Andlát: Jón Þórarinn Sveinsson

Jón Þórarinn Sveinsson.
Jón Þórarinn Sveinsson.

Jón Þórarinn Sveinsson, tæknifræðingur og fyrrverandi forstjóri Stálvíkur, er látinn. Hann lést 18. maí sl. á Hrafnistu í Hafnarfirði.

Jón fæddist þ. 11. apríl 1925 að Butru í Fljótshlíð. Foreldrar hans voru Sveinn Böðvarsson og Guðbjörg Jónsdóttir. Hann var næstelstur sex bræðra.

Jón var ásamt bræðrum sínum alinn upp að Uxahrygg á bökkum Þverár í Rangárvallasýslu. Hann kvæntist Þuríði Hjörleifsdóttur 10. júní 1961 í Reykjavík og eignuðust þau tvær dætur.

Jón bjó lengst af á Smáraflöt 8 í Garðabæ.

Jón lauk skólagöngu frá Strönd á Rangárvöllum og síðar námi í tæknifræði frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn.

Jón stofnaði skipasmíðastöðina Stálvík 1961 í Garðabæ. Þegar best lét störfuðu yfir 200 manns hjá Stálvík og þá var fyrirtækið stærsti atvinnurekandinn í Garðabæ. Í Stálvík voru smíðuð yfir 50 stálskip og þar af 12 skuttogarar, m.a. aflaskipin Otto N. Þorláksson og Þórunn Sveinsdóttir.

Jón var alla tíð virkur í félagsmálum. Hann var einn af stofnendum TFÍ og Félags dráttarbrauta- og skipasmiða og Rotary klúbbsins í Görðum. Hann sat í bæjarstjórn Garðabæjar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var um tíma forseti bæjarstjórnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert