Ein lögheimilisskráning staðfest

Horft út um glugga í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum.
Horft út um glugga í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum. mbl.is/Golli

Þjóðskrá Íslands hefur afgreitt tvö mál til viðbótar sem tengjast lögheimilisflutningum í Árneshrepp. Í öðru málinu var skráning staðfest en í hinu var hún felld niður, líkt og gert var í ellefu öðrum málum fyrir helgi. Enn bíða fjögur mál vegna skráningar lögheimilis í  hreppinn afgreiðslu stofnunarinnar. Frestur viðkomandi einstaklinga til að skila inn athugasemdum er ekki liðinn og verða þau því afgreidd síðar í vikunni.

Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, segir í samtali við mbl.is að í þeim tilvikum þar sem skráning hefur verið felld niður flytjist lögheimili viðkomandi á þann stað þar sem hann var síðast með lögheimili. 

Á tveggja vikna tímabili í lok apríl og byrjun maí fluttu átján manns lögheimili sitt í Árneshrepp, fámennasta sveitarfélag landsins. Við það urðu íbúar á kjörskrá hreppsins um 65. Kjörskrárstofn er miðaður við 5. maí og voru lögheimilisflutningarnir gerðir á tveggja vikna tímabili fyrir þann frest.

Ástríður sagði í samtali við mbl.is í síðustu viku að starfsmaður stofnunarinnar hefði orðið var við óvenju mikla flutninga í hreppinn og í kjölfarið hafi svokölluð frumkvæðisrannsókn hafist. Þjóðskrá leitaði m.a. til lögreglu við rannsókn sína.

Sveitarstjórnir þurfa að leggja fram og samþykkja kjörskrá tíu dögum fyrir kjördag. Það gerði hreppsnefnd Árneshrepps í síðustu viku en þó með fyrirvara. Í kvöld hefur svo verið boðaður fundur í hreppsnefndinni þar sem farið verður yfir kjörskrána á nýjan leik. Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna getur sveitarstjórn gert breytingar á kjörskrá fram á kjördag.

„En þá dundu ósköpin yfir“

Hrafn Jökulsson er einn þeirra sem flutti lögheimili sitt í hreppinn nýverið og fékk í kjölfarið bréf frá Þjóðskrá þar sem hann var beðinn að staðfesta búsetu sína þar. Hann fékk svo annað bréf á föstudag þar sem lögheimilisskráning var felld niður.

Hrafn birti í dag ítarlega færslu áFacebook-síðu sinni, opið bréf til hreppsnefndar Árneshrepps, þar sem hann fer yfir tengsl sín við hreppinn sem eru til margra áratuga. Segir hann m.a. frá því að langþráður draumur hans hafi orðið að veruleika árið 2007 er hann flutti þangað ásamt þáverandi konu sinni. Hann hafi svo flutt frá hreppnum árið 2010 en ávallt hafi blundað í hjarta hans sá draumur að flytja aftur „heim í sveitina“, eins og hann orðar það og tekur fram að hann hafi frá þessum tíma margoft dvalið í sveitinni um lengri eða skemmri tíma. 

Hrafn Jökulsson.
Hrafn Jökulsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þegar ég sá fram á að missa leiguíbúð mína í Reykjavík ákvað ég að láta drauminn rætast, og um páskana afhenti ég stoltum nýjum eigendum lyklana að Ránargötu 14, 101 Reykjavík, og hef ekki komið þangað síðan. Í kjölfarið fór ég norður til að skemmta mér með Jóhönnu Engilráð [dóttur sinni], heilsa uppá vini mína, og leggja drög að flutningum,“ skrifar Hrafn og heldur áfram:

„Síðan fór ég suður að stússa í ýmsu, skipuleggja neyðarsöfnun fyrir börn í Jemen, næstu skákhátíð á Grænlandi og fleira skemmtilegt. Ég gaf mér hinsvegar tíma til að tilkynna Þjóðskrá um breytt lögheimili, einsog lög kveða á um.

Ég var sem sagt kominn heim, og hjarta mitt var barmafullt af gleði.

En þá dundu ósköpin yfir!

Á dauða mínum átti ég von, en ekki að ég yrði dreginn inn í einhverja óþverralegustu umræðu síðari ára. Ég ætla ekki að tíunda hér einstök ummæli, en mikið sem þau mæddu hjarta mitt og eitruðu mitt líf.

Nú hef ég fengið bréf frá Þjóðskrá þar sem því er haldið fram að allt sé þetta svindl og prettur, og ég skuli bara vesgú búa á Ránargötu 14 -- vegna þess að íbúi í Árneshreppi sem lögreglan ræddi við „vissi ekki til þess“ að ég væri fluttur!“

Hann segir íbúa á Ránargötunni hafa sent Þjóðskrá staðfestingu á því að þar sé ekki svo mikið sem „húsdraugur“ með hans kennitölu. 

„Svo nú er ég í nokkrum bobba og leita til hreppsnefndar Árneshrepps um tafarlaust liðsinni, með því að senda Þjóðskrá Íslands staðfestingu á því að vissulega sé ég fullgildur íbúi í sveitinni.

Þetta verður að gerast umsvifalaust, því annars hlýt ég að líta svo á að ég hafi verið sviptur bæði heimili og kosningarétti,“ skrifar Hrafn. 

Hér að neðan má lesa færslu Hrafns í heild:

mbl.is

Innlent »

Vetur konungur ræður ríkjum

Í gær, 23:02 Vetrarfærð er á öllu landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og víða éljagangur og skafrenningur á vegum á norðanverðu landinu. Meira »

Sex þingmenn metnir hæfir

Í gær, 22:30 Sex þingmenn koma til greina til setu í nýrri forsætisnefnd Alþingis með það eina verkefni að koma svokölluðu Klaustursmáli áfram til siðanefndar Alþingis, en nefndin verður skipuð í næstu viku í kjölfar þess að allir fulltrúar í forsætisnefnd lýstu sig vanhæfa í málinu vegna þess að þeir höfðu tjáð sig um það. Meira »

Var síbrosandi og hafði tíma fyrir alla

Í gær, 21:54 „Ég þekkti Adamowicz persónulega. Hann var yngri en ég en við gengum í sama skóla,“ segir Alexander Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi. Þeir hafi átt marga sameiginlega vini og því hafi verið erfitt að frétta af láti Pawel Adamowicz borgarstjóra Gdansk. Meira »

Tillaga Vigdísar og Kolbrúnar felld

Í gær, 20:41 Tillaga borgarfulltrúanna Vigdísar Hauksdóttur og Kolbrúnar Baldursdóttur um að embætti borgarlögmanns yrði falið að vísa skýrslu innri endurskoðunar um braggamálið til „þar til bærra yf­ir­valda til yf­ir­ferðar og rann­sókn­ar“ var felld í borgarstjórn Reykjavíkur laust eftir kl. 19 í kvöld. Meira »

Sýknaður af ákæru vegna banaslyss

Í gær, 20:27 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru vegna banaslyss, sem átti sér stað á Reykjanesbraut í febrúar árið 2017. Sannað þótti að maðurinn hefði ekið inn á rangan vegarhelming, en ekki að hann hefði sýnt af sér refsivert gáleysi. Meira »

Íbúar til fyrirmyndar

Í gær, 20:19 Íbúar í Fornhagablokkinni í Vesturbæ Reykjavíkur láta umhverfismál sig varða og stofnuðu umhverfisnefnd í fyrra. Hún stefnir að því að leggja umhverfisstefnu fyrir blokkina á aðalfundi íbúanna í vor. Meira »

Hjúkrunarfræðingar bíða óþreyjufullir

Í gær, 19:38 Hjúkrunarfræðingar bíða óþreyjufullir eftir því að losna undan gerðardómi í lok mars, að sögn Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vinna stendur yfir við nýja kröfugerð og hyggur félagið á ferðalag um landið til að heyra hljóðið í hjúkrunarfræðingum. Meira »

Dýrara að leggja í bílastæðahúsum

Í gær, 19:25 Stöðumælagjald í langtímastæðum í bílastæðahúsum Reykjavíkurborgar hækkaði um áramótin. Auk þess hækkar fyrsta klukkustundin í skammtímastæði. Meira »

Versta afkoman í áratug

Í gær, 19:20 Framlegð fiskvinnslufyrirtækja á Íslandi reyndist að meðaltali 10,61% á árinu 2017 og hafði ekki mælst lægri í áratug þar á undan. Hæst reyndist framlegðin árið 2009 þegar hún var 20,79% en lækkaði án afláts frá árinu 2011 þegar hún mældist 19,1%. Meira »

„Erum að ýta á að fá svör“

Í gær, 19:08 „Það er kominn tími á að fara að hreyfa við þessum málum hvernig sem það verður gert,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Allsherjar verkföll séu þó ekki leiðin til að ná saman. Þriðji fundur stéttarfélaganna fjögurra með Samtökum atvinnulífsins verður hjá sáttasemjara á morgun. Meira »

Vildu að fjárveiting yrði stöðvuð

Í gær, 19:01 „Dagur B. Eggertsson sýnir litla auðmýkt þegar ræða á braggamálið. Hann fer í pólítískar skotgrafir og er upptekinn af gera lítið úr öðrum borgarfulltrúum. Það er ekki mikil reisn yfir því,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem bendir á að sjálfstæðismenn hafi þegar 2015 lagt til að fjárveiting til braggans í Nauthólsvík yrði stöðvuð. Meira »

Óeðlilegt að óska eftir sakamálarannsókn

Í gær, 18:12 „Undir engum kringumstæðum finnst mér eðlilegt að ósk um sakamálarannsókn komi frá pólitískum vettvangi borgarstjórnar. Gætum þess hvaða fordæmi við viljum setja hér í dag,“ sagði Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í umræðum um braggamálið í borgarstjórn í dag. Meira »

Möguleiki á opnun Bláfjalla í næstu viku

Í gær, 17:09 „Við fengum mikið af snjó í gær sem við unnum úr í nótt þar sem hægt var,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, sem er bjartsýnn á opnun skíðasvæðisins í næstu viku. Meira »

Dagur segir Eyþór hafa hlaupið á sig

Í gær, 16:41 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór hörðum orðum um þá fulltrúa minnihlutans sem stóðu að og studdu tillögu um að vísa braggaskýrslu til héraðssaksóknara og lét að því liggja að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki stjórntækur. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks segir borgarstjóra skorta auðmýkt. Meira »

Útgáfu bókar Jóns Baldvins frestað

Í gær, 16:06 Útgáfu bókar með ræðum, ritum og greinum Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem gefa átti út í tilefni áttræðisafmælis hans í febrúar, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta staðfestir Steingrímur Steinþórsson hjá útgáfufélaginu Skruddu í samtali við mbl.is. Meira »

„Eins og er þá er þetta lítið hlaup“

Í gær, 15:56 Hlaupið í Múlakvísl er lítið og vatnsborð, sem hækkaði fyrir hádegi, er á niðurleið. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að áfram verði fylgst með ánni. Meira »

Framkvæmdaleyfi veitt vegna tvöföldunar

Í gær, 15:49 Skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðarbæjar hefur samþykkt að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til að tvöfalda vegakaflann á Reykjanesbraut frá Kaldárselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót með því að byggja nýja akbraut sunnan núverandi vegar. Meira »

Miðflokksmenn hafa ekki boðað komu sína

Í gær, 15:01 Hvorki Gunnar Bragi Sveinsson né Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa boðað komu sína á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á morgun, eins og nefndin hefur beðið um. Þetta staðfestir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, í samtali við mbl.is. Meira »

Breyttu framlagðri tillögu sinni

Í gær, 14:56 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lögðu fram breytingartillögu við framlagða tillögu sína til borgarstjórnar um að vísa skýrslu innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 til héraðssaksóknara. Meira »
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...