Varað við ferðalögum vegna veðurs

Spáð er allhvassri eða hvassri suðaustanátt með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi næsta sólarhringinn samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Búast megi við snörpum vindstrengjum við fjöll og er varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni.

Gul viðvörun er á Suðurlandi, á Faxaflóasvæðinu og Breiðafjarðarsvæðinu. Varað er einkum við því að við Breiðafjörð geti akstursskilyrði orðið erfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert