Vindhraði yfir 20 m/s

Svona er vindaspáin klukkan 13 á landinu í dag. Fjólublái …
Svona er vindaspáin klukkan 13 á landinu í dag. Fjólublái og bleiki liturinn sýnir mestan vind. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Vindhraði hefur þegar farið yfir 20 metra á sekúndu á nokkrum stöðum á láglendi á landinu í dag, þar á meðal á Stórhöfða í Vestmannaeyjum og á Skeiðarársandi. Eftir hádegi hafði líka mælst yfir 20 m/s við Þyril í Hvalfirði.

Mest úrkoma það sem af er degi hefur mælst á Kvískerjum; 33,5 mm. Og það hefur einnig verið hlýtt og hitin farið yfir 14 gráður í Skaftafelli, svo dæmi sé tekið.

Í viðvörunarorðum veðurfræðings Vegagerðarinnar segir að von sé á allt að 35 m/s í hviðum undir Eyjafjöllum. Ekki verði eins hvasst á Suðvestur- og Vesturlandi en um hádegi var von á allt að 30 m/s í hviðum undir Hafnarfjalli og á Reykjanesbraut.

Veðurvefur mbl.is

Svona hljóma viðvörunarorð veðurfræðings Veðurstofu Íslands, sem voru uppfærð um klukkan 10 í morgun:

Lægð kemur upp að landi með kröppum skilum sem ganga yfir landið fyrripart dags. Hvassviðri og jafnvel staðbundinn stormur á suðvesturhorninu. Talsverð úrkoma í skilunum, þá sérstaklega suðaustanlands. Því um að gera að huga að sínu nærumhverfi, því víða um land getur veðrið valdið fokhættu og á það ekki síst við um Suðurland, Faxaflóa og Breiðafjörð þar sem viðvaranir eru í gildi og Mið-Norðurland í nótt og á morgun. Kólnar á sunnudag og geta él leitt til hálkumyndunar á heiðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert