Eldgosin gera boð á undan sér

Fyrirvari gossins í Holuhrauni var 13 dagar.
Fyrirvari gossins í Holuhrauni var 13 dagar. mbl.is/RAX

Eldgos sem urðu hér á árunum 1973-2014 gerðu boð á undan sér. Fyrirboðarnir voru jarðskjálftar sem urðu yfirleitt skömmu áður en gosin brutust út.

Þetta kemur fram í nýrri grein eftir dr. Pál Einarsson jarðeðlisfræðing sem birtist í maíhefti vísindaritsins Frontiers in Earth Science, (Short-Term Seismic Precursors to Icelandic Eruptions 1973-2014).

Á þessu tímabili urðu 21 eldgos, svo staðfest sé. Auk þess urðu mörg kvikuinnskot sem náðu ekki upp á yfirborðið. Öllum þessum atburðum fylgdu jarðhræringar sem einkenna kvikuhreyfingar. Áður en eldgosin brutust út mældust jarðskjálftar sem fylgja eldvirkni og var fyrirvarinn frá 15 mínútum upp í 13 daga. Í um helmingi eldgosanna var þessi fyrirvari innan við tvær klukkustundir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert