekur lægðagangur sem er með allra slappasta móti því vindur nær sér engan veginn á strik í dag eða næstu daga. Meira »

Vilja sökkva hvalveiðiskipunum

08:17 Stofnandi samtakanna Sea Shepherd, Paul Watson, segir að þau myndu gjarnan vilja sökkva þeim tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. sem gerð eru út frá Íslandi til veiða á langreyði, líkt og samtökin hafi gert árið 1986 í tilfelli hinna tveggja skipa fyrirtækisins. Það sé hins vegar ekki skynsamlegt. Meira »

Á annað hundrað mál til kasta lögreglu

07:33 Alls komu upp að minnsta kosti 130 mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19 í gærkvöldi. Þar á meðal voru líkamsárás, slagsmál meðal ungmenna, unglingadrykkja, heimilisofbeldi og akstur undir áhrifum, auk þess sem ekið var á gangandi vegfaranda. Meira »

Strætó tæmir miðborgina

00:03 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sagði við blaðamann rétt fyrir miðnætti í kvöld að eftir því sem hann best vissi gengi tæmingaráætlun miðbæjarins vel fyrir sig. Glæsileg flugeldasýning Menningarnætur er afstaðin, en eftir hana þurfa tugir þúsunda að koma sér heim. Meira »

Öruggur meirihluti fyrir nýju skipulagi

Í gær, 22:25 Öruggur meirihluti er fyrir nýju deili- og aðalskipulagi á Selfossi. Lokatölur liggja fyrir úr íbúakosningu meðal íbúa Árborgar vegna nýs miðbæjar á Selfossi en 58,5 prósent sögðust fylgjandi breyttu aðalskipulagi og 55,9 prósent fylgjandi nýju deiliskipulagi. Meira »

Annasamur dagur hjá Strætó

Í gær, 22:02 Vel hefur gengið hjá Strætó í dag þrátt fyrir miklar annir. Eitthvað var um tafir í byrjun dags vegna götulokana en að öðru leyti hefur dagurinn gengið vel og vagnarnir verið þétt setnir að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó. Meira »

Menningarnótt í blíðskaparveðri

Í gær, 21:35 Miðborg Reykjavíkur hefur verið troðfull af fólki í allan dag, sem hefur notið einmuna veðurblíðu og ýmissa viðburða á Menningarnótt. Ljósmyndarar mbl.is hafa verið á flakki um borgina og litið við á ýmsum stöðum. Meira »

„Hef bara gaman af lífinu“

Í gær, 21:30 Gerður Steinþórsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og ævintýramanneskja með meiru, lauk nýlega við allar Landvættaþrautirnar svokölluðu. Að hennar sögn gekk undirbúningur fyrir keppnina vel og var hún sátt við árangurinn. Meira »

Gáfu tvö tonn af ís

Í gær, 21:05 Sjaldan eða aldrei hafa eins margir verið í Hveragerði og í dag þegar bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fóru þar fram að sögn bæjarstjórans, Aldísar Hafsteinsdóttur. „Þetta hefur verið alveg stórkostlegt. Veðrið lék við mannskapinn, það er yndislegt þegar verið er að skipuleggja svona viðburð að vera svona lánsöm með veðrið,“ segir Aldís. Meira »

Mikill meirihluti með breytingum

Í gær, 19:50 Miklu fleiri íbúar Árborgar segjast fylgjandi breyttu deili- og aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss. Þegar 2.366 atkvæði hafa verið talin segjast 58 prósent vera samþykk breyttu aðalskipulagi og 55 prósent fylgjandi breyttu deiliskipulagi. Meira »

Gróandi sveit

Í gær, 19:45 Hrunamannahreppur í uppsveitum Árnessýslu er gósenland. Þetta er víðfeðm sveit sem liggur milli Hvítár í vestri og Stóru-Laxár í suðri og austri. Til norðurs eru landamærin nærri Kerlingarfjöllum. Í byggð og á láglendi er sveitin vel gróin; byggðin er við hálendisbrúnina og á góðum sumardögum kemur hnjúkaþeyr svo hitinn getur stigið hátt. Meira »

Reykjavíkurmaraþonið í myndum

Í gær, 19:15 Það var mikið líf og fjör í miðborginni í morgun, er Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram. Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og fangaði stemninguna við endamarkið í Lækjargötu. Meira »

Dagurinn sem allt breyttist

Í gær, 19:15 Sigríður Eyrún Friðriksdóttir missti bróður sinn, Bjarka, úr heilahimnubólgu árið 1993. Tuttugu og fimm árum eftir andlát hans heiðrar hún minningu hans með stórtónleikum í Hörpu. Hún segist að hluta til gera það fyrir foreldra sína og bræður því minningin verði að fá að lifa. Meira »
Bosch þvottavél til sölu
Góð Bosch þvottavél er til sölu í 108 Reykjavík. Verð: 20.000 kr. Hafið samb...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: ÍSLENSKa, ENSKA,NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: 23/7 (Ends 16...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...