Kristján vígslubiskup í Skálholti

Skálholt.
Skálholt. mbl.is/Sigurður Bogi

Kristján Björnsson hefur verið kjörinn til embættis vígslubiskups í Skálholtsumdæmis. Kosið var á milli hans og Eiríks Jóhannssonar.

Á kjörskrá voru 939 manns. Kosningaþátttaka var um 73%, að því er segir á vefnum kirkjan.is.

Alls greiddu 682 atkvæði,þar af voru sjö seðlar auðir og þrír ógildir. Úrslit urðu þannig að sr. Eiríkur Jóhannsson hlaut 301 atkvæði eða 44% og sr. Kristján Björnsson hlaut 371 atkvæði eða 54 %.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert