Brugðist við aukinni ásókn í þyrluna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ...
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé gert ráð fyrir að fjölga áhöfnum í þyrlunum á næsta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, segir það ekki gott að sú staða geti komið upp að þyrla Landhelgisgæslunnar geti ekki sinnt útkalli vegna manneklu. Sú staða kom upp í gær að vakt­haf­andi þyrlu­sveit upp­fyllti ekki kröf­ur um lág­marks­hvíld vegna anna undanfarna daga og gat því ekki komið til aðstoðar vegna tveggja erlendra ferðamanna sem höfðu lent í Þingvallavatni.

„Svona hafa aðstæðurnar verið í mörg ár, en núna verður breyting á og ég hef lagt á það áherslu að Landhelgisgæslunni verði gert kleift að mæta þessum lögbundnu skyldum sínum sem hún hefur,“ segir dómsmálaráðherra í samtali við mbl.is. „Það hefur sýnt sig undanfarin ár að það er meiri ásókn í þjónustu þyrlunnar og þá þurfum við að bregðast við því.“

Það verði gert líkt og komi fram í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en þar sé gert ráð fyrir að fjölga áhöfnum í þyrlunum á næsta ári. Segir Sigríður fullan skilning hjá ríkisstjórninni á málinu.

Lögreglan á Suðurlandi í forgangi

Verulegt annríki hefur verið hjá lögreglunni á Suðurlandi undanfarna viku og sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við mbl.is í síðustu viku að nærri lægi að fjöldi lögreglumanna í Suðurlandsumdæminu öllu dugi fyrir Árnessýslu eina.

Ráðherra samsinnir því að álag sé á lögreglu og björgunaraðila á þessu svæði. „Við þurfum að mæta því og höfum verið að gera það,“ segir Sigríður.

Segir Sigríður stjórnvöld hafa aukið fé til löggæslumála verulega undanfarin misseri. „Sérstaklega hefur lögreglan á Suðurlandi verið í forgangi, ásamt lögreglunni á Suðurnesjum og að einhverju leyti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hún. Stjórnvöld átti sig engu að síður á að gera þurfi enn betur og því verði auknu fé varið til löggæslumála á næstu árum líkt og fram komi í fjármálaáætlun. „Þá verður líka að forgangsraða þar sem fólkið er.“

Sem dæmi um aðgerðir stjórnvalda undanfarið sé líka hálendislöggæsla sem starfrækt hafi verið sl. tvö sumur.“

Verði verulegu fjölgun í lögreglu á næstu árum

Hún bendir á að kerfið þurfi þó að vera sveigjanlegt þannig að hægt sé að bregðast hratt við breyttum aðstæðum, til að mynda ef ferðamönnum hættir að fjölga eða fer jafnvel að fækka. „Þá þurfa menn að vega og meta hvar þörfin er. Ég hef nefnt það sem dæmi varðandi hálendisgæsluna hvort að það sé þörf á henni frekar en löggæslu á vegum úti í þessu umdæmi. Þetta þarf að skoða með reglulegum hætti og ég treysti því að lögreglustjórar forgangsraði í sínum umdæmum,“ segir Sigríður.

Spurð hversu mikilli fjölgun lögreglumanna stefnt sé að bendir Sigríður á að fjölgun lögreglumanna þurfi að haldast í hendur við nýliðun í stéttinni. „Því lögreglumenn falla ekki af himnum ofan og í dag eru gerðar auknar kröfur um menntun og þjálfun,“ segir hún.

Mjög góð aðsókn sé hins vegar að lögreglunáminu nú og það skipti máli. „Við höfum náð að fjölga umfram það sem var áætlað. Um 50 manns útskrifast á næstu árum og við þurfum að halda þeim dampi því við erum að horfa til þess að það verði veruleg fjölgun í lögreglunni næstu misseri.“

mbl.is

Innlent »

Skullu saman við Seljalandsfoss

14:53 Umferðarslys varð við afleggjarann að Seljalandsfossi þegar fólksbíll og jeppi skullu saman upp úr hádegi í dag. Að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var um minni háttar árakstur að ræða og bar enginn skaða af. Meira »

Boltinn hjá íbúum og verktökum

14:38 „Ég er ánægðastur með hvað kjörsókn var góð og að íbúarnir hafi tekið þessari áskorun um íbúalýðræði með því að mæta á kjörstað,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Nýtt aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss var samþykkt með öruggum meirihluta í gær. Meira »

Sviplausasta útivertíð í áratugi

13:57 Vegna mikillar rigningartíðar á höfuðborgarsvæðinu í maí, júní og júlí hefur sala á útimálningu verið minni en oft áður. „Þetta hefur algjörlega verið sviplausasta útivertíðin sem hefur komið hjá okkur í einhverja áratugi,“ segir Vigfús Gíslason, framkvæmdastjóri Flügger. Meira »

Helmingi fleiri útköll slökkviliðs

12:47 Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á sjötta tímanum í morgun vegna hugsanlegs elds í lýsisverksmiðjunni á Granda. Við komu slökkviliðs var ljóst að ekki var um eld að ræða. Meira »

Í haldi eftir stunguárás

12:40 Karlmaður er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í austurborginni á fimmta tímanum í morgun. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur á spítala eftir að hafa verið stunginn ítrekað í neðri hluta líkamans. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Meira »

Segir mótmæli gegn eftirliti tvískinnung

10:29 „Mér finnst ákveðinn tvískinnungur og skjóta skökku við að fulltrúi SA hafi miklar áhyggjur af þessu,“ segir Halldór Oddsson, lögmaður hjá ASÍ, um mótmæli Samtaka atvinnulífsins gegn eftirlitsmyndavélum um borð í fiskiskipum. Eftirlitsmenning hafi þegar átt sér stað í skjóli SA. Meira »

Lægðir á leiðinni með úrkomu

09:40 Hæðarhryggurinn sem færði okkur sólríkt veður á stórum hluta landsins í gær er nú á leið til austurs og verður brátt úr sögunni. Við tekur lægðagangur sem er með allra slappasta móti því vindur nær sér engan veginn á strik í dag eða næstu daga. Meira »

Vilja sökkva hvalveiðiskipunum

08:17 Stofnandi samtakanna Sea Shepherd, Paul Watson, segir að þau myndu gjarnan vilja sökkva þeim tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. sem gerð eru út frá Íslandi til veiða á langreyði, líkt og samtökin hafi gert árið 1986 í tilfelli hinna tveggja skipa fyrirtækisins. Það sé hins vegar ekki skynsamlegt. Meira »

Á annað hundrað mál til kasta lögreglu

07:33 Alls komu upp að minnsta kosti 130 mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19 í gærkvöldi. Þar á meðal voru líkamsárás, slagsmál meðal ungmenna, unglingadrykkja, heimilisofbeldi og akstur undir áhrifum, auk þess sem ekið var á gangandi vegfaranda. Meira »

Strætó tæmir miðborgina

00:03 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sagði við blaðamann rétt fyrir miðnætti í kvöld að eftir því sem hann best vissi gengi tæmingaráætlun miðbæjarins vel fyrir sig. Glæsileg flugeldasýning Menningarnætur er afstaðin, en eftir hana þurfa tugir þúsunda að koma sér heim. Meira »

Öruggur meirihluti fyrir nýju skipulagi

Í gær, 22:25 Öruggur meirihluti er fyrir nýju deili- og aðalskipulagi á Selfossi. Lokatölur liggja fyrir úr íbúakosningu meðal íbúa Árborgar vegna nýs miðbæjar á Selfossi en 58,5 prósent sögðust fylgjandi breyttu aðalskipulagi og 55,9 prósent fylgjandi nýju deiliskipulagi. Meira »

Annasamur dagur hjá Strætó

Í gær, 22:02 Vel hefur gengið hjá Strætó í dag þrátt fyrir miklar annir. Eitthvað var um tafir í byrjun dags vegna götulokana en að öðru leyti hefur dagurinn gengið vel og vagnarnir verið þétt setnir að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó. Meira »

Menningarnótt í blíðskaparveðri

Í gær, 21:35 Miðborg Reykjavíkur hefur verið troðfull af fólki í allan dag, sem hefur notið einmuna veðurblíðu og ýmissa viðburða á Menningarnótt. Ljósmyndarar mbl.is hafa verið á flakki um borgina og litið við á ýmsum stöðum. Meira »

„Hef bara gaman af lífinu“

Í gær, 21:30 Gerður Steinþórsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og ævintýramanneskja með meiru, lauk nýlega við allar Landvættaþrautirnar svokölluðu. Að hennar sögn gekk undirbúningur fyrir keppnina vel og var hún sátt við árangurinn. Meira »

Gáfu tvö tonn af ís

Í gær, 21:05 Sjaldan eða aldrei hafa eins margir verið í Hveragerði og í dag þegar bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fóru þar fram að sögn bæjarstjórans, Aldísar Hafsteinsdóttur. „Þetta hefur verið alveg stórkostlegt. Veðrið lék við mannskapinn, það er yndislegt þegar verið er að skipuleggja svona viðburð að vera svona lánsöm með veðrið,“ segir Aldís. Meira »

Mikill meirihluti með breytingum

Í gær, 19:50 Miklu fleiri íbúar Árborgar segjast fylgjandi breyttu deili- og aðalskipulagi vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss. Þegar 2.366 atkvæði hafa verið talin segjast 58 prósent vera samþykk breyttu aðalskipulagi og 55 prósent fylgjandi breyttu deiliskipulagi. Meira »

Gróandi sveit

Í gær, 19:45 Hrunamannahreppur í uppsveitum Árnessýslu er gósenland. Þetta er víðfeðm sveit sem liggur milli Hvítár í vestri og Stóru-Laxár í suðri og austri. Til norðurs eru landamærin nærri Kerlingarfjöllum. Í byggð og á láglendi er sveitin vel gróin; byggðin er við hálendisbrúnina og á góðum sumardögum kemur hnjúkaþeyr svo hitinn getur stigið hátt. Meira »

Reykjavíkurmaraþonið í myndum

Í gær, 19:15 Það var mikið líf og fjör í miðborginni í morgun, er Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram. Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og fangaði stemninguna við endamarkið í Lækjargötu. Meira »

Dagurinn sem allt breyttist

Í gær, 19:15 Sigríður Eyrún Friðriksdóttir missti bróður sinn, Bjarka, úr heilahimnubólgu árið 1993. Tuttugu og fimm árum eftir andlát hans heiðrar hún minningu hans með stórtónleikum í Hörpu. Hún segist að hluta til gera það fyrir foreldra sína og bræður því minningin verði að fá að lifa. Meira »
Bosch þvottavél til sölu
Góð Bosch þvottavél er til sölu í 108 Reykjavík. Verð: 20.000 kr. Hafið samb...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: ÍSLENSKa, ENSKA,NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: 23/7 (Ends 16...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...