Vetrarfærð í sumarbyrjun

Þessi mynd er úr safni en það er snjór víða …
Þessi mynd er úr safni en það er snjór víða á landinu. mbl.is/Rax

Búast má við éljum á fjallvegum fram undir hádegi samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands en lögreglan á Vestfjörðum og Norðurlandi eystra segir að þar hafi snjóað. Spáin er þokkaleg fyrir daginn í dag en síðan versnar veður enn á ný á morgun.

Vegagerðin

Hálka er á Holtavörðuheiði og snjóþekja á Fróðárheiði og Vatnaleið. Krapi er á Bröttubrekku og í Dölum. Snjóþekja og hálka er á nokkrum fjallvegum á Vestfjörðum. Krapi er í Húnavatnssýslum. Krapi er á Vatnsskarði og hálkublettir á Þverárfjalli og eins er krapi á Öxnadalsheiði. Ófært er á Nesjavallaleið. 

Vegagerðin vill vekja athygli á því að allri venjubundinni vetrarþjónustu er lokið og verða vegfarendur því að taka mið af því. Ekki eru til staðar öll þau tæki og mannskapur til vetrarþjónustu eins og að vetri til sem hefur áhrif á viðbragðstíma þjónustunnar.

Vegagerðin

„Fremur hægur vindur í dag og smá skúrir eða él á víð og dreif. Fremur svalt. Hvöss suðaustanátt á morgun og vætusamt sunnan- og vestantil, en lægir vestast seint annað kvöld. Milt, einkum norðaustanlands. Síðan er að sjá suðlægar átt, strekkingsvind og úrkomu á köflum, en lengst af þurrt um landið norðaustanvert. Heldur hlýnandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Breytileg átt 3-10 í dag og dálitlar skúrir eða él. Hægt vaxandi suðlæg átt í kvöld og rigning með köflum S- og V-lands, en suðaustan 13-20 og rigning S- og V-til á morgun. Hægari S-átt V-ast seint annað kvöld. Hiti 2 til 10 stig í dag, hlýjast SA-til í dag, en 5 til 15 stig á morgun, hlýjast NA-lands.

Á þriðjudag:

Suðaustan 10-18 m/s með rigningu S- og V-lands, hægari og þurrt á NA-verðu landinu. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast norðan heiða. 

Á miðvikudag:
Sunnan 5-10 m/s og rigning einkum SA-til, en þurrt N-lands. Hiti 8 til 13 stig. 

Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt, 5-10. Rigning, en yfirleitt þurrt NA-til. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast NA-lands. 

Á föstudag:
Suðvestan 5-13 og skúrir V-lands en bjartviðri annars staðar. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast A-til. 

Á laugardag:
Suðlæg átt og rigning S- og V-lands en bjartviðri NA-lands. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast NA- og A-lands. 

Á sunnudag:
Líkur á suðlægri átt, rigning með köflum en bjartviðri A-lands. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast A-til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert