„Þetta er algjört hrun“

Landselur í Norðurfirði í Árneshreppi. Hann tekur eflaust fagnandi þverrandi ...
Landselur í Norðurfirði í Árneshreppi. Hann tekur eflaust fagnandi þverrandi samkeppni um góðgæti hafsins. mbl.is/RAX

Lítil ásókn í strandveiðar á svæði B, sem nær frá Strandabyggð á Vestfjörðum að Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, þykir sláandi að mati Landssambands smábátaeigenda. Alls hafa 66 leyfi verið gefin út til strandveiða á svæðinu í ár, saman borið við 105 leyfi á sama tíma í fyrra.

Elín Agla Briem, hafnarvörður í Norðurfirði, segir útlitið ekki gott fyrir þá sem byggja hag sinn á þjónustu við strandveiðibáta.

„Þetta er ferlegt. Ég held að enginn sé á strandveiðum á Drangsnesi og kannski einhverjir þrír á Hólmavík. Þetta er algjört hrun hérna á austanverðum Vestfjarðakjálkanum.“

Elín Agla Briem, hafnarvörður í Norðurfirði, segir blikur á lofti ...
Elín Agla Briem, hafnarvörður í Norðurfirði, segir blikur á lofti í strandveiðum á Ströndum. mbl.is/Golli

Kostnaðarmiklar framkvæmdir að baki

Frá Norðurfirði er stutt að sækja á gjöf­ul fiski­mið í Húna­flóa og út af fló­anum, og hefur fjöldi báta komið þangað víða að af landinu til veiða. Til að mæta eftirspurn var hafnargarðurinn í Norðurfirði nýlega lengdur um helming, auk þess sem bætt var við einni flotbryggju og nýr krani settur upp á smábátabryggjunni.

„Það var rándýrt,“ segir Elín og bætir við að hafnarsjóðurinn og sveitarfélagið hafi fjármagnað framkvæmdirnar. Spurð hvort viss forsendubrestur eigi sér nú stað, þegar við blasi að fækkað hafi töluvert í röðum þeirra báta sem nýta sér þessa aðstöðu, svarar hún játandi og bendir á að þessi þróun bitni mest á þeim sem veiti strandveiðisjómönnum þjónustu ýmiss konar.

„Til dæmis þeir sem framleiða ísinn, sjá um flutninginn og hafnarverðir eins og ég – við sjáum enga forsendu til að sinna þessum störfum ef engin laun fást fyrir. Ég er því mjög hugsi um hvernig þetta kemur út og jafnvel hvort þetta borgi sig fyrir mig.“

Hún tekur þó fram að það sé venju samkvæmt að veiðarnar hefjist rólega á Ströndum.

„Það er alveg vitað. En þetta eru held ég sjö bátar núna sem ætla að vera að veiðum, og enginn annar búinn að hringja og láta vita af komu sinni. Fyrir tveimur árum voru þetta 23 bátar og að mig minnir sautján í fyrra. Það lítur ekki út fyrir að þetta glæðist neitt í júní eða júlí, nema eitthvað óvænt komi upp á.“

Kristmundur segir strandveiðisjómenn óttast mikinn sóknarþunga á A-svæðinu.
Kristmundur segir strandveiðisjómenn óttast mikinn sóknarþunga á A-svæðinu. mbl.is/Golli

Daufari stemning en verið hefur

200 mílur náðu einnig tali af Kristmundi Kristmundssyni þar sem hann var við strandveiðar úti fyrir Norðurfirði í rjómablíðu, en hann gerir út á bátnum Lunda ST-11.

„Það er mikið daufari stemning yfir þessu öllu en verið hefur,“ segir Kristmundur. „Við erum aðeins þrír að róa hér í Norðurfirðinum og sjálfsagt er þetta svona víðar.“

Hann segir breytingar á fyrirkomulagi strandveiðanna, sem gerðar voru með frumvarpi atvinnuveganefndar Alþingis fyrr í vor, geta haft skaðleg áhrif á þau svæði þar sem fiskurinn gengur seinna, eins og raunin sé í tilfelli svæðis B.

„Nú er kominn heill pottur fyrir allt landið, og það sem við hræðumstum hérna á B-svæðinu, og ég veit að fleiri hræðast líka, er þessi mikli sóknarþungi á A-svæðinu og gott fiskerí þar. Okkar martröð væri sú að heildarpotturinn kláraðist í júlí og við fengjum ekkert að veiða í ágúst,“ segir Kristmundur.

„Það væri mjög vont fyrir okkur því í raun byrjar fiskeríið hjá okkur ekki af alvöru fyrr en í júlí og ágúst. Við myndum þannig séð persónulega vilja sleppa maí og fá frekar að spreyta okkur á veiðum í september, ef út í það er farið.“

Strandveiðimenn landa afla í Norðurfirði. Myndin er tekin sumarið 2016 ...
Strandveiðimenn landa afla í Norðurfirði. Myndin er tekin sumarið 2016 en síðan þá hefur strandveiðibátum fækkað ört á svæðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Lágt verð fiskmarkaða hefur áhrif

Kristmundur segist þess þó ekki fullviss að breytingar á fyrirkomulagi strandveiða eigi alla sök að máli.

„Síðasta sumar var lélegra heldur en sumarið þar á undan hjá okkur á strandveiðunum. Við vorum með færri báta og minni afla. Jafnframt var mun lægra fiskverð heldur en árið áður og ég vil í raun rekja þetta allt saman til sjómannaverkfallsins,“ segir Kristmundur.

„Eftir því sem ég best veit fengu sjómenn það í gegn í lok verkfallsins að kjör þeirra tækju að einhverju leyti mið af verðinu á fiskmörkuðunum. Þetta er náttúrulega æðislegt fyrir þau fyrirtæki sem eiga skip og vinnslu, því þau geta þá haldið verði markaðanna í lágmarki og komist upp með að greiða sjómönnum lægri laun fyrir vikið.“

Þetta hafi svo vitaskuld í för með sér lægra endurgjald á fiskmörkuðum fyrir strandveiðisjómenn, segir Kristmundur.

„Verðið spilar náttúrulega stærstu rulluna í fækkun strandveiðibáta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þjófnaður á bókasafninu

06:09 Kona varð fyrir því óláni að stolið var frá henni munum þar sem hún var á bókasafninu í miðborginni síðdegis í gær. Meðal annars var síma hennar stolið, greiðslukorti og lyfjum. Meira »

Vill kaupa 8 milljarða hlut í lóninu

05:30 Eignarhaldsfélagið Kólfur ehf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé framtakssjóðsins Horns II í Bláa lóninu. Hlutur sjóðsins í fyrirtækinu er tæplega 20% og er metinn í bókum hans á ríflega 8 milljarða króna. Meira »

100 manns í megrunaraðgerðir

05:30 „Mér fannst fáránlegt að horfa upp á þessa biðlista og sjálfsagt að bjóða upp á þennan valkost. Þetta er frábært sjúkrahús með læknum sem menntaðir eru í London og víðar á Vesturlöndum,“ segir Guðjón Ólafur Sigurbjartsson, hjá Hei Medical Travel sem býður upp á heilbrigðisþjónustu í Lettlandi. Meira »

Viðkvæm en ekki í hættu

05:30 Langreyður er ekki lengur flokkuð sem tegund í hættu (EN) á heimslista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN). Tegundin er nú flokkuð sem viðkvæm (VU). Meira »

Borgarlínan meðal verkefna í pípunum

05:30 Fulltrúar ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið niðurstöður starfshóps varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu. Meira »

Hönnun Landsbankans að ljúka

05:30 Gerð aðaluppdrátta nýrra höfuðstöðva Landsbankans eru á lokastigi. Áætlað er að í desember verði þeir sendir til byggingarfulltrúa Reykjavíkur. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa bankans. Meira »

Tíminn er að hlaupa frá okkur

05:30 „Tíminn er að hlaupa frá okkur. Margir bændur bíða með ákvörðun um það hvort þeir treysta sér til að halda áfram eftir því hvort og þá hver aðkoma ríkisins verður.“ Meira »

Isavia vill fá að sekta fyrir stöðubrot

05:30 Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar, telur æskilegt að félagið fái sjálfstæða lagaheimild í umferðarlögum til að leggja á og innheimta gjöld eða sektir af ökumönnum. Meira »

Tillögu vegna SÁÁ vísað frá

Í gær, 22:57 Tillögu Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að auka fjárveitingar til SÁÁ um 140 milljónir króna vegna skorts á stuðningi og úrræðum við ákveðna hópa með fíknivanda var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú í kvöld. Meira »

Flutti jómfrúarræðu sína

Í gær, 22:49 Ragna Sigurðardóttir, 2. varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, flutti jómfrúarræðu sína í borgarstjórn í kvöld í umræðum um tillögur stýrihóps um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Meira »

Óvenjuleg talstöðvarskilyrði í dag

Í gær, 22:26 Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur glímt við afar óvenjuleg talstöðvarskilyrði í dag vegna háþrýstisvæðis sem liggur frá Noregi til Íslands. Skilyrðin valda því að stjórnstöðin nemur fjarskipti frá Englandi, Noregi og Norðursjó sem alla jafna ættu ekki að drífa nema 30-40 sjómílur. Meira »

Vilja 300 milljónum meira

Í gær, 22:10 Fordæmalaus spurn eftir leiknu íslensku sjónvarpsefni hefur skapast að mati félaga þeirra sem koma að íslenskri kvikmynda- og sjónvarpsgerð og hvetja þau alla alþingismenn til þess að taka undir hækkun framlaga til sjónvarpssjóðs um 300 milljónir króna. Meira »

Breytingar á hönnun kostað 23 milljónir

Í gær, 21:43 Breytingar á hönnun nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis hafa kostað rúmar 23 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Meira »

„Ég skil ekki svona vinnubrögð“

Í gær, 21:35 „Þetta fyrirtæki, Stakksberg, er að halda kynningarfund annað kvöld klukkan átta. Ég verð að segja það að mér finnst það sæta mikilli furðu hversu illa sá fundur sé kynntur,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, um íbúafund sem Stakksberg heldur annað kvöld. Meira »

Viðræðuhópur skilar niðurstöðum

Í gær, 21:17 Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum sínum til ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ræddi við íþróttaiðkendur í Kópavogi

Í gær, 20:52 Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, ræddi í dag við unga íþróttaiðkendur í HK og Breiðabliki. Heimsóknin var hluti af innleiðingu á verkefninu TUFF-Ísland í Kópavogi. Meira »

Enn hægt að sjá Danadrottningu

Í gær, 20:42 Dagskráin hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu vegna 100 ára fullveldisafmælis Íslands 1. desember næstkomandi er þétt. Enn er hægt að tryggja sér miða á sinfóníska sagnaskemmtun í Hörpu, þar sem drottningin mun flytja stutt ávarp í upphafi sýningar. Meira »

Huginn lengdur um 7,2 metra

Í gær, 20:15 Huginn VE-55 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku, eftir talsverðar breytingar í skipasmíðastöð í Póllandi. Heimferðin gekk vel. Huginn er frystiskip og fjölveiðiskip og var smíðaður árið 2001 í Chile en var nú lengdur um 7,2 metra. Meira »

Hreyfum okkur hægar en vandinn eykst

Í gær, 19:56 „Það gengur mjög hægt að útskrifa,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í pistli sínum um helgina að „frá­flæðis­vand­inn“, eða út­skrift­ar­vandi aldraðra, sé nú í áður óþekkt­um hæðum. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 2500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...
ANDLITSBAÐ Á KR.7500 TIL JÓLA
Gefðu andliti þinu næringu í roki og rigningu kulda eða öðru sem á því mæðir. ...