Sjö ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Þorsteinn til sjö ára fangelsisvistar.
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Þorsteinn til sjö ára fangelsisvistar. mbl.is/Ófeigur

Þorsteinn Halldórsson var dæmdur í sjö ára fangelsi í héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir fyrir gróf kynferðisbrot gegn ungum pilti. Þetta staðfestir Guðrún Björg Birgisdóttir, verjandi Þorsteins, í samtali við mbl.is.

Lagðar voru tvær ákærur gegn Þorsteini, en í þeirri fyrri var hann ákærður fyrir brot gegn hegn­ing­ar­lög­um og barna­vernd­ar­lög­um og var ákær­an í fimm liðum. Þorsteinn er sagður hafa tælt dreng með fíkni­efn­um, lyfj­um, gjöf­um, pen­ing­um, tób­aki og farsíma frá því að brotaþoli var 15 ára gam­all þar til hann var 17 ára. Þá er talið að Þorsteinn hafi meðal ann­ars átt sam­ræði við dreng­inn og tekið af hon­um klám­fengn­ar ljós­mynd­ir og hreyfi­mynd­ir. Einnig braut Þorsteinn ít­rekað gegn nálg­un­ar­banni.

Þorsteinn var einnig ákærður fyr­ir að hafa nauðgað drengnum þegar hann var 18 ára, dög­um sam­an, þann 6. - 11. janú­ar á þessu ári, á dval­arstað ákærða og á gisti­heim­ili. Kom brotaþoli skilaboð til foreldra sinna um hvar hann væri niður kominn í gegnum smáforritið Snapchat.

Guðrún segir að skjólstæðingur sinn hyggst áfrýja dómnum á grundvelli sakleysis, en hann gerir athugasemdir við málsmeðferð og sönnunargögn í seinni ákærunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert