Leit hafin að nýju við Ölfusá

Þyrla Landhelgisgæslunnar mun hjálpa til við leitina í dag. Mynd …
Þyrla Landhelgisgæslunnar mun hjálpa til við leitina í dag. Mynd úr safni. Ljósmynd/Arinbjörn Sigurgeirsson

Leit er hafin að nýju að manninum sem talinn er hafa stokkið í Ölfusá aðfaranótt sunnudags, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Leitarhópar munu ganga meðfram og sigla á bátum. Þá mun þyrla Landhelgisgæslunnar fljúga yfir svæðið í kring um hádegi.

Leitarskilyrði eru mun betri en í gær og er veðurspá góð fyrir daginn. Skilyrði til leitar voru slæm í gær, leiðindaveður, mikið vatn í ánni og vatnið litað.

Um eitthundrað björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni í gær og stóð hún fram á kvöld.

Uppfært kl. 10:05: Leitin í dag verður með svipuðu móti og í gær. Um 50 manns eru nú við leitir að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Björgunarsveitir frá Reykjavík, Vesturlandi, Suðurnesjum og Suðurlandi eru mættar til leitar og mun þeim fjölga þegar líður á daginn. Staðan á leitinni verður tekin síðar í dag, en gert er ráð fyrir því að leit muni standa fram eftir degi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert