Varað við ferðalögum á morgun

Vegagerðin

Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði. Krapi er á Laxárdalsheiði. Hálkublettir eru á nokkrum fjallvegum á Vestfjörðum. Hálkublettir og éljagangur er á Öxnadalsheiði. Ófært er á Nesjavallaleið, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 

Veðurstofan varar við ferðalögum á morgun en það gengur í suðaustan hvassviðri eða storm með talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands upp úr hádegi á morgun og búast má við hvössum vindstrengjum við fjöll. Varasamt fyrir farartæki sem taka á sig mikinn vind.

Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa og Breiðafjörð á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert