Það er að teygjast aðeins á manni í sauðburðinum

Bryndís Karlsdóttir heldur nýbornu lambi á meðan ærin karar það. …
Bryndís Karlsdóttir heldur nýbornu lambi á meðan ærin karar það. Hún á von á þremur til viðbótar. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Sauðburðurinn hefur gengið þokkalega en hefði líka mátt ganga betur. Það er svolítið af dauðum lömbum,“ segir Sigríður Bryndís Karlsdóttir, bóndi á Geirmundarstöðum á Skarðsströnd í Dölum.

Hún bætir því við að frjósemi sé góð þetta árið og þegar svo hátti til sé algengara að lömb drepist. Sauðburður er meira en hálfnaður á Geirmundarstöðum. Í fyrradag voru um 150 ær óbornar.

Mikið álag er á sauðfjárbændum á sauðburði og sést það á Bryndísi og Þórði Baldurssyni, manni hennar, og systur hennar sem er þeim til aðstoðar við burðarhjálpina, þegar þau brugðu sér heim til að fá sér kaffisopa. „Það er að teygjast aðeins á manni,“ segir Bryndís meðal annars um sauðburðinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert