Ein lögheimilisskráning staðfest

Horft út um glugga í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum.
Horft út um glugga í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum. mbl.is/Golli

Þjóðskrá Íslands hefur afgreitt tvö mál til viðbótar sem tengjast lögheimilisflutningum í Árneshrepp. Í öðru málinu var skráning staðfest en í hinu var hún felld niður, líkt og gert var í ellefu öðrum málum fyrir helgi. Enn bíða fjögur mál vegna skráningar lögheimilis í  hreppinn afgreiðslu stofnunarinnar. Frestur viðkomandi einstaklinga til að skila inn athugasemdum er ekki liðinn og verða þau því afgreidd síðar í vikunni.

Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, segir í samtali við mbl.is að í þeim tilvikum þar sem skráning hefur verið felld niður flytjist lögheimili viðkomandi á þann stað þar sem hann var síðast með lögheimili. 

Á tveggja vikna tímabili í lok apríl og byrjun maí fluttu átján manns lögheimili sitt í Árneshrepp, fámennasta sveitarfélag landsins. Við það urðu íbúar á kjörskrá hreppsins um 65. Kjörskrárstofn er miðaður við 5. maí og voru lögheimilisflutningarnir gerðir á tveggja vikna tímabili fyrir þann frest.

Ástríður sagði í samtali við mbl.is í síðustu viku að starfsmaður stofnunarinnar hefði orðið var við óvenju mikla flutninga í hreppinn og í kjölfarið hafi svokölluð frumkvæðisrannsókn hafist. Þjóðskrá leitaði m.a. til lögreglu við rannsókn sína.

Sveitarstjórnir þurfa að leggja fram og samþykkja kjörskrá tíu dögum fyrir kjördag. Það gerði hreppsnefnd Árneshrepps í síðustu viku en þó með fyrirvara. Í kvöld hefur svo verið boðaður fundur í hreppsnefndinni þar sem farið verður yfir kjörskrána á nýjan leik. Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna getur sveitarstjórn gert breytingar á kjörskrá fram á kjördag.

„En þá dundu ósköpin yfir“

Hrafn Jökulsson er einn þeirra sem flutti lögheimili sitt í hreppinn nýverið og fékk í kjölfarið bréf frá Þjóðskrá þar sem hann var beðinn að staðfesta búsetu sína þar. Hann fékk svo annað bréf á föstudag þar sem lögheimilisskráning var felld niður.

Hrafn birti í dag ítarlega færslu áFacebook-síðu sinni, opið bréf til hreppsnefndar Árneshrepps, þar sem hann fer yfir tengsl sín við hreppinn sem eru til margra áratuga. Segir hann m.a. frá því að langþráður draumur hans hafi orðið að veruleika árið 2007 er hann flutti þangað ásamt þáverandi konu sinni. Hann hafi svo flutt frá hreppnum árið 2010 en ávallt hafi blundað í hjarta hans sá draumur að flytja aftur „heim í sveitina“, eins og hann orðar það og tekur fram að hann hafi frá þessum tíma margoft dvalið í sveitinni um lengri eða skemmri tíma. 

Hrafn Jökulsson.
Hrafn Jökulsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þegar ég sá fram á að missa leiguíbúð mína í Reykjavík ákvað ég að láta drauminn rætast, og um páskana afhenti ég stoltum nýjum eigendum lyklana að Ránargötu 14, 101 Reykjavík, og hef ekki komið þangað síðan. Í kjölfarið fór ég norður til að skemmta mér með Jóhönnu Engilráð [dóttur sinni], heilsa uppá vini mína, og leggja drög að flutningum,“ skrifar Hrafn og heldur áfram:

„Síðan fór ég suður að stússa í ýmsu, skipuleggja neyðarsöfnun fyrir börn í Jemen, næstu skákhátíð á Grænlandi og fleira skemmtilegt. Ég gaf mér hinsvegar tíma til að tilkynna Þjóðskrá um breytt lögheimili, einsog lög kveða á um.

Ég var sem sagt kominn heim, og hjarta mitt var barmafullt af gleði.

En þá dundu ósköpin yfir!

Á dauða mínum átti ég von, en ekki að ég yrði dreginn inn í einhverja óþverralegustu umræðu síðari ára. Ég ætla ekki að tíunda hér einstök ummæli, en mikið sem þau mæddu hjarta mitt og eitruðu mitt líf.

Nú hef ég fengið bréf frá Þjóðskrá þar sem því er haldið fram að allt sé þetta svindl og prettur, og ég skuli bara vesgú búa á Ránargötu 14 -- vegna þess að íbúi í Árneshreppi sem lögreglan ræddi við „vissi ekki til þess“ að ég væri fluttur!“

Hann segir íbúa á Ránargötunni hafa sent Þjóðskrá staðfestingu á því að þar sé ekki svo mikið sem „húsdraugur“ með hans kennitölu. 

„Svo nú er ég í nokkrum bobba og leita til hreppsnefndar Árneshrepps um tafarlaust liðsinni, með því að senda Þjóðskrá Íslands staðfestingu á því að vissulega sé ég fullgildur íbúi í sveitinni.

Þetta verður að gerast umsvifalaust, því annars hlýt ég að líta svo á að ég hafi verið sviptur bæði heimili og kosningarétti,“ skrifar Hrafn. 

Hér að neðan má lesa færslu Hrafns í heild:

mbl.is

Innlent »

„Ég var einn maurinn í mauraþúfunni“

20:10 Það er fáránlegt hversu mikil sóun er á vatni á Íslandi, við sturtum niður úr klósettum okkar með Gvendarbrunnavatni, hreinu dýrindis drykkjarvatni sem hefur hreinsast og síast í þúsundir ára. Meira »

100 milljónum úthlutað úr Jafnréttissjóði

19:26 Styrkjum úr Jafnréttissjóði Íslands var úthlutað við hátíðlega athöfn á Hótel Borg í dag. Að þessu sinni hlutu 28 umsækjendur styrk til verkefna og rannsókna sem er ætlað að efla kynjajafnrétti í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Meira »

Missa af Pearl Jam vegna raddleysis

19:25 Eiríkur Sigmarsson átti ásamt þremur vinum sínum miða á tónleika amerísku rokkhljómsveitarinnar Pearl Jam í O2-tónleikahöllinni í London í kvöld. Það vildi þó ekki betur til en að þeim var frestað þar sem söngvari sveitarinnar, Eddie Vedder, er raddlaus. Meira »

Hrafnhildur áfram framkvæmdastjóri LÍN

19:11 Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir hefur verið endurskipuð í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands. Meira »

Mættur til Volgograd eftir 23 tíma ferð

18:55 „Þetta er ekkert verra en á Mývatni,“ segir Grímur Jóhannsson sem kom til Volgograd í Rússlandi í gær eftir 23 tíma lestarferð frá Moskvu, með sérstakri stuðningsmannalest á vegum mótshaldara. Hann ræddi við mbl.is um ferðalagið, mýflugurnar og borgina við bakka Volgu. Meira »

Læra að þekkja tilfinningar

18:30 Mikið er um að vera í leikskólanum Furugrund í Kópavogi um þessar mundir, en skólinn tekur nú þátt í Evrópuverkefni um tilfinningagreind í samstarfi við erlenda grunn- og leikskóla. Meira »

Undirbúa fjölgun ráðuneyta

18:15 Forsætisráðherra hyggst, í samráði við félags- og jafnréttismálaráðherra og heilbrigðisráðherra, hefja undirbúning að breyttri skipan velferðarráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Meira »

Vonar að ekki þurfi fleiri samstöðufundi

17:55 Samstöðufundur með ljósmæðrum hófst í Mæðragarðinum við Lækjargötu klukkan korter í fimm. Að fundinum standa meðlimir Facebook-hópsins Mæður og feður standa með ljósmæðrum! en hópurinn telur rúmlega 13.000. Meira »

Undirbúa alþjóðlega ráðstefnu um #metoo

16:55 Ráðherranefnd um jafnréttismál hefur lagt til að haldin verði alþjóðleg ráðstefna um #metoo-byltinguna í tengslum við formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni. Stefnt er á að ráðstefnan fari fram næsta haust. Meira »

Samninganefndir funda á morgun

15:59 Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins funda á morgun vegna kröfu ljósmæðra um launaleiðréttingu. Fundurinn fer fram klukkan 11:00 í húsum Ríkisáttasemjara. Nefndirnar hafa ekki fundið síðan ljósmæður höfnuðu nýjum kjarasamningum með yfirgnæfandi meirihluti þann 8. júní síðastliðinn. Meira »

Borgarstjóri ber fyrir sig Gústaf

15:50 „Þennan trúnaðarbrest þarf að rannsaka,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í ræðustól borgarstjórnar í dag. Þetta voru viðbrögð við að Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, upplýsti í ræðustól í umræðum um breytingu á skipulagi nefnda hver fulltrúi minnihlutans yrði í nýju umhverfis- og heilbrigðisráði. Meira »

HM-andköf æðstu embættismanna

15:45 Eftirvæntingin var gríðarmikil fyrir leik Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu á laugardag og horft var á leikinn víða um land. Meðal áhorfenda á Hrafnseyri voru þau Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

Tengsl milli áfallastreitu og sjálfsónæmis

15:22 Fólk sem hefur glímt við áfallastreituröskun er í aukinni hættu á að greinast síðar með sjálfsónæmissjúkdóma. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands. og Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Meira »

Fylgir ráðgjöf Hafró í einu og öllu

15:22 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Orðinn mikilvægur tengiflugvöllur

14:55 Keflavíkurflugvöllur er á meðal þeirra flugvalla þar sem mest aukning hefur orðið í tengimöguleikum frá árinu 2008, samkvæmt nýrri skýrslu sem alþjóðlegu flugvallasamtökin ACI sendu frá sér í dag. Meira »

Vill að borgin stofni hagsmunasamtök

14:48 Sósíalistaflokkurinn hefur lagt til að Reykjavíkurborg stofni þrjú hagsmunasamtök. Oddviti sósíalista segir þetta vera til þess fallið að notendur þjónustunnar geti komið að ákvörðunum sem þá varða. Meira »

Yngsti forsetinn frá upphafi

14:48 Glatt var yfir mönnum fyrir setningu fyrsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur. Gleðin tók þó brátt enda þegar minnihlutinn hóf að gera athugasemdir við meirihlutann þegar stóð til að kjósa forseta borgarstjórnar. Áberandi var að flokkar minnihlutans stóðu einhuga við kosningu í embætti borgarstjórnar. Meira »

Ákærðir fyrir að halda konum í gíslingu

14:33 Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir að halda tveimur konum í gíslingu í fjórar til sex klukkustundir á heimili annarrar konunnar og annars mannsins í júnímánuði fyrir tveimur árum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Meira »

Forðast viðskiptahindranir vegna Brexit

14:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, leiddi umræðu um samskiptin við Bandaríkin og mikilvægi alþjóðaviðskipta á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visegradríkjanna í Stokkhólmi í dag. Meira »
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...