Dópaðir og drukknir undir stýri

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt tengdust fíkniefnum og áfengisneyslu að mestu. Sex voru teknir ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna við akstur bifreiða og afskipti höfð að fólki með fíkniefni í fórum sínum.

Klukkan 21:12 var bifreið stöðvuð í vesturbænum en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Þá reyndist ökumaður aldrei hafa öðlast ökuréttindi.

Klukkan 21:55 var bifreið stöðvuð á Sæbraut en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá reyndist ökumaður sviptur ökuréttindum vegna fyrr afskipta lögreglu

Klukkan 22:19 var bifreið stöðvuð í austurborginni en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Þá reyndist ökumaður sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu.

Klukkan 23:55 var bifreið stöðvuð í vesturbænum en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Klukkan 03:39 var bifreið stöðvuð í vesturbænum en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Klukkan 03:45 var bifreið stöðvuð í Grafarholti en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Klukkan 21:42 voru höfð afskipti af einstakling í Seljahverfi sem grunaður um vörslu fíkniefna.

Klukkan 22:39 voru höfð afskipti af einstakling í austurborginni sem er grunaður um vörslu fíkniefna.

Klukkan 00:57 voru höfð afskipti af einstakling í Heiðmörk sem er grunaðu um vörslu fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert