Stefnir langt í pílukasti

Grindvíkingurinn Alex Máni Pétursson með verðlaunabikarinn.
Grindvíkingurinn Alex Máni Pétursson með verðlaunabikarinn.

Grindvíkingurinn Alex Máni Pétursson hefur vakið athygli í pílukasti, varði Íslandsmeistaratitilinn í unglingaflokki í ár og sigraði í sama flokki 18 ára og yngri á opnu móti sem haldið var samhliða Norðurlandamótinu í Helsinki í Finnlandi um liðna helgi.

Alex Máni er í 8. bekk, fermdist í apríl sem leið og verður 14 ára í ágúst. Hann segir að árangurinn í Helsinki hafi komið sér á óvart. „Þetta var mjög gott, ég átti í mesta lagi von á öðru til þriðja sæti,“ segir hann. Keppt var í tveimur þriggja manna riðlum og léku sigurvegararnir til úrslita en Alex Máni lagði alla mótherja sína.

Guðlaugur Gústafsson, afi Alex Mána, og Pétur Guðmundsson, faðir hans, hafa báðir verið vel liðtækir í pílukasti. Píla er valfag í Grunnskóla Grindavíkur og hafa öll námskeið verið full, að sögn Péturs, sem kennir fagið. Alex Máni byrjaði hins vegar að kasta pílu með afa sínum, þegar hann var átta ára. „Afi er fínn í pílu og hann benti mér á að prófa. Ég var bara að leika mér til að byrja með, kastaði bara pílunni eitthvað án þess að vita hvað ég væri að gera, en fannst það samt skemmtilegt. Þegar ég var 11 ára byrjaði ég svo fyrir alvöru og fór á fyrsta mótið með pabba.“

Sjá viðtal við Alex Mána í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert