Ölvun í dagbók lögreglu

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tiltekur fjölda mála sem tengjast ölvun í dagbók sinni eftir nóttina. Ýmist var um ölvunarakstur að ræða eða handtökur vegna ölvunarástands, eins og það er orðað í dagbókinni.

Þannig voru fjórir handteknir og færðir í fangageymslu vegna ölvunarástands í hverfum borgarinnar. Tekið er fram að viðkomandi gisti í fangaklefa þar til af þeim rennur. Þá voru fimm stöðvaðir vegna ölvunaraksturs eða gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert