Quake eftir Pál Ragnar það besta

Páll Ragnar Pálsson
Páll Ragnar Pálsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Quake, verk fyrir selló og kammersveit eftir Pál Ragnar Pálsson tónskáld, hlaut í gær aðalverðlaunin á Alþjóðlega tónskáldaþinginu – International Rostrum of Composers, sem nú er haldið í Búdapest.

Ríkisútvarpið hafði tilnefnt í keppnina tónverk eftir tónskáldin Pál Ragnar, sem deilir verðlaununum með hollensku tónskáldi, og Hildi Guðnadóttur og var Hildur valin á heiðurslista þingsins fyrir tónverkið Point of Departure.

Samkvæmt frétt á vef RÚV verða verðlaunin til þess að sinfóníuhljómsveit franska ríkisútvarpsins pantar nýtt verk hjá Páli Ragnari.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert