Sjötíu leita mannsins í Ölfusá

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leit að manninum í nótt. Leit …
Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við leit að manninum í nótt. Leit stendur enn yfir. Ljósmynd/Landsbjörg

Um 70 manns frá 12 björgunarsveitum taka nú þátt í leit að manni sem talinn er hafa stokkið út í Ölfusá um þrjúleytið í nótt. Þetta kemur fram í máli Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

Davíð segir að beiðni hafi verið send öllum björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Um 70 manns voru við leit klukkan 09:17 í dag þegar mbl.is ræddi við Davíð, og komu björgunarsveitarmenn allt frá höfuðborgarsvæðinu í vestri og Hellu í austri, en hann sagði að fleiri væru á leiðinni á svæðið.

Að sögn Davíðs er nú leitað að manninum á svæðinu frá Selfossflugvelli að ósum Ölfusár. Gönguhópar ganga meðfram bökkum og einnig eru bátar björgunarsveita á ánni.

Leitað er frá Selfossflugvelli að ósum Ölfusár.
Leitað er frá Selfossflugvelli að ósum Ölfusár. Kort/Map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert