Eldur í íbúð í Breiðholti

Eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi við Kríuhóla í Breiðholti rúmlega tíu í morgun. Slökkviliðsbílar frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu voru sendir af stað en hluta útkallsteymisins fljótlega snúið við. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem var nokkur. 

Mikill reykur var í íbúðinni og er nú unnið að reykræstingu.

Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar og einhverjar skemmdir eru í íbúð, segir í frétt frá lögreglunni um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert