Allir vilja tala við Heimi

Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins.
Heimir Hallgrímsson er þjálfari ársins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Allir þessir erlendu fréttamenn vilja tala við Heimi þjálfara og hann er fullbókaður fram yfir kveðjuleikinn við Gana 7. júní. Við höfum þurft að velja og hafna og það þarf að vera eitthvað sérstakt til að við reynum að koma fleirum að. Hann er jú að undirbúa landslið Íslands fyrir þátttöku í lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu,“ segir Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi og markaðsstjóri KSÍ.

Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson glaðir í bragði eftir ...
Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson glaðir í bragði eftir að HM-sætið var í höfn í haust. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Hann segir að viðtöl við Heimi á þessu ári skipti nú þegar tugum í miðlum frá öllum heimshornum. Auk þessa séu hefðbundnir fjölmiðlaviðburðir eins og blaðamannafundir þar sem Heimir hafi verið í aðalhlutverki. Þá hafi margir erlendir og innlendir miðlar líka heimsótt leikmenn landsliðsins til þeirra félaga.

Ómar segir að erlendir fjölmiðlar sýni íslenska landsliðinu mikinn áhuga og ný erindi berist á hverjum degi. Þegar spjallað var við hann hafði hann nýlega kvatt fulltrúa ríkissjónvarpsins í Argentínu. Stöðin boðaði komu sjónvarpsliðs frá útibúinu í Barcelona hingað til lands í lok mánaðarins.

Heimir Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Plássið er að fyllast

„Margir erlendir miðlar fylgdust með fyrstu umferðinni í Pepsi-deildinni og svo verður fjöldinn allur af erlendum stöðvum úr öllum heimshornum á leikjunum við Noreg og Gana í byrjun júní. Við erum að taka við umsóknum um aðstöðu og aðgang að vellinum þessa dagana og þurfum að loka fljótlega því við höfum takmarkað pláss sem er að fyllast,“ segir Ómar.

Hann segir að andstæðingar Íslands í riðlakeppninni sýni mikinn áhuga á Íslandi, sérstaklega Argentína, en einnig Króatía og Nígería. Fjölmargir miðlar frá Suður-Ameríku, Bandaríkjunum, Japan, Kína og Ástralíu hafi lagt leið sína hingað og að sjálfsögðu frá Evrópu. Fyrir Evrópumótið í Frakklandi 2016 hafi athyglin einkum verið frá Evrópulöndum, en nú sé engin álfa undanskilin.

Í mörgum tilvikum sé um fjölmiðla og fréttastofur að ræða sem starfa á heimsvísu, en sjónvarpsstöðvar hafi verið áberandi. Ómar nefnir sem dæmi að frá breska ríkisútvarpinu, BBC, sem sé með margar stöðvar og rásir, hafi komið fólk úr öllum áttum.

Af hverju á þessum stalli?

„Fyrsta spurning er yfirleitt af hverju íslenska landsliðið sé á þessum stalli í heimsfótboltanum,“ segir Ómar. „Við erum með svör á reiðum höndum við mörgum spurningum og tölfræði um knattspyrnuhús, þjálfaramenntun og þess háttar. Þeir sem koma hingað mynda gjarnan æfingar, aðstæður, knattspyrnuvelli og -hús og krakka í fótbolta.

Okkur finnst mikilvægt að taka vel á móti þessu fólki og greiða götu þess eins og við getum. Auk knattspyrnunnar snýst þetta um Ísland og ímynd landsins.“

Auk þessa er sérstök dagskrá þar sem fjölmiðlar hafa aðgang að leikmönnum. Þar sé einkum miðað við íþróttamiðla og „þar á bæ þekkja menn okkar vinnulag og reglur“. Ómar segir að starfið sé hálfgerður línudans á milli þess að þjónusta fjölmiðla vel, en um leið að tryggja að aðgangurinn verði ekki svo mikill að hann trufli íþróttalegan undirbúning.

Innlent »

Þriðjungur á biðlista fer ekki í meðferð

16:43 Það sem af eru þessu ári hefur þriðjungur þeirra sem hafa verið skráðir á biðlista á Vogi ekki skilað sér í meðferð þegar rými losnaði. Hlutfallið hefur haldist svipað síðustu þrjú ár. Um miðjan júlí voru 534 skráðir á biðlista eftir innlögn. Meira »

„Meiðandi og alvarleg“ ummæli fulltrúa

16:37 Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg hefur óskað eftir því við forsætisnefnd borgarinnar að tekið verið til skoðunar hvort ákvæði sveitarstjórnarlaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur þeirra hafi verið brotin í umræðu þeirra um að hún hafi lagt undirmann sinn í einelti. Meira »

Kæra ákvörðun meirihlutans um Kaplakrika

15:40 Minnihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hyggst kæra samþykkt meirihluta bæjarstjórnar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Umrædd samþykkt lýtur að þeirri ákvörðun meirihlutans að falla frá áætlunum um byggingu knatthúss í Kaplakrika og kaupa þess í stað aðrar eignir á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu minnihlutans. Meira »

55 dekk ónýt eftir flugeldasýningu

15:39 Við flugeldasýninguna sem var haldin í lok Fiskidagsins mikla á laugardaginn komst eldur í dekkjaþybbur á Suðurgarði við Dalvíkurhöfn. Meira »

„Brutu trúnað til að ná fínni mynd“

15:25 „Þetta er hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup sem ég hef orðið vitni að á mínum 8 ára ferli í pólitík,“ skrifar borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir á Facebook. Þar á hún við það þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipu­lags- og sam­gönguráði Reykja­vík­ur­borg­ar gengu af fundi í morgun. Meira »

„Notkun glýfosfats óæskileg“

14:15 Umhverfis- og auðlindaráðherra segir notkun glýfosfats, sem finna má í flestum illgresiseyðum, óæskilega. Hann segir mikilvægt að fólk hugsi um hvaða efni það notar og spyrji sig að því hvort sú notkun sé nauðsynleg. Meira »

Láta gott af sér leiða eftir Fiskidaginn

14:09 Kræsingar sem urðu afgangs eftir Fiskidaginn mikla verða nýttar til góðra málefna svo ekkert fari til spillis. Samhjálp fær veglegar matargjafir og eins verður slegið til veislu á hjúkrunarheimilinu Mörkinni. Samskip flytur matinn frítt til Reykjavíkur. Meira »

Funda aftur í lok mánaðarins

13:39 Annar fundur í kjaradeildu Norðurflugs og Félags íslenskra atvinnuflugmanna hjá ríkisáttasemjara var haldinn í morgun.  Meira »

Viku af „ólögmætum fundi“

13:13 Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar telja fund ráðsins sem nú stendur yfir ólögmætan, enda sé ekki rétt staðið að boðun fundarins. Fulltrúar flokksins ákváðu að víkja af fundi ráðsins í morgun vegna þessa. Meira »

Alvarlegur utanvegaakstur á Fjallabaki

13:00 Bifhjól í utanvegaakstri unnu miklar skemmdir á gróðri á stóru svæði á Fjallabaki, við veginn að Hófsvaði og Ljótapolli, í gærmorgun. Landvörður á svæðinu segir þetta alvarlegast tilfellið í sumar, en engar vísbendingar hafa borist um hverjir gætu hafa verið þarna að verki. Meira »

Kynnir hugmyndir um þjóðgarðastofnun

12:54 Á næstu vikum mun umhverfis- og auðlindaráðherra funda víða um land til að kynna drög að frumvarpi um nýja þjóðgarðastofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar. Meira »

Bubbi ætlar ekki að áfrýja

12:50 Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar ekki að áfrýja meiðyrðadómi í máli Steinars Bergs gegn sér. RÚV hefur hins vegar ekki ákveðið hvort dóminum verði áfrýjað, en Steinar bendir í yfirlýsingu á að sá frestur sem stofnunin hafði til að fara að tilmælum dómsins sé nú liðinn. Meira »

Náttúruöflin áþreifanleg í Hítardal

12:38 Finnbogi Leifsson, bóndi í Hítardal, segir óvissuna sem sprungan í Fagraskógarfjalli veldur vera óþægilega. Best væri, að hans sögn, ef hrunið færi af stað sem fyrst til þess að uppbygging geti hafist sem fyrst eftir náttúruhamfarirnar 7. júlí. Meira »

Innkalla 125 KIA-bifreiðar

11:30 Bílaumboðið Askja hefur innkallað 125 KIA Niro Hybrid bifreiðar af árgerðinni 2016-2017. Ástæða innköllunar er að orðið hefur vart við galla í rafmagnsvökvakúplingu sem getur valdið olíuleka. Meira »

Fór húsavillt í morgunsárið

11:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á sjöunda tímanum í morgun um að verið væri að banka á glugga íbúðar í hverfi 105 en sá sem leitaði til lögreglunnar sagðist ekki kannast við kauða. Meira »

Ágúst Valfells forseti tækni- og verkfræðideildar HR

09:54 Dr. Ágúst Valfells hefur verið ráðinn forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík frá og með 1. ágúst. Hann tekur við stöðunni af Dr. Guðrúnu Sævarsdóttur sem hefur verið forseti deildarinnar frá árinu 2011. Meira »

Rök um lengd einangrunar standist ekki

09:03 Hundaræktarfélag Íslands telur rök um lengd einangrunar gæludýra ekki standast og kallar eftir áhættumati landbúnaðarráðuneytis sem átti að vera tilbúið í apríl. Morgunblaðið fjallaði í gær um grein þriggja vísindamanna sem segja sníkjudýr hafa borist með innfluttum gæludýrum í íslenska dýrastofna. Meira »

Var í ljósum logum er slökkvilið kom

08:35 Miklar skemmdir urðu á pökkunarhúsi sem eldur kom upp í að Reykjaflöt á Flúðum í gærkvöldi. Þetta segir Pét­ur Pét­urs­son, slökkviliðsstjóri Bruna­varna Árnes­sýslu. Pökkunarstöðin var í ljósum logum er slökkvilið kom á vettvang. Tildrög eldsins eru nú til rannsóknar hjá lögreglu. Meira »

Kraftaverk eftir maraþon

08:18 „Þótt mínu maraþoni sé hvergi nærri lokið mun styrkurinn sem þið hafið gefið mér nýtast mér út það allt. Reykjavíkurmaraþonið gerði kraftaverk fyrir mig, og þegar ég verð orðin nógu kraftmikil ætla ég að hlaupa og láta gott af mér leiða og þá vonandi gera kraftaverk rétt eins og gert var fyrir mig.“ Meira »
Yamaha Virago árg. 86.
Til sölu Yamaha Virago 800, gamall og góur hippi í ágætu lagi. Verð kr. 350 þús....
Bosch þvottavél til sölu
Góð Bosch þvottavél er til sölu í 108 Reykjavík. Verð: 20.000 kr. Hafið samb...
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 348.500,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...