Lóðir í Úlfarsárdal boðnar út að nýju

Úlfarsárdalur. Hverfið hefur verið að byggjast upp undanfarin ár. Þegar …
Úlfarsárdalur. Hverfið hefur verið að byggjast upp undanfarin ár. Þegar það er fullbyggt verða þar um 1.300 íbúðir. Ljosmynd/Reykjavíkurborg

Borgarráð samþykkti á fundi sínum á fimtudaginn að halda nýtt útboð á lausum lóðum í Úlfarsárdal innan tveggja mánaða og hafna tilteknum tilboðum sem gerð voru í lóðaútboði í lausar lóðir í Úlfarsárdal sem lauk 4. maí síðastliðinn.

Á útboðsfundi sem haldinn var í kjölfar útboðsins staðfestu bjóðendur tilboð í byggingarrétt fyrir 177 íbúðir af þeim 255 íbúðum sem boðnar voru, eða tæp 70%.

Heildarupphæð staðfestra tilboða í byggingarrétt var 755 milljónir króna fyrir utan gatnagerðargjöld sem áætluð eru um 300 milljónir. Ekki voru staðfest tilboð í byggingarrétt í Úlfarsárdal fyrir 78 íbúðir og munar þar mest um 46 íbúðir í fjölbýli, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert