Allir vilja tala við Heimi

Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins.
Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Allir þessir erlendu fréttamenn vilja tala við Heimi þjálfara og hann er fullbókaður fram yfir kveðjuleikinn við Gana 7. júní. Við höfum þurft að velja og hafna og það þarf að vera eitthvað sérstakt til að við reynum að koma fleirum að. Hann er jú að undirbúa landslið Íslands fyrir þátttöku í lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu,“ segir Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi og markaðsstjóri KSÍ.

Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson glaðir í bragði eftir ...
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson glaðir í bragði eftir að HM-sætið var í höfn í haust. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Hann segir að viðtöl við Heimi á þessu ári skipti nú þegar tugum í miðlum frá öllum heimshornum. Auk þessa séu hefðbundnir fjölmiðlaviðburðir eins og blaðamannafundir þar sem Heimir hafi verið í aðalhlutverki. Þá hafi margir erlendir og innlendir miðlar líka heimsótt leikmenn landsliðsins til þeirra félaga.

Ómar segir að erlendir fjölmiðlar sýni íslenska landsliðinu mikinn áhuga og ný erindi berist á hverjum degi. Þegar spjallað var við hann hafði hann nýlega kvatt fulltrúa ríkissjónvarpsins í Argentínu. Stöðin boðaði komu sjónvarpsliðs frá útibúinu í Barcelona hingað til lands í lok mánaðarins.

Heimir Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Plássið er að fyllast

„Margir erlendir miðlar fylgdust með fyrstu umferðinni í Pepsi-deildinni og svo verður fjöldinn allur af erlendum stöðvum úr öllum heimshornum á leikjunum við Noreg og Gana í byrjun júní. Við erum að taka við umsóknum um aðstöðu og aðgang að vellinum þessa dagana og þurfum að loka fljótlega því við höfum takmarkað pláss sem er að fyllast,“ segir Ómar.

Hann segir að andstæðingar Íslands í riðlakeppninni sýni mikinn áhuga á Íslandi, sérstaklega Argentína, en einnig Króatía og Nígería. Fjölmargir miðlar frá Suður-Ameríku, Bandaríkjunum, Japan, Kína og Ástralíu hafi lagt leið sína hingað og að sjálfsögðu frá Evrópu. Fyrir Evrópumótið í Frakklandi 2016 hafi athyglin einkum verið frá Evrópulöndum, en nú sé engin álfa undanskilin.

Í mörgum tilvikum sé um fjölmiðla og fréttastofur að ræða sem starfa á heimsvísu, en sjónvarpsstöðvar hafi verið áberandi. Ómar nefnir sem dæmi að frá breska ríkisútvarpinu, BBC, sem sé með margar stöðvar og rásir, hafi komið fólk úr öllum áttum.

Af hverju á þessum stalli?

„Fyrsta spurning er yfirleitt af hverju íslenska landsliðið sé á þessum stalli í heimsfótboltanum,“ segir Ómar. „Við erum með svör á reiðum höndum við mörgum spurningum og tölfræði um knattspyrnuhús, þjálfaramenntun og þess háttar. Þeir sem koma hingað mynda gjarnan æfingar, aðstæður, knattspyrnuvelli og -hús og krakka í fótbolta.

Okkur finnst mikilvægt að taka vel á móti þessu fólki og greiða götu þess eins og við getum. Auk knattspyrnunnar snýst þetta um Ísland og ímynd landsins.“

Auk þessa er sérstök dagskrá þar sem fjölmiðlar hafa aðgang að leikmönnum. Þar sé einkum miðað við íþróttamiðla og „þar á bæ þekkja menn okkar vinnulag og reglur“. Ómar segir að starfið sé hálfgerður línudans á milli þess að þjónusta fjölmiðla vel, en um leið að tryggja að aðgangurinn verði ekki svo mikill að hann trufli íþróttalegan undirbúning.

Innlent »

Bíll valt í Ártúnsbrekkunni

Í gær, 22:37 Fólksbíll fór út af veginum neðarlega í Ártúnsbrekkunni upp úr klukkan tíu í kvöld. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu valt bíllinn og endaði á toppnum. Meira »

Stolið frá leigusala en fær enga aðstoð

Í gær, 22:05 Maður sem leigði íbúð sína öðrum manni fær hvorki hjálp frá lögreglu né lögmönnum í kjölfar þess að leigjandi hans stal öllum húsgögnum og búnaði úr íbúð og bílskúr mannsins. Hann brá því á það ráð að auglýsa eftir lögmanni í atvinnublaði Fréttablaðsins í gær. Meira »

Mikið um dýrðir á bíladögum

Í gær, 21:47 Hátt í þrjú hundruð bílar tóku þátt í bílasýningu á Akureyri í dag sem batt endahnútinn á hina árlegu bíladaga í bænum sem voru haldnir um helgina þar sem mikið var um dýrðir. Meira »

Blásið til tónlistarveislu í Þorlákshöfn

Í gær, 21:25 Rekstur veitingastaðarins Hendur í höfn í Þorlákshöfn hefur gengið vonum framar, en hann fagnaði nýlega fimm ár afmæli og í maí flutti hann í stærra og endurbætt húsnæði við aðalgötuna í bænum. Í sumar verður svo blásið til tónleikaraðar á veitingastaðnum. Meira »

Fíknigeðdeild lokuð fram í ágúst

Í gær, 21:21 Þrátt fyrir að minna sé um lokanir á geðdeildum Landspítalans nú en í fyrra verða margar þeirra lokaðar stóran hluta sumars. Fíknigeðdeild lokaði þann 15. júní og opnar ekki aftur fyrr en 7. ágúst. Meira »

Búið að grafa helming ganganna

Í gær, 20:44 Búið er að grafa 49,9% af heildarlengd Dýrafjarðarganga, eða 2.646,7 metra.   Meira »

Lýsi er ógeðslegt – En það virkar

Í gær, 20:10 „Frá víkingum til súrs hákarls – Tíu ástæður fyrir því að Íslendingar eru svona sterkir“ er fyrirsögn greinar þýska vefmiðilsins Kölner Stadt-Anzieger þar sem þjóðverjarnir reyna að gera sér í hugarlund ástæður þess að Íslendingar séu svo sterkir. Meira »

Sleppt að loknum yfirheyrslum

Í gær, 20:09 Mennirnir tveir sem voru yfirheyrðir í dag, grunaðir um að hafa fótbrotið karlmann, var sleppt úr haldi seinnipartinn að loknum yfirheyrslum. Meira »

Fengu lýðveldishátíðarköku í Vatnaskógi

Í gær, 19:44 Um eitt hundrað drengir úr sumarbúðunum í Vatnaskógi fengu lýðveldishátíðarköku í dag, enn í gleðivímu eftir leik Íslands og Argentínu í gær. Meira »

Á kajak meðfram vesturströnd Evrópu

Í gær, 19:10 Toby Carr, breskur 36 ára arkítekt og kajakræðari, er um þessar mundir að hefja ferðalag sitt sjóleiðina um Vestur-Evrópu á kajak. Carr hlaut styrk frá minningarsjóði Winston Churchill til þess að rannsaka allar þær 31 siglingaveðurstöðvar sem lesnar eru upp í sjóveðurspám Bretlands. Meira »

Hátíðlegt á Akureyri og Húsavík: Myndir

Í gær, 18:27 Norðlendingar héldu 17. júní hátíðlegan eins og aðrir landsmenn. Á Akureyri fór skrúðganga niður Gilið, auk þess sem venjan er að útskrifa stúdenta á þjóðhátíðardeginum. Meira »

Um 2.500 mættu í Zaryadye-garðinn

Í gær, 18:14 Talið er að rúmlega 2.500 stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafi mætt í upphitunargleði í Zaryadye-garðinum í Moskvu í gær fyrir leik Íslands og Argentínu. Meira »

Vatnsleki í kjallara í Hjaltabakka

Í gær, 17:55 Tveir dælubílar frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru sendir í fjölbýlishús í Hjaltabakka í Breiðholti vegna vatnsleka. Meira »

Almenningur telur sig harðari

Í gær, 17:41 „Í samstarfi við norræna kollega sýndum við að almenningur hefur tilhneigingu til að vanmeta refsiþyngd dómstóla, einkum í kynferðisbrotamálum, segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands,sem hefur í fjölda ára rannsakað glæpi frá öllum hliðum. Meira »

2,4 milljarða króna sektarheimildir

Í gær, 17:20 Stórfyrirtæki sem vinna mikið með persónuupplýsingar hafa tilhneigingu til að leita til ríkja þar sem reglugerðir og eftirlit eru linari en í öðrum ríkjum. Þetta segir Björg Thorarensen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Meira »

Fjölmenni fagnar 17. júní: Myndir

Í gær, 16:20 Fjöldi fólks gerði sér dagamun í dag, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, og skellti sér miðbæinn til þess að fagna fullveldi Íslands. Meira »

Vatnsnotkun lítil á meðan á leik stóð

Í gær, 15:25 Leikur Íslands og Argentínu á HM í gær hafði mikil áhrif á vatnsnotkun Reykvíkinga í gær, en eins og af grafinu hér að neðan má lesa hafa Íslendingar að mestu leyti haldið í sér á meðan á leik stóð. Margir hafa þó nýtt hálfleikinn til þess að fara á salernið. Meira »

Fjórtán hlutu fálkaorðuna

Í gær, 15:10 Fjórtán manns hlutu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní.  Meira »

Hjólreiðafólk þekki blinda svæðið

Í gær, 15:05 Mikil hætta hefur skapast við Klettagarða og Vatnagarða að undanförnu vegna aukinnar hjólreiðaumferðar. Þetta segir Haukur Jón Friðbertsson, vörubílstjóri, sem segist verða var við mikla hjólaumferð á vinnusvæðinu. Meira »
Gleraugu fundust Gleraugu fundust við
Gleraugu fundust Gleraugu fundust við Miklubraut í Skeifunni, 13. júní um klukka...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...