Tveir reyndust sviptir ökuréttindum

mbl.is/Hjörtur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumönnum þriggja bifreiða í dag vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða að hafa þau undir höndum.

Þannig var bifreið stöðvuð í austurhluta Reykjavíkur á níunda tímanum í morgun. reyndist ökumaðurinn sviptur réttindum en einnig fundust ætluð fíkniefni á honum og farþega hans.

Skömmu síðar, eða um tíuleytið, var önnur bifreið stöðvuð í miðbæ Reykjavíkur vegna gruns um að ekið væri undir áhrifum fíkniefna. Sá ökumaður reyndist einnig sviptur ökuréttindum.

Þá hafði lögreglan afskipti af ökumanni bifreiðar á Reykjanesbraut um hálf þrjú, einnig vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Var ökumaðurinn einnig grunaður um vörslu fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert