Með umtalsvert magn af landa

mbl.is/Hjörtur

Ökumaður var stöðvaður í Kópavogi laust fyrir klukkan eitt í nótt með umtalsvert magn af landa í bifreið sinni.

Hann var handtekinn grunaður um sölu áfengis.

Bifreið var stöðvuð í Austurbænum um hálffjögurleytið í nótt. Þrír voru í bifreiðinni og kannaðist enginn við að hafa ekið henni. Þeir voru því allir handteknir, samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Breiðholti grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá fyrri um hálfellefuleytið í gærkvöldi og sá síðari skömmu eftir miðnætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert