Breytingar gerðar í kjölfar ólgu

Vík í Mýrdal.
Vík í Mýrdal. mbl.is/Sigurður Bogi

Tekin var ákvörðun um breytingar á yfirstjórn Víkurskóla í kjölfar talsverðrar ólgu sem upp kom í sveitarfélaginu Mýrdalshreppi í vor. Í því fólks að gert var samkomulag við Þorkel Ingimarsson skólastjóra að hann léti af störfum við skólann.

Fram kemur í tilkynningu frá sveitarstjórn Mýrdalshrepps að vegna ólgunnar hafi verið tekin ákvörðun um að láta gera sálfélagslega úttekt á líðan starfsfólks í skólanum. Samkomulagið við Þorkel hafi verið niðurstaða sveitarstjórnar.

Samkvæmt samkomulaginu lætur Þorkell af störfum 1. júní og hefur sveitarstjóra verið falið að auglýsa eftir skólastjóra og kennara við skólann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert