Ein lögheimilisskráning staðfest

Horft út um glugga í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum.
Horft út um glugga í Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi á Ströndum. mbl.is/Golli

Þjóðskrá Íslands hefur afgreitt tvö mál til viðbótar sem tengjast lögheimilisflutningum í Árneshrepp. Í öðru málinu var skráning staðfest en í hinu var hún felld niður, líkt og gert var í ellefu öðrum málum fyrir helgi. Enn bíða fjögur mál vegna skráningar lögheimilis í  hreppinn afgreiðslu stofnunarinnar. Frestur viðkomandi einstaklinga til að skila inn athugasemdum er ekki liðinn og verða þau því afgreidd síðar í vikunni.

Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, segir í samtali við mbl.is að í þeim tilvikum þar sem skráning hefur verið felld niður flytjist lögheimili viðkomandi á þann stað þar sem hann var síðast með lögheimili. 

Á tveggja vikna tímabili í lok apríl og byrjun maí fluttu átján manns lögheimili sitt í Árneshrepp, fámennasta sveitarfélag landsins. Við það urðu íbúar á kjörskrá hreppsins um 65. Kjörskrárstofn er miðaður við 5. maí og voru lögheimilisflutningarnir gerðir á tveggja vikna tímabili fyrir þann frest.

Ástríður sagði í samtali við mbl.is í síðustu viku að starfsmaður stofnunarinnar hefði orðið var við óvenju mikla flutninga í hreppinn og í kjölfarið hafi svokölluð frumkvæðisrannsókn hafist. Þjóðskrá leitaði m.a. til lögreglu við rannsókn sína.

Sveitarstjórnir þurfa að leggja fram og samþykkja kjörskrá tíu dögum fyrir kjördag. Það gerði hreppsnefnd Árneshrepps í síðustu viku en þó með fyrirvara. Í kvöld hefur svo verið boðaður fundur í hreppsnefndinni þar sem farið verður yfir kjörskrána á nýjan leik. Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna getur sveitarstjórn gert breytingar á kjörskrá fram á kjördag.

„En þá dundu ósköpin yfir“

Hrafn Jökulsson er einn þeirra sem flutti lögheimili sitt í hreppinn nýverið og fékk í kjölfarið bréf frá Þjóðskrá þar sem hann var beðinn að staðfesta búsetu sína þar. Hann fékk svo annað bréf á föstudag þar sem lögheimilisskráning var felld niður.

Hrafn birti í dag ítarlega færslu áFacebook-síðu sinni, opið bréf til hreppsnefndar Árneshrepps, þar sem hann fer yfir tengsl sín við hreppinn sem eru til margra áratuga. Segir hann m.a. frá því að langþráður draumur hans hafi orðið að veruleika árið 2007 er hann flutti þangað ásamt þáverandi konu sinni. Hann hafi svo flutt frá hreppnum árið 2010 en ávallt hafi blundað í hjarta hans sá draumur að flytja aftur „heim í sveitina“, eins og hann orðar það og tekur fram að hann hafi frá þessum tíma margoft dvalið í sveitinni um lengri eða skemmri tíma. 

Hrafn Jökulsson.
Hrafn Jökulsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þegar ég sá fram á að missa leiguíbúð mína í Reykjavík ákvað ég að láta drauminn rætast, og um páskana afhenti ég stoltum nýjum eigendum lyklana að Ránargötu 14, 101 Reykjavík, og hef ekki komið þangað síðan. Í kjölfarið fór ég norður til að skemmta mér með Jóhönnu Engilráð [dóttur sinni], heilsa uppá vini mína, og leggja drög að flutningum,“ skrifar Hrafn og heldur áfram:

„Síðan fór ég suður að stússa í ýmsu, skipuleggja neyðarsöfnun fyrir börn í Jemen, næstu skákhátíð á Grænlandi og fleira skemmtilegt. Ég gaf mér hinsvegar tíma til að tilkynna Þjóðskrá um breytt lögheimili, einsog lög kveða á um.

Ég var sem sagt kominn heim, og hjarta mitt var barmafullt af gleði.

En þá dundu ósköpin yfir!

Á dauða mínum átti ég von, en ekki að ég yrði dreginn inn í einhverja óþverralegustu umræðu síðari ára. Ég ætla ekki að tíunda hér einstök ummæli, en mikið sem þau mæddu hjarta mitt og eitruðu mitt líf.

Nú hef ég fengið bréf frá Þjóðskrá þar sem því er haldið fram að allt sé þetta svindl og prettur, og ég skuli bara vesgú búa á Ránargötu 14 -- vegna þess að íbúi í Árneshreppi sem lögreglan ræddi við „vissi ekki til þess“ að ég væri fluttur!“

Hann segir íbúa á Ránargötunni hafa sent Þjóðskrá staðfestingu á því að þar sé ekki svo mikið sem „húsdraugur“ með hans kennitölu. 

„Svo nú er ég í nokkrum bobba og leita til hreppsnefndar Árneshrepps um tafarlaust liðsinni, með því að senda Þjóðskrá Íslands staðfestingu á því að vissulega sé ég fullgildur íbúi í sveitinni.

Þetta verður að gerast umsvifalaust, því annars hlýt ég að líta svo á að ég hafi verið sviptur bæði heimili og kosningarétti,“ skrifar Hrafn. 

Hér að neðan má lesa færslu Hrafns í heild:

mbl.is

Innlent »

Ullað í borgarráði Reykjavíkur

Í gær, 22:36 Fulltrúar minnihlutans í borgarráði Reykjavíkur bókuðu í dag „alvarlegar athugasemdir“ við það að Líf Magneudóttir, fulltrúi Vinstri græna, hefði ullað framan í annan borgarráðsfulltrúa í upphafi fundar. Meira »

95 ára skellti sér í fallhlífastökk

Í gær, 22:07 Páll Bergþórsson fyrrverandi veðurstofustjóri varð í dag ef til vill elsti Íslendingurinn til að fara í fallhlífarstökk. „Ljómandi huggulegt,“ segir Páll um upplifunina. Meira »

Staðsetning Íslands mikilvæg á ný

Í gær, 21:55 Ísland hefur orðið mikilvægari samstarfsaðili á sviði öryggis- og varnarmála vegna breyttrar stöðu í heimsmálunum og tengist það landfræðilegri legu landsins í Norður-Atlantshafi, segir Ine Marie Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, í samtali við blaðamann. Meira »

Andarnefjan komin á flot

Í gær, 21:25 „Hún er komin af stað og byrjuð að synda. Það er bátur að fylgja henni og við ætlum að reyna að hafa hann að fylgja henni þar til við missum sjónar af henni,“ segir Sverrir Tryggvason skipstjóri. Önnur andarnefjanna sem festust í sjálfheldu á Engey er komin til sjávar. Hin drapst fyrr í kvöld. Meira »

Datt illa nærri Glym

Í gær, 20:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ungan karlmann á Landspítala í kvöld, en sá hafði hrasað og dottið illa á gönguleiðinni að fossinum Glym í botni Hvalfjarðar. Meira »

Fiskidagurinn litli í boði mikla

Í gær, 20:50 „Það var mikil veðurblíða og fólkið á heimilinu horfði á Fiskidagstónleikana. Svo var súpa og fiskborgarar og KK spilaði, hann ætlaði ekki að geta hætt að því þau vildu alltaf meira,“ segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdarstjóri Fiskidagsins mikla. Fiskidagurinn litli var haldinn í Mörkinni í dag. Meira »

Vill hjálpa öðrum með sama sjúkdóm

Í gær, 20:40 Um 15.000 manns reima á sig hlaupaskóna nú á laugardag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Á meðan margir láta sér nægja að hlaupa fyrir sjálfa sig þá vilja aðrir láta gott af sér leiða. Meðal þeirra er hinn 13 ára Sebastian Örn Adamsson sem hleypur til styrktar Andartaki. Meira »

Vaðlaugin vekur lukku

Í gær, 20:15 Nýlega var tekin í notkun vaðlaug með volgu vatni í Hljómskálagarðinum. Laugin fékk kosningu í íbúakosningu í verkefninu: Hverfið mitt, hjá Reykjavíkurborg. Laugin höfðar greinilega til yngstu kynslóðarinnar sem var þar við leik í dag. Meira »

Tæknifræðinám í Hafnarfirði

Í gær, 20:14 Hafnarfjarðarbær og Háskóli Íslands hafa komist að samkomulagi um að skólinn komi upp aðstöðu fyrir tæknifræðinám í Menntasetrinu við Lækinn nú í haust. Bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti samninginn á fundi sínum í morgun. Meira »

Tvíburar á alþjóðlegri hátíð

Í gær, 19:45 „Við erum saman öllum stundum og oft veit ég hvað systir mín er að hugsa. Og eins og þú heyrir á tali okkar þá botna ég oft setningarnar sem systir mín kemur með og hún það sem ég segi. Oft er talað við okkur tvær sem eina manneskju sem getur verið pirrandi. Við hins vegar þekkjum ekkert annað líf en þetta og tökum þessu bara létt,“ segir Elín Hrönn Jónsdóttir í Hveragerði. Meira »

Brýtur í bága við dýravelferð

Í gær, 19:30 „Það sem við skiljum ekki og höfum ekki fengið haldbær rök fyrir, er hvers vegna lengri einangrun en 10 dagar er nauðsynleg þegar strangasta löggjöfin utan Íslands er 10 dagar,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ. Sjálf þekki hún dæmi þess að hundar hafi farið illa út úr einangrunarvistinni. Meira »

Önnur andarnefjan dauð

Í gær, 19:28 „Þetta var bara að gerast núna. Við vorum að reyna að snúa dýrinu. Það spriklaði og við urðum að reyna að snúa því og það hefur bara ekki þolað það,“ segir Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá Sérferðum. Önnur andarnefjan sem festist í sjálfheldu í Engey í Kollafirði er dauð. Meira »

Tveir kílómetrar fullgerðir í haust

Í gær, 19:10 Framkæmdum á Þingvallavegi miðar ágætlega, að sögn Einars Más Magnússonar, verkstjóra hjá Vegagerðinni. Níu kílómetra kafli sem liggur um þjóðgarðinn hefur verið lokaður frá 30. júlí en til stendur að breikka veginn um tvo metra, koma upp vegriði og ráðast í aðrar öryggisaðgerðir. Meira »

Sölutími íbúða að styttast

Í gær, 18:49 Sérbýli hefur hækkað talsvert meira í verði en fjölbýli undanfarna mánuði og sú þróun hélt áfram í júlí. Verð fjölbýlis hækkaði um 0,2% milli mánaða en verð sérbýlis um 0,8%. Fjölbýli hefur nú hækkað um 3,8% á undanförnum 12 mánuðum en sérbýli um 8,9%. Meira »

Hlaupa og gleyma ekki gleðinni

Í gær, 18:30 „Pabbi, Stefán Hrafnkelsson, var greindur með alzheimer snemma í fyrrasumar eftir greiningarferli sem staðið hafði yfir í nokkurn tíma. Hann var 58 ára þegar hann greindist og þegar greiningin lá fyrir kynntumst við Alzheimersamtökunum,“ segir Arndís Rós Stefánsdóttir. Meira »

Engin gögn enn borist frá kjararáði

Í gær, 18:15 Fjármálaráðuneytið og Þjóðskjalasafnið greinir á um hvorri stofnuninni beri að taka til greina beiðni um aðgang að fundargerðum kjararáðs. Skrifstofustjóri kjararáðs er enn í fullu starfi við að ganga frá skjalasafni ráðsins en hefur þó enn ekki haft samband við Þjóðskjalasafn. Meira »

Andarnefjur í sjálfheldu í Engey

Í gær, 17:55 „Þær eru ekki algengar á þessu svæði. Það er mjög sjaldgæft að við fáum andarnefjur inn á flóann og oftast eru þær fleiri. Okkur finnst það skrítið að það séu bara tvö dýr. Þær hafa verið að elta einhverja fæðu,“ segir Sverrir Tryggvason skipstjóri. Tvær andarnefjur liggja fastar í sjálfheldu í Engey. Meira »

Endurkröfum vegna lyfjaáhrifa fjölgar

Í gær, 17:25 Endurkröfur, sem vátryggingarfélög eignast á hendur þeim sem valda tjóni í umferðinni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi, voru færri árið 2017 en árið 2016. Endurkröfum vegna lyfjaáhrifa fjölgar mikið en flestar endurkröfur verða til vegna ölvunar tjónvalds. Þetta kemur fram í tilkynningu frá endurkröfunefnd. Meira »

Skjálfti að stærð 3,3 í Torfajökli

Í gær, 17:15 Rétt fyrir hálf fimm í dag varð skjálfti að stærð 3,3 í vestanverðri Torfajökulsöskjunni. Fannst hann meðal annars í Landmannalaugum. Sjö aðrir smærri skjálftar urðu á svæðinu í kjölfarið, en enginn gosórói er að sögn Veðurstofunnar. Meira »
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Ukulele
...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...