Brugðist við aukinni ásókn í þyrluna

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ...
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé gert ráð fyrir að fjölga áhöfnum í þyrlunum á næsta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, segir það ekki gott að sú staða geti komið upp að þyrla Landhelgisgæslunnar geti ekki sinnt útkalli vegna manneklu. Sú staða kom upp í gær að vakt­haf­andi þyrlu­sveit upp­fyllti ekki kröf­ur um lág­marks­hvíld vegna anna undanfarna daga og gat því ekki komið til aðstoðar vegna tveggja erlendra ferðamanna sem höfðu lent í Þingvallavatni.

„Svona hafa aðstæðurnar verið í mörg ár, en núna verður breyting á og ég hef lagt á það áherslu að Landhelgisgæslunni verði gert kleift að mæta þessum lögbundnu skyldum sínum sem hún hefur,“ segir dómsmálaráðherra í samtali við mbl.is. „Það hefur sýnt sig undanfarin ár að það er meiri ásókn í þjónustu þyrlunnar og þá þurfum við að bregðast við því.“

Það verði gert líkt og komi fram í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en þar sé gert ráð fyrir að fjölga áhöfnum í þyrlunum á næsta ári. Segir Sigríður fullan skilning hjá ríkisstjórninni á málinu.

Lögreglan á Suðurlandi í forgangi

Verulegt annríki hefur verið hjá lögreglunni á Suðurlandi undanfarna viku og sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við mbl.is í síðustu viku að nærri lægi að fjöldi lögreglumanna í Suðurlandsumdæminu öllu dugi fyrir Árnessýslu eina.

Ráðherra samsinnir því að álag sé á lögreglu og björgunaraðila á þessu svæði. „Við þurfum að mæta því og höfum verið að gera það,“ segir Sigríður.

Segir Sigríður stjórnvöld hafa aukið fé til löggæslumála verulega undanfarin misseri. „Sérstaklega hefur lögreglan á Suðurlandi verið í forgangi, ásamt lögreglunni á Suðurnesjum og að einhverju leyti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir hún. Stjórnvöld átti sig engu að síður á að gera þurfi enn betur og því verði auknu fé varið til löggæslumála á næstu árum líkt og fram komi í fjármálaáætlun. „Þá verður líka að forgangsraða þar sem fólkið er.“

Sem dæmi um aðgerðir stjórnvalda undanfarið sé líka hálendislöggæsla sem starfrækt hafi verið sl. tvö sumur.“

Verði verulegu fjölgun í lögreglu á næstu árum

Hún bendir á að kerfið þurfi þó að vera sveigjanlegt þannig að hægt sé að bregðast hratt við breyttum aðstæðum, til að mynda ef ferðamönnum hættir að fjölga eða fer jafnvel að fækka. „Þá þurfa menn að vega og meta hvar þörfin er. Ég hef nefnt það sem dæmi varðandi hálendisgæsluna hvort að það sé þörf á henni frekar en löggæslu á vegum úti í þessu umdæmi. Þetta þarf að skoða með reglulegum hætti og ég treysti því að lögreglustjórar forgangsraði í sínum umdæmum,“ segir Sigríður.

Spurð hversu mikilli fjölgun lögreglumanna stefnt sé að bendir Sigríður á að fjölgun lögreglumanna þurfi að haldast í hendur við nýliðun í stéttinni. „Því lögreglumenn falla ekki af himnum ofan og í dag eru gerðar auknar kröfur um menntun og þjálfun,“ segir hún.

Mjög góð aðsókn sé hins vegar að lögreglunáminu nú og það skipti máli. „Við höfum náð að fjölga umfram það sem var áætlað. Um 50 manns útskrifast á næstu árum og við þurfum að halda þeim dampi því við erum að horfa til þess að það verði veruleg fjölgun í lögreglunni næstu misseri.“

mbl.is

Innlent »

Harður árekstur á Reykjanesbraut

13:06 Harður árekstur varð á gatnamótum Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar um hádegisbil. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu skullu lítill fólksbíll og minni sendiferðabíll harkalega saman. Meira »

57 milljóna aukaframlag

12:27 Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu fær 57 milljóna aukaframlag til að fjölga sérnámsstöðum í heimilislækningum um fimm. Á fjárlögum þessa árs eru 300 milljónir króna ætlaðar til að efla þverfaglega þjónustu heilsugæslunnar. Þetta kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í dag. Meira »

Komin með samning við Sjúkratryggingar

12:06 Anna Björnsdóttir, taugalæknir og sérfræðingur í parkinsonsjúkdómi, er komin með samning við Sjúkratryggingar Íslands, en hún fékk tilkynningu þess efnis á föstudag. Meira »

Vilja rannsókn á umframkostnaði á Hlemmi

12:05 Borgarfulltrúar Miðflokksins munu leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi Reykjavíkur á morgun um að fá óháðan aðila til að rannsaka hvers vegna kostnaður við framkvæmdir við endurbætur á Hlemmi mathöll hafi farið langt fram úr kostnaðaráætlun. Meira »

330 milljóna framúrkeyrsla Félagsbústaða

11:53 Ráðist verður í gagngerar endurbætur á starfsemi og innra eftirliti Félagsbústaða í kjölfar úttektar sem gerð var vegna umframkostnaðar við endurbætur á 53 íbúðum Félagsbústaða við Írabakka í Reykjavík. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórn Félagsbústaða sendi frá sér. Meira »

Hótaði að berja lögregluþjón með kylfu

11:29 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hótað lögreglumanni líkamsmeiðingum í Grafarvogi í mars í fyrra. Meira »

Skoða hvort Tekjur.is teljist fjölmiðill

11:29 Meginmunur á vefsíðunni Tekjur.is og Tekjublaði Frjálsrar verslunar og DV, sem birt hafa upplýsingar um laun einstaklinga um árabil, er að þær upplýsingar sem aðgengilegar eru á Tekjur.is flokkist ekki undir fjölmiðlun vegna þess hversu mikið magn upplýsinga er aðgengilegt á vefnum. Meira »

Beiðni Stakkbergs rædd í bæjarstjórn

11:13 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun hvorki funda með fulltrúum Stakkbergs ehf. um deiliskipulag United Silkon í dag né á morgun að sögn Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Málið verður þó tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar annað kvöld. Meira »

Hrikalegur veruleiki fíkla

10:48 Kvikmyndin „Lof mér að falla“ byggir að langstærstum hluta á raunverulegum sögum og sjónvarpsþættirnir „Lof mér að lifa” fjalla um persónurnar á bak við sögurnar og við fáum að skyggnast inn í líf þeirra sem í hlut eiga. Í þáttunum, sem eru um margt verulega sláandi, fylgist áhorfandinn með lífi sprautufíkla sem verður að teljast vægast sagt óhugnanlegt. Meira »

Stjórn HB Granda fundar í dag

10:42 Stjórn HB Granda, sem hugðist funda síðastliðinn fimmtudag vegna bréfs frá framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Reykjavíkur, frestaði fundinum. Verður hann þess í stað haldinn í dag, samkvæmt tilkynningu sem HB Grandi hefur sent kauphöllinni. Meira »

Ari ekki lengur eftirlýstur

10:36 Ari Rún­ars­son, sem alþjóðalög­regl­an Interpol lýsti eftir í síðasta mánuði, er kominn til landsins og því ekki lengur eftirlýstur að sögn Arn­fríðar Gígju Arn­gríms­dótt­ur, aðstoðarsak­sókn­ara hjá embætti héraðssaksóknara. Meira »

Búa lengur á hóteli mömmu

09:02 Karlar búa mun lengur í foreldrahúsum en konur. Fimmtungur fólks á aldrinum 25-29 ára bjó enn í foreldrahúsum árið 2016. Tæp 25% karla og tæp 16% kvenna á þessum aldri. Meira »

Einn enn í haldi vegna árásar á dyraverði

08:39 Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um grófa líkamsárás á dyraverði fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 26. ágúst hefur verið framlengt til 2. nóvember. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhaldsins á grundvelli almannahagsmuna. Meira »

Lengsta orð íslenskunnar á ljósmynd

08:18 Lengi hefur verið sagt að lengsta orð íslenskrar tungu sé Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúrslyklakippuhringurinn.  Meira »

Mjólk, skyr og mysa í æsku

07:57 Elstu núlifandi tvíburar Íslands fögnuðu 96 ára afmælum sínum í gær. Það eru þær Hlaðgerður og Svanhildur Snæbjörnsdætur. Einungis tvennir aðrir tvíburar, sem nú eru látnir, hafa náð þeim aldri en Íslandsmetið er 96 ár og 292 dagar. Meira »

Varðskipið Óðinn í slipp

07:57 Varðskipið Óðinn verður tekið í slipp í Reykjavíkurhöfn í dag en skipið er hluti af safnaeign Sjóminjasafnsins.  Meira »

Framkvæmdir við stækkun stöðvaðar

07:37 „Þetta eru nokkur atriði sem ég þarf að kippa í liðinn,“ segir Árni Valur Sólonsson, eigandi Capital Hotels-hótelkeðjunnar, en Vinnueftirlitið bannaði á föstudag alla vinnu við byggingarframkvæmdir vegna stækkunar á einu hótela keðjunnar, City Park Hótel, Ármúla 5. Meira »

Vel skipulagður þjófnaður

07:00 Þjófnaðurinn á skútunni Inook úr Ísafjarðarhöfn aðfaranótt sunnudags var vel skipulagður og krafðist aðkomu eins eða fleiri manna sem kunnu til verka. Þetta segir heimildarmaður Morgunblaðsins á Ísafirði. Meira »

Umhleypingar og vætutíð

06:56 Hæglætisveður verður á landinu í dag en í kvöld fer að hvessa að austan og á morgun er spáð roki og rigningu víða á landinu. Síðan er búist við umhleypingum og vætutíð fram yfir helgi, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »
Einstök íbúð fyrir 60 ára og eldri
Nýstandsett 101 fm 3 herbergja íbúð á 1. hæð, að Grandavegi 47 til leigu. Húsvö...
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 4500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...