Deila vegna laxveiða

Netaveiðimenn gá að fengnum neðan við Ölfusárbrú á Selfossi.
Netaveiðimenn gá að fengnum neðan við Ölfusárbrú á Selfossi. mbl.is/Golli

Netaveiðirétthafar innan Veiðifélags Árnesinga ætla að kæra til Fiskistofu samþykkt aðalfundar félagsins frá 26. apríl um að netaveiðar verði bannaðar á vatnasviði Ölfusár og Hvítár sumarið 2019.

„Við erum að kæra þessa ákvörðun og sérstaklega erum við að kæra það að þetta skuli vera borið fram án þess að þess sé getið í fundarboði. Það teljum við bara hreinlega ólöglegt,“ segir Hrafnkell Karlsson á Hrauni í Ölfusi.

Stangveiðiáhugamenn tóku yfir aðalfundinn og söfnuðu umboðum til þess. Þeir telja meiri verðmæti skapast fyrir alla landeigendur á svæðinu ef netaveiðum verði hætt, að því er fram kemur í umfjöllun um þrætu þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert