Lítið ferðaveður um hvítasunnuhelgina

Í dag er gert ráð fyrir krapa eða snjó á …
Í dag er gert ráð fyrir krapa eða snjó á Mosfells- og Hellisheiðum fram eftir morgni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki er von á blíðviðri um hvítasunnuhelgina. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Suðausturlandi og miðhálendinu.

Í dag er gert ráð fyrir krapa eða snjó á Mosfells- og Hellisheiðum fram eftir morgni. Akstursbann er á fjölmörgum hálendisvegum um þessar mundir þar sem þeir eru margir viðkvæmir meðan frost hverfur úr jörðu.

Vegagerðin vekur athygli á að venjubundinni vetrarþjónustu er lokið og að ekkert ferðaveður sé nú fyrir húsbíla og bíla með aftanívagna. Slydda gæti myndast á fjallvegum og hált gæti orðið að kvöldi og morgni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert