Ein lögheimilisskráning staðfest

Horft út um glugga í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum.
Horft út um glugga í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum. mbl.is/Golli

Þjóðskrá Íslands hefur afgreitt tvö mál til viðbótar sem tengjast lögheimilisflutningum í Árneshrepp. Í öðru málinu var skráning staðfest en í hinu var hún felld niður, líkt og gert var í ellefu öðrum málum fyrir helgi. Enn bíða fjögur mál vegna skráningar lögheimilis í  hreppinn afgreiðslu stofnunarinnar. Frestur viðkomandi einstaklinga til að skila inn athugasemdum er ekki liðinn og verða þau því afgreidd síðar í vikunni.

Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, segir í samtali við mbl.is að í þeim tilvikum þar sem skráning hefur verið felld niður flytjist lögheimili viðkomandi á þann stað þar sem hann var síðast með lögheimili. 

Á tveggja vikna tímabili í lok apríl og byrjun maí fluttu átján manns lögheimili sitt í Árneshrepp, fámennasta sveitarfélag landsins. Við það urðu íbúar á kjörskrá hreppsins um 65. Kjörskrárstofn er miðaður við 5. maí og voru lögheimilisflutningarnir gerðir á tveggja vikna tímabili fyrir þann frest.

Ástríður sagði í samtali við mbl.is í síðustu viku að starfsmaður stofnunarinnar hefði orðið var við óvenju mikla flutninga í hreppinn og í kjölfarið hafi svokölluð frumkvæðisrannsókn hafist. Þjóðskrá leitaði m.a. til lögreglu við rannsókn sína.

Sveitarstjórnir þurfa að leggja fram og samþykkja kjörskrá tíu dögum fyrir kjördag. Það gerði hreppsnefnd Árneshrepps í síðustu viku en þó með fyrirvara. Í kvöld hefur svo verið boðaður fundur í hreppsnefndinni þar sem farið verður yfir kjörskrána á nýjan leik. Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna getur sveitarstjórn gert breytingar á kjörskrá fram á kjördag.

„En þá dundu ósköpin yfir“

Hrafn Jökulsson er einn þeirra sem flutti lögheimili sitt í hreppinn nýverið og fékk í kjölfarið bréf frá Þjóðskrá þar sem hann var beðinn að staðfesta búsetu sína þar. Hann fékk svo annað bréf á föstudag þar sem lögheimilisskráning var felld niður.

Hrafn birti í dag ítarlega færslu áFacebook-síðu sinni, opið bréf til hreppsnefndar Árneshrepps, þar sem hann fer yfir tengsl sín við hreppinn sem eru til margra áratuga. Segir hann m.a. frá því að langþráður draumur hans hafi orðið að veruleika árið 2007 er hann flutti þangað ásamt þáverandi konu sinni. Hann hafi svo flutt frá hreppnum árið 2010 en ávallt hafi blundað í hjarta hans sá draumur að flytja aftur „heim í sveitina“, eins og hann orðar það og tekur fram að hann hafi frá þessum tíma margoft dvalið í sveitinni um lengri eða skemmri tíma. 

Hrafn Jökulsson.
Hrafn Jökulsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þegar ég sá fram á að missa leiguíbúð mína í Reykjavík ákvað ég að láta drauminn rætast, og um páskana afhenti ég stoltum nýjum eigendum lyklana að Ránargötu 14, 101 Reykjavík, og hef ekki komið þangað síðan. Í kjölfarið fór ég norður til að skemmta mér með Jóhönnu Engilráð [dóttur sinni], heilsa uppá vini mína, og leggja drög að flutningum,“ skrifar Hrafn og heldur áfram:

„Síðan fór ég suður að stússa í ýmsu, skipuleggja neyðarsöfnun fyrir börn í Jemen, næstu skákhátíð á Grænlandi og fleira skemmtilegt. Ég gaf mér hinsvegar tíma til að tilkynna Þjóðskrá um breytt lögheimili, einsog lög kveða á um.

Ég var sem sagt kominn heim, og hjarta mitt var barmafullt af gleði.

En þá dundu ósköpin yfir!

Á dauða mínum átti ég von, en ekki að ég yrði dreginn inn í einhverja óþverralegustu umræðu síðari ára. Ég ætla ekki að tíunda hér einstök ummæli, en mikið sem þau mæddu hjarta mitt og eitruðu mitt líf.

Nú hef ég fengið bréf frá Þjóðskrá þar sem því er haldið fram að allt sé þetta svindl og prettur, og ég skuli bara vesgú búa á Ránargötu 14 -- vegna þess að íbúi í Árneshreppi sem lögreglan ræddi við „vissi ekki til þess“ að ég væri fluttur!“

Hann segir íbúa á Ránargötunni hafa sent Þjóðskrá staðfestingu á því að þar sé ekki svo mikið sem „húsdraugur“ með hans kennitölu. 

„Svo nú er ég í nokkrum bobba og leita til hreppsnefndar Árneshrepps um tafarlaust liðsinni, með því að senda Þjóðskrá Íslands staðfestingu á því að vissulega sé ég fullgildur íbúi í sveitinni.

Þetta verður að gerast umsvifalaust, því annars hlýt ég að líta svo á að ég hafi verið sviptur bæði heimili og kosningarétti,“ skrifar Hrafn. 

Hér að neðan má lesa færslu Hrafns í heild:

mbl.is

Innlent »

Kattafló fannst á hundi hér á landi

15:52 Kattafló fannst á innfluttum hundi í einangrunarstöð fyrir gæludýr í vikunni og var greiningin staðfest af sníkjudýrafræðingum á tilraunastöð HÍ í meinafræði á Keldum. Gripið verður til nauðsynlegra ráðstafana til að hefta útbreiðslu smitsins. Meira »

Gríðarlegt álag á bráðamóttöku

15:45 Sjúklingar sem leita á bráðamóttöku Landspítala er forgangsraðað eftir bráðleika vegna gríðarlegs álags sem er nú á spítalanum. Meira »

Samræmist hennar hjartans málum

15:40 Fyrstu skref nýs formanns BSRB verða að fylgja styttingu vinnuvikunnar eftir af krafti, auk þess sem hún ætlar að beita sér fyrir bættu starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir var kjörin formaður á 45. þingi bandalagsins með 158 atkvæðum í dag. Meira »

Endaði á hlið eftir að vegkantur gaf sig

15:17 Óhapp varð á þjóðvegi 508 í Skorradal eftir hádegi þegar vegkantur gaf sig þar sem vöruflutningabíll mætti fólksbíl. Flutningabíllinn endaði á hlið utan vegar. Meira »

Verði aldrei vettvangur átaka

14:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerði umhverfismál á norðurslóðum einkum að umtalsefni sínu í ræðu sem hún flutti í morgun á ráðstefnunni Arctic Circle í Hörpu í Reykjavík en einnig lagði hún áherslu á mikilvægi þess að tryggt yrði að svæðið yrði herlaust í framtíðinni. Meira »

Sonja Ýr nýr formaður BSRB

14:29 Sonja Ýr Þorbergsdóttir var kjörin formaður BSRB á þingi sambandsins rétt í þessu, með 158 atkvæðum.   Meira »

Þorbjörn kaupir Sisimiut

14:13 „Það er spennandi að fá þetta skip í flotann okkar,“ segir Eiríkur Óli Dagbjartsson útgerðarstjóri hjá Þorbirninum hf. í Grindavík. Á mánudag var undirritaður kaupsamningur um kaup útgerðarinnar á frystitogaranum Sisimiut sem er í eigu Royal Greenland í Grænlandi. Meira »

Landsréttur staðfestir 6 ára dóm

14:13 Landsréttur staðfesti í dag sex ára dóm yfir Sveini Gesti Tryggvasyni í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, sem lést eftir lík­ams­árás sem hann varð fyr­ir í Mos­fells­dal í júní. Meira »

Átta hjólbarðar sprungu

14:05 Skemmdir urðu á að minnsta kosti fimm bifreiðum í gærkvöld eftir að þeim hafði verið ekið ofan í stóra holu á Grindavíkurvegi. Meira »

Óku farþegum á ótryggðum bílum

13:52 Fjórtán verktakar í akstursþjónustu fatlaðra hjá Strætó lögðu niður störf í morgun til að mótmæla áframhaldandi viðskiptum fyrirtækisins við verktakafyrirtækið Prime Tours, en Héraðsdómur Reykjavíkur tók fyrir gjaldþrotabeiðni vegna vangreiddra opinberra gjalda fyrirtækisins fyrr í mánuðinum. Meira »

„Þetta er búið í bili“

13:23 Sameiningarviðræðum fimm sjómannafélaga, sem 200 mílur greindu frá fyrr í mánuðinum, hefur verið slitið. Þetta staðfestir Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Meira »

Með óhlaðin vopn í Þjórsárdal

11:59 „Hermenn þessir verða klæddir í hermannafatnað og bera vopn, óhlaðin, en engin skotfæri eru leyfð á þessari æfingu,“ segir lögreglan á Suðurlandi vegna heræfinga bandarískra hermanna í Þjórsárdal í dag og á morgun. Meira »

Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barni

11:45 Karlmaður var á mánudaginn sýknaður í héraðsdómi af ákæru um kynferðisbrot gegn dóttur fyrrverandi sambýliskonu sinnar, en dóttirin er á leikskólaaldri. Hann var hins vegar fundinn sekur um að hafa í vörslum sínum farsíma með 86 myndum sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Meira »

Vigdís segir SEA vera dótakassa

11:39 „Ég hef kallað þessa skrifstofu dótakassann því þarna eru ýmis verkefni, eins og bragginn, sem ættu heima hjá umhverfis- og skipulagssviði,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í samtali við mbl.is, um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar (SEA). Meira »

Allt að komast í eðlilegt horf

11:34 „Hér eru æfingar á fullu inni í sal,“ segir Lárus Blöndal Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals. Mikið vatnstjón varð á Hlíðarenda í gær en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfti að dæla út vatni úr kjallara. Meira »

Málið gegn Hval fellt niður

11:32 Mál Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) gegn Hval hf. fyrir Félagsdómi var fellt niður að kröfu VLFA sem upphaflega stefndi Hval hf. Málskostnaður féll niður. Þetta kemur fram í úrskurði Félagsdóms frá 8. október. Meira »

Engum fóstureyðingum synjað í fyrra

11:21 Þrettán málum var vísað til úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir á árinu 2017. Þrettán einstaklingum var heimilað að rjúfa þungun eftir 16. viku meðgöngu og engri beiðni um fóstureyðingu var synjað. Meira »

Flutningur á grænmeti kolefnisjafnaður

11:12 Sölufélag garðyrkjumanna og Kolviður hafa undirritað samning sem felur í sér að flutningur á grænmeti frá grænmetisbændum í Sölufélagi garðyrkjumanna í verslanir verður kolefnisjafnaður að fullu. Meira »

Níu umferðaróhöpp á Suðurnesjum í vikunni

10:49 Í gærkvöld varð aftanákeyrsla í Njarðvík með þeim afleiðingum að ökumaður steig óvart á bensíngjöfina og hafnaði bíll hans á tveimur kyrrstæðum bílum í bílastæði. Meira »
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
DEK og Deutz rafstöðvar 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir. Vinnu rafstöðva...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
Einstök íbúð fyrir 60 ára og eldri
Nýstandsett 101 fm 3 herbergja íbúð á 1. hæð, að Grandavegi 47 til leigu. Húsvö...