Dæmdur í tvígang fyrir skattsvik

Héraðsdómur Suðurlands.
Héraðsdómur Suðurlands. mbl.is

Sjálfstæður atvinnurekandi í Árnessýslu var fyrir helgi dæmdur í árs fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum en þetta er í annað skipti á þremur árum sem maðurinn hlýtur refsidóm fyrir brot á skattalögum. Honum er jafnframt gert að greiða 47 milljónir króna í sekt. Níu af tólf mánuðum eru skilorðsbundnir, samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands.

Maðurinn sem er á sjötugsaldri rauf skilorð með brotum sínum að þessu sinni en hann var dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi í maí 2015 fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Þá var hann einnig dæmdur  til að greiða rúmar 33 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs. Hann hefur því verið dæmdur til að greiða 80 milljónir í sekt fyrir skattalagabrot á þremur árum. 

Í ákæru kom fram að maðurinn hafi ekki staðið skil á skilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda og virðisaukaskatti á árunum 2014 til 2016. Um er að ræða rúmar 23 milljónir króna alls. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert