Stofnar þróunarmiðstöð heilsugæslu á landsvísu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti auknar fjárheimildir í heilsugæslu á landsvísu …
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti auknar fjárheimildir í heilsugæslu á landsvísu á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Valli

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra boðaði aukna fjárveitingu til heilsugæsluþjónustu á landsvísu á blaðamannafundi í velferðarráðuneytinu fyrr í dag.

Aukn­ing­in er liður í þróun heilsugæsluþjónustu um allt land og mun árlegur kostnaður nema tæp­um 230 millj­ón­um króna sam­kvæmt áætl­un.

Með breytingu á reglugerð verður þróunarmiðstöð heilsugæslu á landsvísu sett á fót.

Þróunarmiðstöðin er byggð á grunni Þróunarstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem starfrækt hefur verið innan stofnunarinnar frá árinu 2009, en mun með breytingunum fá aukið sjálfstæði og víðtækara hlutverk.

Þróunarmiðstöðinni er ætlað að leiða faglega þróun allrar heilsugæsluþjónustu á landinu, hvort sem þjónustan er einkarekin eða hún veitt af hinu opinbera. Reiknað er með að um 13 stöðugildi verði við miðstöðina.

Markmið þróunarmistöðvarinnar eru meðal annars að jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu, efla gæði þjónustunnar og stuðla að nýjungum.

Heilbrigðisráðherra mun skipa fagráð Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar og í því verður fulltrúi frá hverri einustu heilbrigðisstofnun sem rekur heilsugæslustöð í landinu.

Til viðbótar verður einn fulltrúi sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðva, einn fulltrúi frá heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og einn fulltrúi frá heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti auknar fjárheimildir í heilsugæslu á landsvísu …
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti auknar fjárheimildir í heilsugæslu á landsvísu á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Valli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert