Ferðamaður lenti í snjóflóði

Grænagarðsgil í Skutulsfirði.
Grænagarðsgil í Skutulsfirði.

Erlendur ferðamaður slasaðist í snjóflóði í Grænagarðsgili í Skutulsfirði í gær. Þorkell Þorkelsson, vaktstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði, segir að ekki hafi verið um mikið flóð að ræða. Hann geti þó ekki fullyrt hvernig líðan mannsins sé.

„Við vitum sáralítið, í rauninni bara það að það var maður sem lenti í flóði og slasaðist. Við fyrstu sýn virkaði þetta þó ekki mikið flóð,“ segir Þorkell og bætir við að maðurinn hafi verið fluttur til frekari aðhlynningar í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var maðurinn fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur í gær.

Ekkert er vitað um líðan mannsins að svo stöddu, en Þorkell segir að maðurinn hafi ekki virst alvarlega slasaður enda hafi honum tekist að gera lögreglu viðvart.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert