„Þetta er algjört hrun“

Landselur í Norðurfirði í Árneshreppi. Hann tekur eflaust fagnandi þverrandi ...
Landselur í Norðurfirði í Árneshreppi. Hann tekur eflaust fagnandi þverrandi samkeppni um góðgæti hafsins. mbl.is/RAX

Lítil ásókn í strandveiðar á svæði B, sem nær frá Strandabyggð á Vestfjörðum að Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, þykir sláandi að mati Landssambands smábátaeigenda. Alls hafa 66 leyfi verið gefin út til strandveiða á svæðinu í ár, saman borið við 105 leyfi á sama tíma í fyrra.

Elín Agla Briem, hafnarvörður í Norðurfirði, segir útlitið ekki gott fyrir þá sem byggja hag sinn á þjónustu við strandveiðibáta.

„Þetta er ferlegt. Ég held að enginn sé á strandveiðum á Drangsnesi og kannski einhverjir þrír á Hólmavík. Þetta er algjört hrun hérna á austanverðum Vestfjarðakjálkanum.“

Elín Agla Briem, hafnarvörður í Norðurfirði, segir blikur á lofti ...
Elín Agla Briem, hafnarvörður í Norðurfirði, segir blikur á lofti í strandveiðum á Ströndum. mbl.is/Golli

Kostnaðarmiklar framkvæmdir að baki

Frá Norðurfirði er stutt að sækja á gjöf­ul fiski­mið í Húna­flóa og út af fló­anum, og hefur fjöldi báta komið þangað víða að af landinu til veiða. Til að mæta eftirspurn var hafnargarðurinn í Norðurfirði nýlega lengdur um helming, auk þess sem bætt var við einni flotbryggju og nýr krani settur upp á smábátabryggjunni.

„Það var rándýrt,“ segir Elín og bætir við að hafnarsjóðurinn og sveitarfélagið hafi fjármagnað framkvæmdirnar. Spurð hvort viss forsendubrestur eigi sér nú stað, þegar við blasi að fækkað hafi töluvert í röðum þeirra báta sem nýta sér þessa aðstöðu, svarar hún játandi og bendir á að þessi þróun bitni mest á þeim sem veiti strandveiðisjómönnum þjónustu ýmiss konar.

„Til dæmis þeir sem framleiða ísinn, sjá um flutninginn og hafnarverðir eins og ég – við sjáum enga forsendu til að sinna þessum störfum ef engin laun fást fyrir. Ég er því mjög hugsi um hvernig þetta kemur út og jafnvel hvort þetta borgi sig fyrir mig.“

Hún tekur þó fram að það sé venju samkvæmt að veiðarnar hefjist rólega á Ströndum.

„Það er alveg vitað. En þetta eru held ég sjö bátar núna sem ætla að vera að veiðum, og enginn annar búinn að hringja og láta vita af komu sinni. Fyrir tveimur árum voru þetta 23 bátar og að mig minnir sautján í fyrra. Það lítur ekki út fyrir að þetta glæðist neitt í júní eða júlí, nema eitthvað óvænt komi upp á.“

Kristmundur segir strandveiðisjómenn óttast mikinn sóknarþunga á A-svæðinu.
Kristmundur segir strandveiðisjómenn óttast mikinn sóknarþunga á A-svæðinu. mbl.is/Golli

Daufari stemning en verið hefur

200 mílur náðu einnig tali af Kristmundi Kristmundssyni þar sem hann var við strandveiðar úti fyrir Norðurfirði í rjómablíðu, en hann gerir út á bátnum Lunda ST-11.

„Það er mikið daufari stemning yfir þessu öllu en verið hefur,“ segir Kristmundur. „Við erum aðeins þrír að róa hér í Norðurfirðinum og sjálfsagt er þetta svona víðar.“

Hann segir breytingar á fyrirkomulagi strandveiðanna, sem gerðar voru með frumvarpi atvinnuveganefndar Alþingis fyrr í vor, geta haft skaðleg áhrif á þau svæði þar sem fiskurinn gengur seinna, eins og raunin sé í tilfelli svæðis B.

„Nú er kominn heill pottur fyrir allt landið, og það sem við hræðumstum hérna á B-svæðinu, og ég veit að fleiri hræðast líka, er þessi mikli sóknarþungi á A-svæðinu og gott fiskerí þar. Okkar martröð væri sú að heildarpotturinn kláraðist í júlí og við fengjum ekkert að veiða í ágúst,“ segir Kristmundur.

„Það væri mjög vont fyrir okkur því í raun byrjar fiskeríið hjá okkur ekki af alvöru fyrr en í júlí og ágúst. Við myndum þannig séð persónulega vilja sleppa maí og fá frekar að spreyta okkur á veiðum í september, ef út í það er farið.“

Strandveiðimenn landa afla í Norðurfirði. Myndin er tekin sumarið 2016 ...
Strandveiðimenn landa afla í Norðurfirði. Myndin er tekin sumarið 2016 en síðan þá hefur strandveiðibátum fækkað ört á svæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Lágt verð fiskmarkaða hefur áhrif

Kristmundur segist þess þó ekki fullviss að breytingar á fyrirkomulagi strandveiða eigi alla sök að máli.

„Síðasta sumar var lélegra heldur en sumarið þar á undan hjá okkur á strandveiðunum. Við vorum með færri báta og minni afla. Jafnframt var mun lægra fiskverð heldur en árið áður og ég vil í raun rekja þetta allt saman til sjómannaverkfallsins,“ segir Kristmundur.

„Eftir því sem ég best veit fengu sjómenn það í gegn í lok verkfallsins að kjör þeirra tækju að einhverju leyti mið af verðinu á fiskmörkuðunum. Þetta er náttúrulega æðislegt fyrir þau fyrirtæki sem eiga skip og vinnslu, því þau geta þá haldið verði markaðanna í lágmarki og komist upp með að greiða sjómönnum lægri laun fyrir vikið.“

Þetta hafi svo vitaskuld í för með sér lægra endurgjald á fiskmörkuðum fyrir strandveiðisjómenn, segir Kristmundur.

„Verðið spilar náttúrulega stærstu rulluna í fækkun strandveiðibáta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hannesar háloftanna

Í gær, 22:51 Æfingin skapar meistarann, segir máltækið. Hefði Hannes Þór Halldórsson ekki æft sig af kappi hefði hann eflaust ekki varið vítið frá Lionel Messi á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi um liðna helgi. Meira »

Fólk hugi að lausamunum

Í gær, 22:07 Búast má við hvassviðri eða stormi um landið austanvert í nótt og fram yfir hádegi á morgun með snörpum vindhviðum við fjöll, víða yfir 30 metrum á sekúndu en yfir 40 metrum á sekúndu á stöku stað, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Harma „tilhæfulausa gagnrýni“ Íslands

Í gær, 21:57 Stjórnvöld Filippseyja fara ófögrum orðum um Ísland fyrir „hlutdræga og tilhæfulausa gagnrýni“. Tilefnið er ávarp sem fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, Harald Aspelund, flutti á þriðjudag um ástand mannréttindamála á Filippseyjum fyrir hönd næstum fjörutíu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Hana langar bara að verða edrú

Í gær, 20:58 Björk Ólafsdóttir telur úrræðaleysi ríkja í málefnum geðsjúkra fíkla. Dóttir hennar, sem er með tvo geðsjúkdóma, hefur verið sprautufíkill í sjö ár og er hættuleg sjálfri sér og öðrum. Björk vill sjá alvöru úrræði fyrir þennan hóp sem hún telur yfirvöld frekar vilja fela. Meira »

Læknar gerðu mistök í Rússlandi

Í gær, 20:45 Tveir íslenskir læknar starfandi í Svíþjóð gerðu mistök á leið sinni til Volgograd í Rússlandi þar sem þeir ætluðu að sjá íslenska landsliðið í knattspyrnu spila á móti Nígeríu. Þeir misstu af tengiflugi sínu eftir að hafa farið á Rauða torgið til að taka nokkrar „sjálfur“ og fundu ekki annað flug. Meira »

„Þú býður ekki þessu fólki í heimsókn“

Í gær, 19:06 Andstæðingar hvalveiða mótmæla langreyðaveiðum Hvals hf., sem hófust á ný fyrir helgi. Kristján Loftsson forstjóri fyrirtækisins ræddi veiðarnar og gagnrýni á þær við mbl.is og segir m.a. fráleitt að hvalveiðar við Íslandsstrendur hafi áhrif neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn. Meira »

Munu ræða mál Hauks Hilmarssonar

Í gær, 18:11 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, mun ræða mál Hauks Hilmarssonar við Nihat Zeybecki, efnahagsmálaráðherra Tyrklands, á morgun, áður en ráðherrafundur fríverslunarsamtaka Evrópu hefst á Sauðárkróki. Meira »

„Það hrúgast inn uppsagnir“

Í gær, 17:53 „Það hrúgast inn uppsagnir. Það er gríðarleg óánægja náttúrulega,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við mbl.is. Telur Katrín að níu ljósmæður hafi sagt upp störfum á fæðingarvakt Landspítalans í síðustu viku. Meira »

Orð Vilhjálms fjarri sannleikanum

Í gær, 17:01 „Við höfum aldrei skikkað einn eða neinn til þess að vera í þessu eða hinu stéttarfélaginu,“ segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. í samtali við mbl.is. Hann segir Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness fara með rangt mál hvað það varðar. Meira »

Sérsveitin kölluð út í Reykjanesbæ

Í gær, 16:31 Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að aðstoða lögregluna á Suðurnesjum eftir að ráðist var á mann með hamri í Reykjanesbæ í gær. Átök tveggja manna í gleðskap enduðu með því að annar þeirra tók upp hamar og beitti honum í áflogum þeirra á milli. Meira »

Varað við stormi, grjótflugi og sandfoki

Í gær, 15:32 Full ástæða er til að hafa varann á vegna vinds í nótt og framan af morgundeginum, einkum austanlands. Búast má við hviðum upp á 40 til 45 metra á sekúndu við Kvísker og á Breiðamerkursandi frá því um klukkan þrjú í nótt og til um klukkan átta, með tilheyrandi grjótflugi. Meira »

Forsetahjónin svekkt með vítið

Í gær, 13:58 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú héldu til Eistlands í opinbera heimsókn á fimmtudag og horfðu meðal annars á leik Íslands og Nígeríu ásamt þjóðhöfðingjum fimm annarra ríkja í borginni Tartu. Meira »

Sigldu til bjargar ferðamanni

Í gær, 13:45 Þrír menn komu erlendum ferðamanni sem rann ofan af klettum við Miðgjá á Arnarstapa til bjargar þar sem hann hélt dauðahaldi í klettana. Hann hafði þá verið nánast allur á kafi í köldum sjónum í nokkrar mínútur. Meira »

Dómarinn ætti að anda með nefinu

Í gær, 11:35 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari segir að Benedikt Bogason hæstaréttardómari beri sýnilega „mjög kaldan hug“ til sín og að hann telji að dómarinn ætti að „anda pínulítið með nefinu“ og átta sig á því að hann geri sjálfum sér ekki greiða með málarekstri gegn sér. Meira »

Frá Aleppo til Akureyrar

Í gær, 11:15 Reem Almohammad kom til Íslands í janúar 2016 í hópi kvótaflóttamanna frá Sýrlandi sem boðið var að hefja nýtt líf á Akureyri. Þrátt fyrir velvild Íslendinga hefur Reem ekki eignast vini og finnst hún höfð útundan. Meira »

Ansi kröpp lægð á leiðinni

Í gær, 10:39 Hvassviðri eða stormur verður á öllu austanverðu landinu í nótt og fram eftir degi á morgun. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna þessa, en vindhraðinn verður 15-25 metrar á sekúndu og vindhviður geta orðið allt að 35 metrar á sekúndu. Meira »

Varað við hvassviðri eða stormi

Í gær, 08:43 Veðurstofan varar við hvassviðri eða stormi á austanverðu landinu og hálendinu í nótt og fyrir hádegi á morgun. Getur vindhraði víða farið upp í 30 m/s. Gul viðvörun er í gildi. Meira »

Reyndi að bíta mann

Í gær, 08:06 Kona í annarlegu ástandi var handtekin á slysadeild Landspítalans seint í gærkvöldi fyrir að reyna að bíta mann.   Meira »

Um 30 fíkniefnamál á Secret Solstice

Í gær, 08:04 Í gærkvöldi og nótt hafði lögreglan afskipti af þrjátíu manns í Laugardalnum vegna vörslu fíkniefna en í dalnum fer nú fram tónlistarhátíðin Secret Solstice. Þá komu einnig upp nokkur líkamsárásarmál og mál tengd ölvunarástandi á hátíðinni samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Meira »
Fatnaður
...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
BÍLAKERRUR - STURTUVAGNR - FLATVAGNAR
Vorum að fá sendingu frá ANSSEMS, sjá möppu 83 á Facebook > Mex byggingavörur. E...