Allir vilja tala við Heimi

Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins.
Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Allir þessir erlendu fréttamenn vilja tala við Heimi þjálfara og hann er fullbókaður fram yfir kveðjuleikinn við Gana 7. júní. Við höfum þurft að velja og hafna og það þarf að vera eitthvað sérstakt til að við reynum að koma fleirum að. Hann er jú að undirbúa landslið Íslands fyrir þátttöku í lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu,“ segir Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi og markaðsstjóri KSÍ.

Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson glaðir í bragði eftir ...
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson glaðir í bragði eftir að HM-sætið var í höfn í haust. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Hann segir að viðtöl við Heimi á þessu ári skipti nú þegar tugum í miðlum frá öllum heimshornum. Auk þessa séu hefðbundnir fjölmiðlaviðburðir eins og blaðamannafundir þar sem Heimir hafi verið í aðalhlutverki. Þá hafi margir erlendir og innlendir miðlar líka heimsótt leikmenn landsliðsins til þeirra félaga.

Ómar segir að erlendir fjölmiðlar sýni íslenska landsliðinu mikinn áhuga og ný erindi berist á hverjum degi. Þegar spjallað var við hann hafði hann nýlega kvatt fulltrúa ríkissjónvarpsins í Argentínu. Stöðin boðaði komu sjónvarpsliðs frá útibúinu í Barcelona hingað til lands í lok mánaðarins.

Heimir Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Plássið er að fyllast

„Margir erlendir miðlar fylgdust með fyrstu umferðinni í Pepsi-deildinni og svo verður fjöldinn allur af erlendum stöðvum úr öllum heimshornum á leikjunum við Noreg og Gana í byrjun júní. Við erum að taka við umsóknum um aðstöðu og aðgang að vellinum þessa dagana og þurfum að loka fljótlega því við höfum takmarkað pláss sem er að fyllast,“ segir Ómar.

Hann segir að andstæðingar Íslands í riðlakeppninni sýni mikinn áhuga á Íslandi, sérstaklega Argentína, en einnig Króatía og Nígería. Fjölmargir miðlar frá Suður-Ameríku, Bandaríkjunum, Japan, Kína og Ástralíu hafi lagt leið sína hingað og að sjálfsögðu frá Evrópu. Fyrir Evrópumótið í Frakklandi 2016 hafi athyglin einkum verið frá Evrópulöndum, en nú sé engin álfa undanskilin.

Í mörgum tilvikum sé um fjölmiðla og fréttastofur að ræða sem starfa á heimsvísu, en sjónvarpsstöðvar hafi verið áberandi. Ómar nefnir sem dæmi að frá breska ríkisútvarpinu, BBC, sem sé með margar stöðvar og rásir, hafi komið fólk úr öllum áttum.

Af hverju á þessum stalli?

„Fyrsta spurning er yfirleitt af hverju íslenska landsliðið sé á þessum stalli í heimsfótboltanum,“ segir Ómar. „Við erum með svör á reiðum höndum við mörgum spurningum og tölfræði um knattspyrnuhús, þjálfaramenntun og þess háttar. Þeir sem koma hingað mynda gjarnan æfingar, aðstæður, knattspyrnuvelli og -hús og krakka í fótbolta.

Okkur finnst mikilvægt að taka vel á móti þessu fólki og greiða götu þess eins og við getum. Auk knattspyrnunnar snýst þetta um Ísland og ímynd landsins.“

Auk þessa er sérstök dagskrá þar sem fjölmiðlar hafa aðgang að leikmönnum. Þar sé einkum miðað við íþróttamiðla og „þar á bæ þekkja menn okkar vinnulag og reglur“. Ómar segir að starfið sé hálfgerður línudans á milli þess að þjónusta fjölmiðla vel, en um leið að tryggja að aðgangurinn verði ekki svo mikill að hann trufli íþróttalegan undirbúning.

Innlent »

Einn enn í haldi vegna árásar á dyraverði

08:39 Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um grófa líkamsárás á dyraverði fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 26. ágúst hefur verið framlengt til 2. nóvember. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhaldsins á grundvelli almannahagsmuna. Meira »

Lengsta orð íslenskrar tungu nú á ljósmynd

08:18 Lengi hefur verið sagt að lengsta orð íslenskrar tungu sé Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúrslyklakippuhringurinn.  Meira »

Mjólk, skyr og mysa í æsku

07:57 Elstu núlifandi tvíburar Íslands fögnuðu 96 ára afmælum sínum í gær. Það eru þær Hlaðgerður og Svanhildur Snæbjörnsdætur. Einungis tvennir aðrir tvíburar, sem nú eru látnir, hafa náð þeim aldri en Íslandsmetið er 96 ár og 292 dagar. Meira »

Varðskipið Óðinn í slipp

07:57 Varðskipið Óðinn verður tekið í slipp í Reykjavíkurhöfn í dag en skipið er hluti af safnaeign Sjóminjasafnsins.  Meira »

Framkvæmdir við stækkun stöðvaðar

07:37 „Þetta eru nokkur atriði sem ég þarf að kippa í liðinn,“ segir Árni Valur Sólonsson, eigandi Capital Hotels-hótelkeðjunnar, en Vinnueftirlitið bannaði á föstudag alla vinnu við byggingarframkvæmdir vegna stækkunar á einu hótela keðjunnar, City Park Hótel, Ármúla 5. Meira »

Vel skipulagður þjófnaður

07:00 Þjófnaðurinn á skútunni Inook úr Ísafjarðarhöfn aðfaranótt sunnudags var vel skipulagður og krafðist aðkomu eins eða fleiri manna sem kunnu til verka. Þetta segir heimildarmaður Morgunblaðsins á Ísafirði. Meira »

Umhleypingar og vætutíð

06:56 Hæglætisveður verður á landinu í dag en í kvöld fer að hvessa að austan og á morgun er spáð roki og rigningu víða á landinu. Síðan er búist við umhleypingum og vætutíð fram yfir helgi, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Opnað inn á heiðina

05:30 Brúarmenn frá Vestfirskum verktökum eru að byggja brú yfir Norðlingafljót, skammt ofan Helluvaðs, í Hallmundarhrauni fyrir Vegagerðina. Brúin er mikið mannvirki. Hún opnar fleira ferðafólki leið úr Borgarfirði og inn á Arnarvatnsheiði. Meira »

Lúpínan breiðir úr sér næstu árin

05:30 Búast má við því að með hlýnandi veðurfari og minnkandi sauðfjárbeit muni útbreiðsla alaskalúpínu og gróðurs sem fylgir í kjölfar hennar, svo sem skógarkerfils, margfaldast á næstu áratugum. Meira »

Þúsund eru án lífeyris

05:30 Nú eru 19.162 einstaklingar með 75% örorkumat og eiga því að öðru jöfnu rétt á örorkulífeyri. Hefur þeim fjölgað um 4.300 á tíu árum sem er um 29% aukning. Hins vegar fá aðeins 18.009 einstaklingar lífeyri og hluti hópsins fær skertan lífeyri vegna annarra tekna. Meira »

Brýtur ekki í bága við lög eða skuldbindingar

05:30 Lögin um að heimila ráðherra að veita fiskeldisfyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða ganga hvorki í berhögg við lög um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála né ákvæði Árósasamningsins. Meira »

Friðlýsing Víkurkirkjugarðs undirbúin

05:30 Minjastofnun Íslands hefur hafið undirbúning tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um friðlýsingu Víkurkirkjugarðs við Aðalstræti í Reykjavík. Þetta kemur fram í bréfi sem Minjastofnun Íslands sendi til Reykjavíkurborgar og annarra hagsmunaaðila. Meira »

Munu mótmæla NATO-æfingum

05:30 „Íslenskir friðarsinnar hafa í gegnum tíðina ekkert látið það athugasemdalaust, eða fram hjá sér fara, þegar hér hafa verið heræfingar. Það eru mörg dæmi um það að við höfum farið og látið til okkar taka. Það er fullkomlega eðlilegt að það verði að þessu sinni.“ Meira »

Leita til lækna eftir meðferð úti

05:30 „Sjálf hef ég séð vinnu sem aldrei myndi teljast ásættanleg hér heima,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í munn- og tanngervalækningum, og vísar í máli sínu til ferða Íslendinga til tannlækna í Austur-Evrópu. Meira »

Skipstjóri skútunnar handtekinn

Í gær, 21:39 Skipstjóri skútunnar sem kom að landi á Rifi um kl. 21 í kvöld var handtekinn við komuna þangað af lögreglunni á Vesturlandi. Hann var einn á ferð og er grunaður um að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn síðustu nótt. Meira »

„Laugardalsvöllur, hvar er það?“

Í gær, 21:10 Lögreglan sektaði 70-80 ökumenn um helgina fyrir að leggja bílum sínum ólöglega við Laugardalshöll. Varðstjóri í umferðardeild lögreglu segir að honum þyki „leiðinlegt að sekta fólk fyrir kjánaskap“. Meira »

Skútan komin til hafnar á Rifi

Í gær, 20:01 Skútunni Inook var stolið úr Ísafjarðarhöfn í nótt. Varðskipið Þór og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa veitt henni eftirför í dag. Skútan kom til hafnar á Rifi á Snæfellsnesi um kl. 21 í kvöld og voru tveir sérsveitarmenn á meðal þeirra sem veittu henni móttöku. Meira »

Vill kveikja stolt í hjörtum Íslendinga

Í gær, 19:15 Hvaða erindi á milljónamæringur frá Kaliforníu til Íslands í október? Og hvað hefur togað hann hingað á norðurhjara veraldar ítrekað síðustu misseri, þar af þrisvar í ár? James Cox nýtur þess að ganga og hjóla um náttúru Íslands og vill leggja sín lóð á vogarskálarnar henni til verndar. Meira »

Þorskurinn vítamínsprauta og stuðpúði

Í gær, 18:57 Verðmæti útfluttra þorskafurða frá aldamótum jafngildir um 20 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Önnur lönd saxa smám saman á gæðaforskot Íslands. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Bækur til sölu
Ævintýri Stikkilsberja Finns eftir Mark Twain (á ensku) 1. útg. London, 1884. Ve...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...